Jazz systur með tónleika Stefán Árni Pálsson skrifar 13. ágúst 2015 11:00 Silva og Anna Sóley halda tónleika á Rósenberg annað kvöld. Í tilefni jazzhátíðar viku í Reykjavík munu jazz systurnar Silva og Anna Sóley halda tónleika á Rósenberg föstudaginn 14. ágúst. Þar verða teknar fyrir vel valdar jazz ballöður, fallegir med-swingarar og ef til vill örfá frumsamin fönký jazzlög. Þær koma fram með Mikael Mána á gítar, Þórði Högnasyni á kontrabassa og Óskari Kjartanssyni á trommur. Anna Sóley stundar nú nám við Tónlistarskóla FíH undir leiðsögn Guðlaugar Drafnar Ólafsdóttur og lauk framhaldsprófi nú í vor. Ragnheiður Gröndal var kennarinn árið áður en áður en hún hóf nám í FÍH sótti Anna einkatíma hjá Kristjönu Stefánsdóttur. Hún hefur bæði komið fram sem jazzsöngkona og flutt sínar eigin lagasmíðar sem eru undir áhrifum frá soul, fönk og jazzi. Af hverju jazz? „Nostalgía og frelsi, leyfið til að leika sér með laglínur og persónulegan stíl.“ Silva stundar söngnám við Tónlistarskóla FÍH og er á sínu þriðja ári. Þar hafa kennarar hennar verið Ragnheiður Gröndal, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Hilmar Jensson. Silva hefur komið fram á kaffihúsum borgarinnar með hinum ýmsu tónlistarmönnum en í fyrra hélt hún Chet Baker tónleika í Hannesarholti m.a með Matthíasi Hemstock og Önnu Grétu Sigurðardóttur. Afhverju jazz? „ Af þvi að ég ólst upp við jazz tónlist. Ég býst við þvi að ég elski jazz þvi að það er svo mikil tilfinning sem fylgir þvi og frelsið er cool.“ Þórður (Hreinn) Högnason, kontrabassaleikari, hefur víða komið við. Leikið á plötum listamanna s.s. Megasar, Ómars Guðjónssonar, Péturs Östlund og Rúnars Júlíussonar svo nokkur dæmi séu nefnd. Hann hefur starfað með Sinfóníuhljómsveit Íslands og starfað með fjölda djasssveita. Þekktastur er Þórður þó líklega fyrir framlag sitt með Tríói Guðmundar Ingólfssonar og þáttöku tíósins á plötunni Gling gló sem er ein söluhæsta plata frá upphafi á Íslandi. Mikael Máni Ásmundsson, gítarleikari, útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2014. Þaðan lá leiðin til Amsterdam þar sem hann studnar nám við Conservatorium van Amsterdam. Mikael Máni hefur komið fram víða, bæði hér heima og erlendis. Nýlega spilaði Tríó Mikaels hér á landi við góðar undirtektir. Óskar Kjartanson, trommuleikari, útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2013. Hann spilar í þó nokkrum hljómsveitum, t.d. jazztríóinu Skarkala sem nýverið gaf út geisladisk. Allir hjartanlega velkomnir í góða stemmingu á Rósenberg. Tónleikarnir hefjast kl 22:00 og það kostar 1500 kr inn, 1000 kr fyrir aldraða, öryrkja og námsmenn en enginn posi verður á staðnum. Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Í tilefni jazzhátíðar viku í Reykjavík munu jazz systurnar Silva og Anna Sóley halda tónleika á Rósenberg föstudaginn 14. ágúst. Þar verða teknar fyrir vel valdar jazz ballöður, fallegir med-swingarar og ef til vill örfá frumsamin fönký jazzlög. Þær koma fram með Mikael Mána á gítar, Þórði Högnasyni á kontrabassa og Óskari Kjartanssyni á trommur. Anna Sóley stundar nú nám við Tónlistarskóla FíH undir leiðsögn Guðlaugar Drafnar Ólafsdóttur og lauk framhaldsprófi nú í vor. Ragnheiður Gröndal var kennarinn árið áður en áður en hún hóf nám í FÍH sótti Anna einkatíma hjá Kristjönu Stefánsdóttur. Hún hefur bæði komið fram sem jazzsöngkona og flutt sínar eigin lagasmíðar sem eru undir áhrifum frá soul, fönk og jazzi. Af hverju jazz? „Nostalgía og frelsi, leyfið til að leika sér með laglínur og persónulegan stíl.“ Silva stundar söngnám við Tónlistarskóla FÍH og er á sínu þriðja ári. Þar hafa kennarar hennar verið Ragnheiður Gröndal, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Hilmar Jensson. Silva hefur komið fram á kaffihúsum borgarinnar með hinum ýmsu tónlistarmönnum en í fyrra hélt hún Chet Baker tónleika í Hannesarholti m.a með Matthíasi Hemstock og Önnu Grétu Sigurðardóttur. Afhverju jazz? „ Af þvi að ég ólst upp við jazz tónlist. Ég býst við þvi að ég elski jazz þvi að það er svo mikil tilfinning sem fylgir þvi og frelsið er cool.“ Þórður (Hreinn) Högnason, kontrabassaleikari, hefur víða komið við. Leikið á plötum listamanna s.s. Megasar, Ómars Guðjónssonar, Péturs Östlund og Rúnars Júlíussonar svo nokkur dæmi séu nefnd. Hann hefur starfað með Sinfóníuhljómsveit Íslands og starfað með fjölda djasssveita. Þekktastur er Þórður þó líklega fyrir framlag sitt með Tríói Guðmundar Ingólfssonar og þáttöku tíósins á plötunni Gling gló sem er ein söluhæsta plata frá upphafi á Íslandi. Mikael Máni Ásmundsson, gítarleikari, útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2014. Þaðan lá leiðin til Amsterdam þar sem hann studnar nám við Conservatorium van Amsterdam. Mikael Máni hefur komið fram víða, bæði hér heima og erlendis. Nýlega spilaði Tríó Mikaels hér á landi við góðar undirtektir. Óskar Kjartanson, trommuleikari, útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2013. Hann spilar í þó nokkrum hljómsveitum, t.d. jazztríóinu Skarkala sem nýverið gaf út geisladisk. Allir hjartanlega velkomnir í góða stemmingu á Rósenberg. Tónleikarnir hefjast kl 22:00 og það kostar 1500 kr inn, 1000 kr fyrir aldraða, öryrkja og námsmenn en enginn posi verður á staðnum.
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp