Erlent

Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Medvedev hefur bannað innflutning á matvælum frá Íslandi.
Medvedev hefur bannað innflutning á matvælum frá Íslandi. vísir/afp
Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru auk Íslands, Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína.

„Frá þessari stundu mun bann á matvælum sem áður náði til Evrópusambandsins, Ástralíu, Kanada, Noregs og Bandaríkjanna einnig ná til Albaníu, Svartfjallalands, Íslands, Liechtenstein og Úkraínu,“ sagði Dmitry Medvedev forsætisráðherra og bætti því við að þessi ríki hefðu stutt við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gegn Rússum. 

„Þessi ríki útskýrðu ákvörðun sína um að leggja viðskiptaþvinganir á Rússa með því að þeim bæri skylda til þess vegna samninga við Evrópusambandið. En þessi skýring er einungis rétt að hluta,“ sagði Medvedev. Hann segir að fjöldi ríkja hafi samninga við Evrópusambandið en hafi ekki lagt viðskiptaþvinganir á hendur Rússum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×