Handbolti

Stjarnan og Afturelding hófu UMSK mótið á sigri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Árni Bragi var atkvæðamestur í liði Aftureldingar með ellefu mörk.
Árni Bragi var atkvæðamestur í liði Aftureldingar með ellefu mörk. Vísir/Ernir
Stjarnan og Afturelding unnu bæði leiki sína á UMSK mótinu í handbolta sem hófst í gær. Um er að ræða fjögurra liða æfingarmót sem fer fram í Digranesi.

Fjögur lið taka þátt í mótinu í ár, HK, Grótta, Stjarnan og Afturelding en Mosfelling hafa titil að verja eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegarar í fyrra.

Grótta mætti Stjörnunni í fyrsat leik mótsins en Garðbæingar sýndu mikla yfirburði í leiknum. Var staðan 20-11 fyrir Stjörnuna í hálfleik en leikmenn Gróttu náðu að saxa örlítið á forskot Stjörnunna áður en leiknum lauk með 37-30 sigri Stjörnunnar.

Það var heldur betur meiri spenna í leik HK og Aftureldingar en gestirnir úr Mosfellsbænum unnu nauman eins marka sigur, 30-29. Var eins marka munur í lok fyrri hálfleiks og einnig að leik loknum.

Liðin leika á ný á föstudaginn í Digranesinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×