Blöskrar skoðun Hannesar: „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2015 11:19 Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju. Vísir/Auðunn Níelsson „Það er sennilega ekki hægt að hugsa sèr meiri kvenfyrirlitningu en þá að segja vændi atvinnutækifæri fyrir konur,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju. Tilefnið er ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem segist ekki skilja hvers vegna kvenfrelsissinnar séu á móti því að konur noti vændi sem atvinnutækifæri, sé hvergi nauðung á ferð. Hannes lét ummælin falla á Fésbókarsíðu sinni í gær í tengslum við samþykkt Amnesty International um afglæpavæðingu vændis. Ákvörðunin er vægast sagt umdeild og skiptist fólk í fylkingar á báðum vængjum auk þess sem fjölmargir sjá sjónarhorn beggja og eiga erfitt með að taka afgerandi afstöðu. Hannes Hólmsteinn segir að aðalatriðið um vændi sé hvort upplýst samþykki beggja liggi fyrir. Ef svo er sé ekkert á móti því að þóknun komi fyrir blíðu. „Mér er ekki alveg ljóst, hvers vegna kvenfrelsissinnar eru á móti því, að konur noti þetta atvinnutækifæri, sé hvergi nein nauðung á ferð. Er þetta ekki dæmi um, að sumar konur séu á móti öðrum konum, frekar en að konur séu almennt á móti körlum?“Tvö lögmál skipti öllu Hildur Eir sér hlutina ekki í sama ljósi og háskólaprófessorinn. Segir presturinn að líkaminn sé heilagur. „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí, hann stjórnast af taugakerfi sem er bundið hugsunum og tilfinningum og þess vegna er ekki hægt að umgangast líkamann sem tæki, við fáum í magann þegar við verðum kvíðin, líkaminn framleiðir meira dópamín þegar við verðum ástfangin, mjólk streymir fram í brjóst mæðra þegar þær heyra ungbörnin gráta.“ Hannes er á því að ekki eigi að afgreiða vændi, frekar en önnur siðferðileg álitamál, með því að segja sögur, misjafnlega áreiðanlegar, heldur í ljósi tveggja lögmála og röksemda. 1) Ef menn brjóta ekki rétt á öðrum með því að kaupa eða selja vændi, þá eiga aðrir ekki að skipta sér af því. 2) Ef afleiðingarnar af að banna vændi eru verri en afleiðingarnar af þvi að leyfa það, þá getur verið skynsamlegt að leyfa það. Önnur rökin eru réttindarök, hin nytjarök. Tengdar fréttir Segir ályktun ætlað að tryggja mannréttindi jaðarhóps Formaður Íslandsdeildar Amnesty International segir umræðuna um vændisályktun samtakanna vera á villigötum. 12. ágúst 2015 23:44 Úrsagnir úr Íslandsdeild Amnesty í samræmi við það sem búist var við Fjöldaúrsagnir voru boðaðar í kjölfar tillögu samtakanna að gera vændi ekki refsivert. 12. ágúst 2015 13:11 Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir að útgangspunktur umdeildrar tillögu um lögleiðingu vændis sé að vernda mannréttindi vændisfólks. Fjöldi fólks hefur sagt sig úr Íslandsdeildinni vegna tillögunnar. 13. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
„Það er sennilega ekki hægt að hugsa sèr meiri kvenfyrirlitningu en þá að segja vændi atvinnutækifæri fyrir konur,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju. Tilefnið er ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem segist ekki skilja hvers vegna kvenfrelsissinnar séu á móti því að konur noti vændi sem atvinnutækifæri, sé hvergi nauðung á ferð. Hannes lét ummælin falla á Fésbókarsíðu sinni í gær í tengslum við samþykkt Amnesty International um afglæpavæðingu vændis. Ákvörðunin er vægast sagt umdeild og skiptist fólk í fylkingar á báðum vængjum auk þess sem fjölmargir sjá sjónarhorn beggja og eiga erfitt með að taka afgerandi afstöðu. Hannes Hólmsteinn segir að aðalatriðið um vændi sé hvort upplýst samþykki beggja liggi fyrir. Ef svo er sé ekkert á móti því að þóknun komi fyrir blíðu. „Mér er ekki alveg ljóst, hvers vegna kvenfrelsissinnar eru á móti því, að konur noti þetta atvinnutækifæri, sé hvergi nein nauðung á ferð. Er þetta ekki dæmi um, að sumar konur séu á móti öðrum konum, frekar en að konur séu almennt á móti körlum?“Tvö lögmál skipti öllu Hildur Eir sér hlutina ekki í sama ljósi og háskólaprófessorinn. Segir presturinn að líkaminn sé heilagur. „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí, hann stjórnast af taugakerfi sem er bundið hugsunum og tilfinningum og þess vegna er ekki hægt að umgangast líkamann sem tæki, við fáum í magann þegar við verðum kvíðin, líkaminn framleiðir meira dópamín þegar við verðum ástfangin, mjólk streymir fram í brjóst mæðra þegar þær heyra ungbörnin gráta.“ Hannes er á því að ekki eigi að afgreiða vændi, frekar en önnur siðferðileg álitamál, með því að segja sögur, misjafnlega áreiðanlegar, heldur í ljósi tveggja lögmála og röksemda. 1) Ef menn brjóta ekki rétt á öðrum með því að kaupa eða selja vændi, þá eiga aðrir ekki að skipta sér af því. 2) Ef afleiðingarnar af að banna vændi eru verri en afleiðingarnar af þvi að leyfa það, þá getur verið skynsamlegt að leyfa það. Önnur rökin eru réttindarök, hin nytjarök.
Tengdar fréttir Segir ályktun ætlað að tryggja mannréttindi jaðarhóps Formaður Íslandsdeildar Amnesty International segir umræðuna um vændisályktun samtakanna vera á villigötum. 12. ágúst 2015 23:44 Úrsagnir úr Íslandsdeild Amnesty í samræmi við það sem búist var við Fjöldaúrsagnir voru boðaðar í kjölfar tillögu samtakanna að gera vændi ekki refsivert. 12. ágúst 2015 13:11 Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir að útgangspunktur umdeildrar tillögu um lögleiðingu vændis sé að vernda mannréttindi vændisfólks. Fjöldi fólks hefur sagt sig úr Íslandsdeildinni vegna tillögunnar. 13. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Segir ályktun ætlað að tryggja mannréttindi jaðarhóps Formaður Íslandsdeildar Amnesty International segir umræðuna um vændisályktun samtakanna vera á villigötum. 12. ágúst 2015 23:44
Úrsagnir úr Íslandsdeild Amnesty í samræmi við það sem búist var við Fjöldaúrsagnir voru boðaðar í kjölfar tillögu samtakanna að gera vændi ekki refsivert. 12. ágúst 2015 13:11
Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir að útgangspunktur umdeildrar tillögu um lögleiðingu vændis sé að vernda mannréttindi vændisfólks. Fjöldi fólks hefur sagt sig úr Íslandsdeildinni vegna tillögunnar. 13. ágúst 2015 07:00