Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. ágúst 2015 07:00 Fjöldi vændis- og kynlífsstarfsmanna í París krafðist réttinda sinna í mótmælum í júní síðastliðnum. Fréttablaðið/AFP „Það er leitt að sjá að ein tillaga sem er lögð fram valdi því að félagar sjái ekki samleið með félaginu lengur,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Mikill styr hefur staðið um Amnesty International eftir að alþjóðahreyfing Amnesty samþykkti umdeilda stefnu þar sem samtökin styðja við lögleiðingu vændis sem lið í baráttu gegn mansali og kúgun vændisfólks. „Ég held að félagar séu frekar að mótmæla þessari tilteknu afstöðu þó að þeir séu í grunninn hlynntir stefnu Amnesty. Það væri mjög leitt ef þetta hefði þær afleiðingar að samtökin misstu einhvern mátt en ég held að það verði nú ekki,“ segir Anna. Íslandsdeild Amnesty sat hjá í atkvæðagreiðslunni en engu að síður hefur fjöldi fólks boðað úrsögn sína úr Íslandsdeildinni. Anna segir að úrsagnirnar séu í samræmi við það sem samtökin bjuggust við. Að hennar sögn stendur ekki til að Íslandsdeildin geri tillöguna að sérstöku baráttumáli. „Þó að alþjóðastjórnin muni vinna að afglæpavæðingu vændis þá er ekkert sem Íslandsdeildin mun krefjast hér á landi í þeim efnum.“ Hún er þeirrar skoðunar að umræðan byggist að einhverju leyti á misskilningi. „Þó að fólk geri sér almennt grein fyrir því að tillagan snúist um að afglæpavæða vændisiðnaðinn er markmið hennar, og það er alveg skýrt, að koma í veg fyrir mannréttindabrot á fólki sem er í vændisiðnaðinum.“Í tillögu Amnesty er gert ráð fyrir að samhliða lögleiðingu skuldbindi ríki sig til að berjast gegn mansali, tryggja réttindi vændisfólks, uppræta kynferðislega misnotkun á börnum og tryggja stöðu vændisfólks gagnvart lögum og fyrir ofbeldi. „Við erum ekki að tala þarna um fólk sem er í ánauð, mansali eða er misnotað á einhvern annan hátt,“ segir Anna. „Þarna er einungis fjallað um að afglæpavæða þann iðnað þar sem fólk tekur þá ákvörðun sjálft að stunda vændi.“ Anna segir að tillagan hafi ekki verið unnin með stuttum fyrirvara heldur sé hún vel ígrunduð. Alþjóðahreyfing Amnesty bendir á að rannsóknir og gögn sýni fram á að þessi leið sé sú besta til að koma í veg fyrir misnotkun og ofbeldi gegn vændisfólki með tilliti til lögmáls um skaðaminnkun á grundvelli afglæpavæðingar. Landsdeild UN Women á Íslandi sendi frá sér tilkynningu þess efnis að UN Women hafi ekki tekið formlega afstöðu varðandi afglæpavæðingu vændis. Tilkynningin er vegna ummæla Harðar Helga Helgasonar, formanns Íslandsdeildar Amnesty, þess efnis að UN Women væri með sambærilega stefnu og Amnesty. Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Það er leitt að sjá að ein tillaga sem er lögð fram valdi því að félagar sjái ekki samleið með félaginu lengur,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Mikill styr hefur staðið um Amnesty International eftir að alþjóðahreyfing Amnesty samþykkti umdeilda stefnu þar sem samtökin styðja við lögleiðingu vændis sem lið í baráttu gegn mansali og kúgun vændisfólks. „Ég held að félagar séu frekar að mótmæla þessari tilteknu afstöðu þó að þeir séu í grunninn hlynntir stefnu Amnesty. Það væri mjög leitt ef þetta hefði þær afleiðingar að samtökin misstu einhvern mátt en ég held að það verði nú ekki,“ segir Anna. Íslandsdeild Amnesty sat hjá í atkvæðagreiðslunni en engu að síður hefur fjöldi fólks boðað úrsögn sína úr Íslandsdeildinni. Anna segir að úrsagnirnar séu í samræmi við það sem samtökin bjuggust við. Að hennar sögn stendur ekki til að Íslandsdeildin geri tillöguna að sérstöku baráttumáli. „Þó að alþjóðastjórnin muni vinna að afglæpavæðingu vændis þá er ekkert sem Íslandsdeildin mun krefjast hér á landi í þeim efnum.“ Hún er þeirrar skoðunar að umræðan byggist að einhverju leyti á misskilningi. „Þó að fólk geri sér almennt grein fyrir því að tillagan snúist um að afglæpavæða vændisiðnaðinn er markmið hennar, og það er alveg skýrt, að koma í veg fyrir mannréttindabrot á fólki sem er í vændisiðnaðinum.“Í tillögu Amnesty er gert ráð fyrir að samhliða lögleiðingu skuldbindi ríki sig til að berjast gegn mansali, tryggja réttindi vændisfólks, uppræta kynferðislega misnotkun á börnum og tryggja stöðu vændisfólks gagnvart lögum og fyrir ofbeldi. „Við erum ekki að tala þarna um fólk sem er í ánauð, mansali eða er misnotað á einhvern annan hátt,“ segir Anna. „Þarna er einungis fjallað um að afglæpavæða þann iðnað þar sem fólk tekur þá ákvörðun sjálft að stunda vændi.“ Anna segir að tillagan hafi ekki verið unnin með stuttum fyrirvara heldur sé hún vel ígrunduð. Alþjóðahreyfing Amnesty bendir á að rannsóknir og gögn sýni fram á að þessi leið sé sú besta til að koma í veg fyrir misnotkun og ofbeldi gegn vændisfólki með tilliti til lögmáls um skaðaminnkun á grundvelli afglæpavæðingar. Landsdeild UN Women á Íslandi sendi frá sér tilkynningu þess efnis að UN Women hafi ekki tekið formlega afstöðu varðandi afglæpavæðingu vændis. Tilkynningin er vegna ummæla Harðar Helga Helgasonar, formanns Íslandsdeildar Amnesty, þess efnis að UN Women væri með sambærilega stefnu og Amnesty.
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira