Framtíð hjúkrunar á Íslandi er áhyggjuefni Berglind Guðrún Chu skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Nú er allt dottið í dúnalogn í fjölmiðlum varðandi komandi gerðardóm sem verður settur á hjúkrunarfræðinga starfandi hjá ríkinu. Það er sama sem engin umfjöllun lengur um verðandi uppsagnir reyndra hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir að um stóran hóp sé að ræða. Þrátt fyrir að öll fyrri umræða, sem var þónokkur að mínu mati, leiddi til þess að manni varð þungt um hjarta þá er skortur á sams konar umræðu að valda því sama. Stór hópur hjúkrunarfræðinga hefur sagt upp, til dæmis á sviði hjartahjúkrunar, gjörgæsluhjúkrunar og skurðhjúkrunar. Á minni deild er sömu sögu að segja. Langflestir hjúkrunarfræðingar með reynslu, þekkingu og fagmennsku að baki hafa sagt upp á smitsjúkdómadeildinni og ef af þessu verður þá verður sú deild ekki starfhæf. Ég veit um þónokkra hjúkrunarfræðinga sem eru að leita í önnur störf. Ég veit einnig um hjúkrunarfræðinga sem eru orðnir svo þreyttir á álaginu að þeir eru að yfirgefa starfsgreinina. Ekki má heilbrigðiskerfið við því miðað við fyrri umræðu um fjölda hjúkrunarfræðinga sem eru að komast á eftirlaun næstu þrjú árin og endurnýjun stéttarinnar sem hefur ekki undan. Hjúkrunarfræðingarnir sem eru búnir að segja upp eru í mikilli óvissu og ég heyri að þeir hafa áhyggjur af framtíðinni. Okkur sem eftir sitjum líður ekkert betur því framtíð Landspítalans hefur bein áhrif á okkur líka. Mun ég allt í einu þurfa að sinna kannski tíu manns á hefðbundinni morgunvakt í stað þeirra sex sem ég gerði áður? Hvað verður um öryggi sjúklinga þá? Hvað ætlar ríkið að gera? Hvað ætlar Landspítali að gera? Það er okkur starfsmönnunum og þegnum þessa lands ekki ljóst. Komið hefur til tals að fá utanaðkomandi vinnuafl, verktaka og hjúkrunarfræðinga erlendis frá. Það finnst mér ótrúlegt þar sem kjör okkar eru almennt lakari en gengur og gerist hjá nágrannaþjóðum okkar. Einnig hafa hjúkrunarfræðingar frá Danmörku og Noregi lýst yfir stuðningi vegna kjarabaráttu okkar. Finnst mér alveg ótrúlegt að þessi kjarabarátta í þessu litla landi hafi frést út í heim en er mjög þakklát þeim stuðningi sem við höfum fengið. Þar sem ég hef 16 ára starfsreynslu á Landspítala þá man ég eftir því þegar síðast þurfti að grípa til erlends vinnuafls og verktaka. Ég hugsa til þess tíma með hryllingi. Þessir hjúkrunarfræðingar voru með mun hærri laun og skiluðu ekki af sér betri þjónustu en við hin á gólfinu. Þvert á móti var eingöngu verið að sinna því nauðsynlegasta og skortur var á fagmennsku, gæðum og metnaði þar sem þeir höfðu engum sérstökum skyldum að gegna gagnvart vinnustaðnum. Ég er einnig aðjúnkt við Hjúkrunardeild HÍ og hef áhyggjur af nemunum okkar. Ég hef komið að skipulagningu og kennslu þriðja árs hjúkrunarnema sem hafa verið frá um 60-90 manns hvert ár. Þessir nemar þurfa að fá verklega kennslu sem er mikilvægur hluti námsins. Þar fyrst fá þeir að spreyta sig og sjá og fylgja reyndum hjúkrunarfræðingum í starfi. Hvað verður um þá? Verður hægt að koma þeim út á deildir þegar engir hjúkrunarfræðingar verða til að taka á móti þeim? Eigum við að láta erlenda hjúkrunarfræðinga kenna nemunum okkar? Hvað verður um gæði kennslunnar, velti ég fyrir mér. Eins og þið sjáið eru áhyggjuefnin mörg og þessu máli er langt í frá lokið. Ég biðla til stjórnvalda og yfirmanna Landspítalans um að finna lausnir sem eru mannsæmandi fyrir okkar flottu og vel menntuðu hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Nú er allt dottið í dúnalogn í fjölmiðlum varðandi komandi gerðardóm sem verður settur á hjúkrunarfræðinga starfandi hjá ríkinu. Það er sama sem engin umfjöllun lengur um verðandi uppsagnir reyndra hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir að um stóran hóp sé að ræða. Þrátt fyrir að öll fyrri umræða, sem var þónokkur að mínu mati, leiddi til þess að manni varð þungt um hjarta þá er skortur á sams konar umræðu að valda því sama. Stór hópur hjúkrunarfræðinga hefur sagt upp, til dæmis á sviði hjartahjúkrunar, gjörgæsluhjúkrunar og skurðhjúkrunar. Á minni deild er sömu sögu að segja. Langflestir hjúkrunarfræðingar með reynslu, þekkingu og fagmennsku að baki hafa sagt upp á smitsjúkdómadeildinni og ef af þessu verður þá verður sú deild ekki starfhæf. Ég veit um þónokkra hjúkrunarfræðinga sem eru að leita í önnur störf. Ég veit einnig um hjúkrunarfræðinga sem eru orðnir svo þreyttir á álaginu að þeir eru að yfirgefa starfsgreinina. Ekki má heilbrigðiskerfið við því miðað við fyrri umræðu um fjölda hjúkrunarfræðinga sem eru að komast á eftirlaun næstu þrjú árin og endurnýjun stéttarinnar sem hefur ekki undan. Hjúkrunarfræðingarnir sem eru búnir að segja upp eru í mikilli óvissu og ég heyri að þeir hafa áhyggjur af framtíðinni. Okkur sem eftir sitjum líður ekkert betur því framtíð Landspítalans hefur bein áhrif á okkur líka. Mun ég allt í einu þurfa að sinna kannski tíu manns á hefðbundinni morgunvakt í stað þeirra sex sem ég gerði áður? Hvað verður um öryggi sjúklinga þá? Hvað ætlar ríkið að gera? Hvað ætlar Landspítali að gera? Það er okkur starfsmönnunum og þegnum þessa lands ekki ljóst. Komið hefur til tals að fá utanaðkomandi vinnuafl, verktaka og hjúkrunarfræðinga erlendis frá. Það finnst mér ótrúlegt þar sem kjör okkar eru almennt lakari en gengur og gerist hjá nágrannaþjóðum okkar. Einnig hafa hjúkrunarfræðingar frá Danmörku og Noregi lýst yfir stuðningi vegna kjarabaráttu okkar. Finnst mér alveg ótrúlegt að þessi kjarabarátta í þessu litla landi hafi frést út í heim en er mjög þakklát þeim stuðningi sem við höfum fengið. Þar sem ég hef 16 ára starfsreynslu á Landspítala þá man ég eftir því þegar síðast þurfti að grípa til erlends vinnuafls og verktaka. Ég hugsa til þess tíma með hryllingi. Þessir hjúkrunarfræðingar voru með mun hærri laun og skiluðu ekki af sér betri þjónustu en við hin á gólfinu. Þvert á móti var eingöngu verið að sinna því nauðsynlegasta og skortur var á fagmennsku, gæðum og metnaði þar sem þeir höfðu engum sérstökum skyldum að gegna gagnvart vinnustaðnum. Ég er einnig aðjúnkt við Hjúkrunardeild HÍ og hef áhyggjur af nemunum okkar. Ég hef komið að skipulagningu og kennslu þriðja árs hjúkrunarnema sem hafa verið frá um 60-90 manns hvert ár. Þessir nemar þurfa að fá verklega kennslu sem er mikilvægur hluti námsins. Þar fyrst fá þeir að spreyta sig og sjá og fylgja reyndum hjúkrunarfræðingum í starfi. Hvað verður um þá? Verður hægt að koma þeim út á deildir þegar engir hjúkrunarfræðingar verða til að taka á móti þeim? Eigum við að láta erlenda hjúkrunarfræðinga kenna nemunum okkar? Hvað verður um gæði kennslunnar, velti ég fyrir mér. Eins og þið sjáið eru áhyggjuefnin mörg og þessu máli er langt í frá lokið. Ég biðla til stjórnvalda og yfirmanna Landspítalans um að finna lausnir sem eru mannsæmandi fyrir okkar flottu og vel menntuðu hjúkrunarfræðinga.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun