Lífið

„Ætla bara að rappa þetta helvítis rapp"

Gunnhildur Jónsdóttir skrifar
Myndbandið endurspeglar vinahóp Gauta en lagið heitir Strákarnir.
Myndbandið endurspeglar vinahóp Gauta en lagið heitir Strákarnir. Mynd/Vilhelm
Emmsjé Gauti frumsýnir nýtt tónlistarmyndband í kvöld við lagið Strákarnir. Lagið er af nýrri plötu rapparans sem mun heita Vagg og Velta en hún kemur út seinna á árinu.

Það er enginn annar en Magnús Leifsson sem leikstýrir myndbandinu en hann gerði meðal annars myndbandið við Brennum allt með Úlfur Úlfur. Útgáfupartíið verður haldið á Loft Hosteli klukkan átta og eru allir velkomnir.

„Það er geðveikt að vinna með Magga, hann er svo pró. Hann sagði mér að hætta að reyna að vera töff þegar við vorum að taka upp og vildi bara að ég væri brosandi og kæmi til dyranna eins og ég er klæddur. Maður á það til að hætta að brosa þegar maður er að taka upp myndbönd. Þetta er bara skemmtilegt myndband og er þannig séð ekki með neinn söguþráð. Vídeóið er stútfullt af vinum mínum enda heitir lagið Strákarnir.“

Gauti hefur verið að vinna að nýju plötunni lengi og það verður spennandi að sjá útkomuna.

„Ég var svolítið alvarlegur á seinustu plötu en núna er ég búinn að vera að „dumb it down“ og ætla bara að rappa þetta helvítis rapp. Dóri DNA, Úlfur Úlfur og Hlynur úr Skyttunum verða með mér á plötunni. Ég hef verið að vinna með Auðuni Lútherssyni, Red Lights og Joe Fraizer í stúdíóinu fyrir plötuna.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×