Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir óvenjulegt að sjá slíka myndun hér á landi og minnir einkum á veðrið í Bandaríkjunum, þar sé þetta algengari sjón.
„Helsta skýringin er líklega að landið sé hlýtt eftir síðustu daga og kalda loftið sem kom hér skyndilega úr suðri hefur orsakað þetta ójafnvægi og hleypt öllu í loft upp,” skrifar Birta en öflugar þrumur heyrðust og varð einnig vart við eldingar.
„Ég er svolítið spenntur að sjá hvað þetta ætlar að gera hérna seinni partinn við suðurströndina. Það gæti eitthvað gerst hérna á næstu tveimur til fjórum tímum,” sagði Óli Þór og hafði nokkuð til síns máls.
Þá sagði Vísir einnig frá því að gestir Neslaugarinnar hefðu drifið sig upp úr lauginni á sjötta tímanum í dag eftir að hafa heyrt þrumur og eldingar.