„Ég fer ekkert sjálfviljug í einhver skuggasund“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2015 18:00 Fólksfjöldi og birtuskilyrði hafa meðal annars áhrif á öryggistilfinningu kvenna í miðborg Reykjavíkur. vísir/hari Myrkrið hefur slæm áhrif á öryggistilfinningu kvenna í miðborg Reykjavíkur og þá efnisgerist ótti þeirra í karlmönnum. Óttinn snýr öðru fremur að því sem getur hugsanlega gerst í framtíðinni. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Bjarkar Hólm Þorsteinsdóttur, mastersnema í þjóðfræði, en hún kynnti lokaverkefni sitt „Ég vil helst ekki labba ein heim“ – upplifun kvenna af öryggi í miðborg Reykjavíkur““ á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands í dag. Björk tók eigindleg viðtöl við 14 konur sem búa í póstnúmeri 101 í Reykjavík. Þá sendi hún jafnframt út rafræna spurningaskrá sem 151 kona svaraði og studdu þau svör við niðurstöðurnar sem komu út úr eigindlegu viðtölunum.Fara um upplýst svæði og labba um með lykil í höndinni „Allar heimildakonurnar mínar byrjuðu á því að taka fram að Reykjavík væri ekki hættuleg borg og það væri engin ástæða til að hræðast. Þær töluðu um miðborgina sem stað sem þeim leið vel á og sögðu að fólk sem talaði illa um miðbæinn væri almennt fólk sem byggi í úthverfum og á landsbyggðinni,“ sagði Björk í erindi sínu í dag. Hins vegar þegar líða tók á viðtölin fóru konurnar að nefna dæmi um brögð sem þær beittu fyrir sig ef þær væru einar á ferð, eins og til dæmis að ganga með lykilinn í höndinni, vera á ferð á upplýstum svæðum og labba hraðar. Björk sagði að svo virtist vera af viðtölum hennar við konurnar að öryggisaðferðir þeirra væru eðlilegar og partur af hversdeginum enda væri um síendurteknar athafnir að ræða. „Ég fer ekkert sjálfviljug inn í einhver skuggasund,“ sagði til dæmis ein konan.Ein manneskja meiri ógn en tvær manneskjur Önnur sagði að henni fyndist hún tiltölulega örugg í miðborginni „en það er líka bara af því ég vel mér að fara öruggar leiðir, ég labba alltaf frekar götur sem eru vel upplýstar eða þar sem er umferð, frekar en að labba litla stíga.“ Fólksfjöldi hefur því líka áhrif á öryggistilfinningu kvennanna sem sögðust leitast við að fara um fjölfarin rými. Þá kom jafnframt fram að ein manneskja í sama rými væri meiri ógn en tvær, þrjár eða tíu manneskjur. „Karlmenn höfðu svo neikvæðari áhrif á öryggistilfinningu kvennanna og þær hræðast þá frekar sem ofbeldismenn. [...] Karlmenn falla í svokallaðan „stranger danger“ flokk án undantekninga og þar spilar inn í ótti við kynferðislegt ofbeldi en líka við rán og líkamsmeiðingar,“ sagði Björk.Vökult auga eftirlitsmyndavélar veitir ekki meiri öryggiskennd Eftirlitsmyndavélar eru víða í miðborg Reykjavíkur og spurði Björk konurnar út í áhrif þeirra á öryggistilfinningu þeirra þar sem vélarnar eiga meðal annars að stuðla að auknu öryggi fyrir konur. Björk komst hins vegar að því að konurnar upplifa ekki aukna öryggistilfinningu frá myndavélum. „Þær vissu ekki hvar myndavélarnar væru og hugsuðu því ekkert út í þær. Auk þess sögðust konurnar ekki trúa á getu þeirra til aðgerða og nefndu að eftirlitsmyndavélin getur ekki tekið burt tilfinningaskaðann ef eitthvað myndi gerast þó að hún myndi kannski auðvelda sönnunarbyrði eftir á, ef hún væri þá yfirhöfuð í gangi. Vökult auga myndavélarinnar veitir því ekki meiri öryggiskennd,“ sagði Björk. Í lok erindis síns sagði Björk að ekki væri hægt að skera úr um hvort að Reykjavík sé örugg borg eða ekki. Hins vegar veittu þær innsýn inn það hvernig það er að vera kona í almenningsrými miðborgarinnar. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Myrkrið hefur slæm áhrif á öryggistilfinningu kvenna í miðborg Reykjavíkur og þá efnisgerist ótti þeirra í karlmönnum. Óttinn snýr öðru fremur að því sem getur hugsanlega gerst í framtíðinni. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Bjarkar Hólm Þorsteinsdóttur, mastersnema í þjóðfræði, en hún kynnti lokaverkefni sitt „Ég vil helst ekki labba ein heim“ – upplifun kvenna af öryggi í miðborg Reykjavíkur““ á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands í dag. Björk tók eigindleg viðtöl við 14 konur sem búa í póstnúmeri 101 í Reykjavík. Þá sendi hún jafnframt út rafræna spurningaskrá sem 151 kona svaraði og studdu þau svör við niðurstöðurnar sem komu út úr eigindlegu viðtölunum.Fara um upplýst svæði og labba um með lykil í höndinni „Allar heimildakonurnar mínar byrjuðu á því að taka fram að Reykjavík væri ekki hættuleg borg og það væri engin ástæða til að hræðast. Þær töluðu um miðborgina sem stað sem þeim leið vel á og sögðu að fólk sem talaði illa um miðbæinn væri almennt fólk sem byggi í úthverfum og á landsbyggðinni,“ sagði Björk í erindi sínu í dag. Hins vegar þegar líða tók á viðtölin fóru konurnar að nefna dæmi um brögð sem þær beittu fyrir sig ef þær væru einar á ferð, eins og til dæmis að ganga með lykilinn í höndinni, vera á ferð á upplýstum svæðum og labba hraðar. Björk sagði að svo virtist vera af viðtölum hennar við konurnar að öryggisaðferðir þeirra væru eðlilegar og partur af hversdeginum enda væri um síendurteknar athafnir að ræða. „Ég fer ekkert sjálfviljug inn í einhver skuggasund,“ sagði til dæmis ein konan.Ein manneskja meiri ógn en tvær manneskjur Önnur sagði að henni fyndist hún tiltölulega örugg í miðborginni „en það er líka bara af því ég vel mér að fara öruggar leiðir, ég labba alltaf frekar götur sem eru vel upplýstar eða þar sem er umferð, frekar en að labba litla stíga.“ Fólksfjöldi hefur því líka áhrif á öryggistilfinningu kvennanna sem sögðust leitast við að fara um fjölfarin rými. Þá kom jafnframt fram að ein manneskja í sama rými væri meiri ógn en tvær, þrjár eða tíu manneskjur. „Karlmenn höfðu svo neikvæðari áhrif á öryggistilfinningu kvennanna og þær hræðast þá frekar sem ofbeldismenn. [...] Karlmenn falla í svokallaðan „stranger danger“ flokk án undantekninga og þar spilar inn í ótti við kynferðislegt ofbeldi en líka við rán og líkamsmeiðingar,“ sagði Björk.Vökult auga eftirlitsmyndavélar veitir ekki meiri öryggiskennd Eftirlitsmyndavélar eru víða í miðborg Reykjavíkur og spurði Björk konurnar út í áhrif þeirra á öryggistilfinningu þeirra þar sem vélarnar eiga meðal annars að stuðla að auknu öryggi fyrir konur. Björk komst hins vegar að því að konurnar upplifa ekki aukna öryggistilfinningu frá myndavélum. „Þær vissu ekki hvar myndavélarnar væru og hugsuðu því ekkert út í þær. Auk þess sögðust konurnar ekki trúa á getu þeirra til aðgerða og nefndu að eftirlitsmyndavélin getur ekki tekið burt tilfinningaskaðann ef eitthvað myndi gerast þó að hún myndi kannski auðvelda sönnunarbyrði eftir á, ef hún væri þá yfirhöfuð í gangi. Vökult auga myndavélarinnar veitir því ekki meiri öryggiskennd,“ sagði Björk. Í lok erindis síns sagði Björk að ekki væri hægt að skera úr um hvort að Reykjavík sé örugg borg eða ekki. Hins vegar veittu þær innsýn inn það hvernig það er að vera kona í almenningsrými miðborgarinnar.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent