Ánægðust með að nú verður til kæruleið í kynferðisbrotamálum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2015 09:00 Kolbrún Benediktsdóttir er nýskipaður héraðssaksóknari. vísir/Valli „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er spennandi og mjög gaman að koma að stofnun nýs embættis,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir sem skipuð var varahéraðssaksóknari í gær. Embætti héraðssaksóknara tekur til starfa um áramótin þegar embætti sérstaks saksóknara verður lagt niður en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, verður héraðssaksóknari.Mál ríkissaksóknara færast yfir til héraðssaksóknara Kolbrún hefur síðastliðin 10 ár verið saksóknari hjá ríkissaksóknara en skiptir nú um vettvang. Í raun er þó ekki um mikla breytingu á starfi hennar að ræða. „Embætti héraðssaksóknara mun annars vegar sjá um rannsókn á stórum efnahagsbrotum sem verið hafa hjá sérstökum saksóknara og svo hins vegar öll þau mál sem ríkissaksóknari hefur verið með ákæruvaldið í. Þar undir eru meðal annars kynferðisbrot, ofbeldisbrot, stór fíkniefnamál og manndráp,“ segir Kolbrún. Þá munu brot gegn valdstjórninni vera rannsökuð og saksótt hjá héraðssaksóknara auk þess sem kærur á hendur lögreglunni munu vera á borði embættisins.Kolbrún segir stærstu breytingu á starfi sínu væntanlega þá að nú muni hún ekki flytja mál í Hæstarétti.vísir/gvaStarfsemi ríkissaksóknara breytist mikið „Stærsta breytingin fyrir mig er því að ég mun hætta að flytja mál í Hæstarétti þar sem öll sakamál sem ganga þangað verða áfram hjá ríkissaksóknara. Svo fæ ég auðvitað nýtt samstarfsfólk en hvað málin sjálf varðar er þetta kannski ekki svo mikil breyting.“ Það er hins vegar ljóst að starfsemi ríkissaksóknara mun breytast mikið og segist Kolbrún vonast til þess að embættið muni hafa meira svigrúm til að sinna ýmsu af því sem ekki hefur verið hægt að gera vel hingað til vegna skorts á fjármunum og mannskap. „Ríkissaksóknari mun ennþá sinna eftirliti annars vegar með héraðssaksóknara og hins vegar lögreglustjórunum og vonandi verður hægt að sinna því betur. Þá á embættið að sjá um menntunarmál fyrir nýja ákærendur og endurmenntun svo eitthvað sé nefnt.“Gert er ráð fyrir að héraðssakóknari verði til húsa þar sem sérstakur saksóknari er nú. Vísir/ValliEðliegt að hægt sé að skjóta alvarlegum málum til æðra stjórnvalds Kolbrún segir þó stærstu breytinguna að sínu mati vera þá að nú sé búin til kæruleið í kynferðisbrotamálum. „Nú verður ákæruvaldið í kynferðisbrotamálum hjá héraðssaksóknara og ef að hann fellur niður kynferðisbrotamál er hægt að kæra þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Það hefur ekki verið hægt hingað til þar sem ríkissaksóknari sjálfur hefur farið með ákæruvaldið í kynferðisbrotamálum. Ég er ánægðust með þetta enda er það eðlilegt að það sé hægt að skjóta svona málum til æðra stjórnvalds,“ segir Kolbrún. Gert er ráð fyrir að embætti héraðssaksóknara verði til húsa að Skúlagötu 17 þar sem embætti sérstaks saksóknara er nú. Aðspurð hvort að mikið af mannskap muni færast á milli ríkissaksóknara og héraðssaksóknara segir Kolbrún að það verði nú skoðað. „Það er gert ráð fyrir því í lögunum að það megi bjóða þeim starfsmönnum sem nú starfa hjá sérstökum saksóknara og ríkissaksóknara störf hjá nýju embætti. Nú þarf bara að fara í það að skoða hvernig það verður gert og hvernig þetta verður útfært; hvað það verða margir lögfræðingar, lögreglumenn, saksóknarar og aðstoðarsaksóknarar.“ Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
„Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er spennandi og mjög gaman að koma að stofnun nýs embættis,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir sem skipuð var varahéraðssaksóknari í gær. Embætti héraðssaksóknara tekur til starfa um áramótin þegar embætti sérstaks saksóknara verður lagt niður en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, verður héraðssaksóknari.Mál ríkissaksóknara færast yfir til héraðssaksóknara Kolbrún hefur síðastliðin 10 ár verið saksóknari hjá ríkissaksóknara en skiptir nú um vettvang. Í raun er þó ekki um mikla breytingu á starfi hennar að ræða. „Embætti héraðssaksóknara mun annars vegar sjá um rannsókn á stórum efnahagsbrotum sem verið hafa hjá sérstökum saksóknara og svo hins vegar öll þau mál sem ríkissaksóknari hefur verið með ákæruvaldið í. Þar undir eru meðal annars kynferðisbrot, ofbeldisbrot, stór fíkniefnamál og manndráp,“ segir Kolbrún. Þá munu brot gegn valdstjórninni vera rannsökuð og saksótt hjá héraðssaksóknara auk þess sem kærur á hendur lögreglunni munu vera á borði embættisins.Kolbrún segir stærstu breytingu á starfi sínu væntanlega þá að nú muni hún ekki flytja mál í Hæstarétti.vísir/gvaStarfsemi ríkissaksóknara breytist mikið „Stærsta breytingin fyrir mig er því að ég mun hætta að flytja mál í Hæstarétti þar sem öll sakamál sem ganga þangað verða áfram hjá ríkissaksóknara. Svo fæ ég auðvitað nýtt samstarfsfólk en hvað málin sjálf varðar er þetta kannski ekki svo mikil breyting.“ Það er hins vegar ljóst að starfsemi ríkissaksóknara mun breytast mikið og segist Kolbrún vonast til þess að embættið muni hafa meira svigrúm til að sinna ýmsu af því sem ekki hefur verið hægt að gera vel hingað til vegna skorts á fjármunum og mannskap. „Ríkissaksóknari mun ennþá sinna eftirliti annars vegar með héraðssaksóknara og hins vegar lögreglustjórunum og vonandi verður hægt að sinna því betur. Þá á embættið að sjá um menntunarmál fyrir nýja ákærendur og endurmenntun svo eitthvað sé nefnt.“Gert er ráð fyrir að héraðssakóknari verði til húsa þar sem sérstakur saksóknari er nú. Vísir/ValliEðliegt að hægt sé að skjóta alvarlegum málum til æðra stjórnvalds Kolbrún segir þó stærstu breytinguna að sínu mati vera þá að nú sé búin til kæruleið í kynferðisbrotamálum. „Nú verður ákæruvaldið í kynferðisbrotamálum hjá héraðssaksóknara og ef að hann fellur niður kynferðisbrotamál er hægt að kæra þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Það hefur ekki verið hægt hingað til þar sem ríkissaksóknari sjálfur hefur farið með ákæruvaldið í kynferðisbrotamálum. Ég er ánægðust með þetta enda er það eðlilegt að það sé hægt að skjóta svona málum til æðra stjórnvalds,“ segir Kolbrún. Gert er ráð fyrir að embætti héraðssaksóknara verði til húsa að Skúlagötu 17 þar sem embætti sérstaks saksóknara er nú. Aðspurð hvort að mikið af mannskap muni færast á milli ríkissaksóknara og héraðssaksóknara segir Kolbrún að það verði nú skoðað. „Það er gert ráð fyrir því í lögunum að það megi bjóða þeim starfsmönnum sem nú starfa hjá sérstökum saksóknara og ríkissaksóknara störf hjá nýju embætti. Nú þarf bara að fara í það að skoða hvernig það verður gert og hvernig þetta verður útfært; hvað það verða margir lögfræðingar, lögreglumenn, saksóknarar og aðstoðarsaksóknarar.“
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira