Kemur ekki til greina að hækka útvarpsgjaldið og taka yfir lífeyrissjóðsskuld Aðalsteinn Kjartansson skrifar 30. október 2015 10:39 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að stjórnvöld hafi gefið RÚV tveggja ára svigrúm til að trappa niður reksturinn. vísir/vilhelm Formaður fjárlaganefndar telur hvorki koma til greina að yfirtaka lífeyrisskuldbindingar RÚV né hækka útvarpsgjald á næsta ári. Bæði eru forsendur þess að áætlanir RÚV til næstu fimm ára gangi eftir, samkvæmt skýrslu sem unnin var um rekstur RÚV fyrir mennta- og menningarmálaráðherra. „Ég hef sem formaður fjárlaganefndar alltaf talað með þeim hætti að það komi ekki til greina, vegna þess að þegar RÚV er ohf-að, þá tekur það yfir þessar lífeyrisskuldbindingar gegn því að fá eignarhlut í hús og lóð,“ segir Vigdís. Lóð í skiptum fyrir skuldbindingu Vigdís tekur dæmi af landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. „Þeir hafa verið að fá erfðagjafir og eiga miklar eignir en ríkið lítir svo á að það eigi það en ekki landbúnaðarháskólinn,“ segir hún. Ein af þremur grunnforsendum í áætlunum RÚV til næstu ára er að ríkissjóður létti þessu skuldabréfi í eigu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins af fyrirtækinu. Skuldin, sem er verðtryggð, stendur nú í 3,2 milljörðum króna og á henni hvíla fastir fimm prósent vextir.RÚV stendur ekki vel fjárhagslega.Vísir/ErnirÍ yfirlýsingu frá RÚV í gær eftir að skýrslan var birt að mistök hafi verið að láta gamlar lífeyrissjóðskuldbindingar ríkisins fylgja með við hlutafélagsvæðinguna. „Stjórnvöld þurfa að leiðrétta þessi mistök,“ sagði RÚV í yfirlýsingunni. Þessu er Vigdís ekki sammála. „Ég hef alltaf litið svo á að eignarhlutinn varðandi hús og lóð RÚV hafi komið upp í skuldbindingar lífeyrissjóðsins, og það var alveg skýrt á þessum tíma.“Tækifærið ekki notað Áætlanir RÚV gera einnig ráð fyrir að útvarpsgjald hækki um fjórtán hundruð krónum og verði 17.800 krónur og renni óskipt til félagsins. Á fimm ára áætlunartíma er því verið að tala um 5,8 milljarða króna hækkun á opinberu framlagi sem stofnunin gerir ráð fyrir. Útvarpsgjaldið á allt að renna til RÚV, en Vigdís telur ekki koma til greina að hækka gjaldið. „Það kemur ekki til greina að mínu mati að hækka það. Það er í fjárlögum fyrir 2016 að það verði 16.400, eins og kvað á um í lögum 23/2013 sem samþykkt voru af fyrri ríkisstjórn,“ segir Vigdís. „Þegar þessi ríkisstjórn tók við þá var séð aumur á RÚV og í bandorminum sem var lagður fram samhliða fjárlagafrumvarpi til ársins 2014, þá var það samþykkt af þinginu í desember 2014, að gefa RÚV svigrúm í tvö ár til að trappa sig niður,“ segir hún.Illugi tók við skýrslunni úr hendi Eyþórs Arnalds og Svanbjörns Thoroddsen.Vísir/Vilhelm„Tækifærið og svigrúmið sem þessi ríkisstjórn gaf RÚV til að trappa sig niður í rekstrinum hefur ekki verið nýtt, heldur þveröfugt farið. Það er verið að gera áætlanir sem eru hvorki byggðar á löggjöf né raunhæfum væntingum, því þetta hefur legið fyrir í tvö ár, hvernig útvarpsgjaldinu skuli skilað til RÚV,“ segir hún og bætir við að öllu gjaldinu sé nú skilað til RÚV, öfugt við fyrri ríkisstjórn. „Stjórnvöld hafa staðið við allt sitt,“ segir Vigdís.Gagnrýnendur teknir af lífi RÚV hefur fjallað talsvert um skýrsluna, en það er að mati Vigdísar óeðlilegt. „Ég hef verið alveg á þeirri skoðun alveg frá því að ég tók við sem formaður fjárlaganefndar að það er mjög óeðlilegt að RÚV skuli beita fréttastofu sinni í umfjöllun um sjálft sig og fjárhagsmálefni stofnunarinnar,“ segir Vigdís. „Umræðan hér á landi í málefnum RÚV hefur verið á því plani að sá sem hefur gagnýnt þessa stofnun hefur hreinlega verið tekinn af lífi í fjölmiðlum,“ segir hún og bætir við að nú sé vonandi hægt að taka málefnalega og efnislega umræðu um RÚV. „Þarna er þetta dregið saman með heimildum og staðreyndum á einn stað og þar með er ekkert hægt að hlaupa með umræðuna út og suður og hjóla í einstaka persónur í stað þess að taka efnisumræðu,“ segir Vigdís sem fagnar skýrslunni. „Það væri óskandi að þeir aðilar sem bæði vilji standa vörð um fjárlögin og RÚV geti farið að ræða málið efnislega en ekki hleypa því upp í upphróp og gífuryrði,“ segir formaður fjárlaganefndar. Tengdar fréttir „Stjórnvöld þurfa að leiðrétta þessi mistök“ RÚV segir skýrslu um stöðu fyrirtækisins staðfesta fortíðarvanda. 29. október 2015 15:33 Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. 29. október 2015 13:01 Menntamálaráðherra vill endurhugsa starfsemi RÚV Illugi Gunnarsson vill að hlutverk RÚV á auglýsingamarkaði verði sem minnst. 30. október 2015 10:15 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar telur hvorki koma til greina að yfirtaka lífeyrisskuldbindingar RÚV né hækka útvarpsgjald á næsta ári. Bæði eru forsendur þess að áætlanir RÚV til næstu fimm ára gangi eftir, samkvæmt skýrslu sem unnin var um rekstur RÚV fyrir mennta- og menningarmálaráðherra. „Ég hef sem formaður fjárlaganefndar alltaf talað með þeim hætti að það komi ekki til greina, vegna þess að þegar RÚV er ohf-að, þá tekur það yfir þessar lífeyrisskuldbindingar gegn því að fá eignarhlut í hús og lóð,“ segir Vigdís. Lóð í skiptum fyrir skuldbindingu Vigdís tekur dæmi af landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. „Þeir hafa verið að fá erfðagjafir og eiga miklar eignir en ríkið lítir svo á að það eigi það en ekki landbúnaðarháskólinn,“ segir hún. Ein af þremur grunnforsendum í áætlunum RÚV til næstu ára er að ríkissjóður létti þessu skuldabréfi í eigu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins af fyrirtækinu. Skuldin, sem er verðtryggð, stendur nú í 3,2 milljörðum króna og á henni hvíla fastir fimm prósent vextir.RÚV stendur ekki vel fjárhagslega.Vísir/ErnirÍ yfirlýsingu frá RÚV í gær eftir að skýrslan var birt að mistök hafi verið að láta gamlar lífeyrissjóðskuldbindingar ríkisins fylgja með við hlutafélagsvæðinguna. „Stjórnvöld þurfa að leiðrétta þessi mistök,“ sagði RÚV í yfirlýsingunni. Þessu er Vigdís ekki sammála. „Ég hef alltaf litið svo á að eignarhlutinn varðandi hús og lóð RÚV hafi komið upp í skuldbindingar lífeyrissjóðsins, og það var alveg skýrt á þessum tíma.“Tækifærið ekki notað Áætlanir RÚV gera einnig ráð fyrir að útvarpsgjald hækki um fjórtán hundruð krónum og verði 17.800 krónur og renni óskipt til félagsins. Á fimm ára áætlunartíma er því verið að tala um 5,8 milljarða króna hækkun á opinberu framlagi sem stofnunin gerir ráð fyrir. Útvarpsgjaldið á allt að renna til RÚV, en Vigdís telur ekki koma til greina að hækka gjaldið. „Það kemur ekki til greina að mínu mati að hækka það. Það er í fjárlögum fyrir 2016 að það verði 16.400, eins og kvað á um í lögum 23/2013 sem samþykkt voru af fyrri ríkisstjórn,“ segir Vigdís. „Þegar þessi ríkisstjórn tók við þá var séð aumur á RÚV og í bandorminum sem var lagður fram samhliða fjárlagafrumvarpi til ársins 2014, þá var það samþykkt af þinginu í desember 2014, að gefa RÚV svigrúm í tvö ár til að trappa sig niður,“ segir hún.Illugi tók við skýrslunni úr hendi Eyþórs Arnalds og Svanbjörns Thoroddsen.Vísir/Vilhelm„Tækifærið og svigrúmið sem þessi ríkisstjórn gaf RÚV til að trappa sig niður í rekstrinum hefur ekki verið nýtt, heldur þveröfugt farið. Það er verið að gera áætlanir sem eru hvorki byggðar á löggjöf né raunhæfum væntingum, því þetta hefur legið fyrir í tvö ár, hvernig útvarpsgjaldinu skuli skilað til RÚV,“ segir hún og bætir við að öllu gjaldinu sé nú skilað til RÚV, öfugt við fyrri ríkisstjórn. „Stjórnvöld hafa staðið við allt sitt,“ segir Vigdís.Gagnrýnendur teknir af lífi RÚV hefur fjallað talsvert um skýrsluna, en það er að mati Vigdísar óeðlilegt. „Ég hef verið alveg á þeirri skoðun alveg frá því að ég tók við sem formaður fjárlaganefndar að það er mjög óeðlilegt að RÚV skuli beita fréttastofu sinni í umfjöllun um sjálft sig og fjárhagsmálefni stofnunarinnar,“ segir Vigdís. „Umræðan hér á landi í málefnum RÚV hefur verið á því plani að sá sem hefur gagnýnt þessa stofnun hefur hreinlega verið tekinn af lífi í fjölmiðlum,“ segir hún og bætir við að nú sé vonandi hægt að taka málefnalega og efnislega umræðu um RÚV. „Þarna er þetta dregið saman með heimildum og staðreyndum á einn stað og þar með er ekkert hægt að hlaupa með umræðuna út og suður og hjóla í einstaka persónur í stað þess að taka efnisumræðu,“ segir Vigdís sem fagnar skýrslunni. „Það væri óskandi að þeir aðilar sem bæði vilji standa vörð um fjárlögin og RÚV geti farið að ræða málið efnislega en ekki hleypa því upp í upphróp og gífuryrði,“ segir formaður fjárlaganefndar.
Tengdar fréttir „Stjórnvöld þurfa að leiðrétta þessi mistök“ RÚV segir skýrslu um stöðu fyrirtækisins staðfesta fortíðarvanda. 29. október 2015 15:33 Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. 29. október 2015 13:01 Menntamálaráðherra vill endurhugsa starfsemi RÚV Illugi Gunnarsson vill að hlutverk RÚV á auglýsingamarkaði verði sem minnst. 30. október 2015 10:15 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
„Stjórnvöld þurfa að leiðrétta þessi mistök“ RÚV segir skýrslu um stöðu fyrirtækisins staðfesta fortíðarvanda. 29. október 2015 15:33
Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. 29. október 2015 13:01
Menntamálaráðherra vill endurhugsa starfsemi RÚV Illugi Gunnarsson vill að hlutverk RÚV á auglýsingamarkaði verði sem minnst. 30. október 2015 10:15