Kallar eftir sveigjanlegra Evrópusambandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. október 2015 08:00 David Cameron ræddi stöðu Bretlands innan Evrópusambandsins á fundinum. vísir/stefán Nauðsynlegt er að miklar breytingar verði gerðar á Evrópusambandinu, að mati Davids Cameron, forsætisráðherra Breta. Hann segir slíkar breytingar ekki einungis nauðsynlegar fyrir Bretland heldur líka fyrir aðra í Evrópusambandinu og utan þess. Þetta kom fram í máli hans á ráðstefnunni Northern Future sem var haldin á Grand hóteli í gær. Þátttakendur í ráðstefnunni voru forsætisráðherrar Norðurlandanna, Bretlands og Eystrasaltsríkjanna. Cameron hefur kallað eftir þessum breytingum allt frá því fyrir síðustu þingkosningar í Bretlandi. Meginkrafa hans er aukið lýðræði innan Evrópusambandsríkja og aukið jafnræði innan sambandsins, hvort sem ríkin tilheyra evrusvæðinu eða ekki. Á blaðamannafundinum í gær sagði blaðamaður BBC hins vegar að ekki lægju fyrir neinar útlistaðar tillögur um það hvernig Cameron vildi sjá Evrópusambandið breytast. Og spurði hvernig almenningur gæti, í því ljósi, trúað að einhver árangur myndi nást. „Við höfum þegar birt það sem við viljum ná fram í stefnuyfirlýsingu okkar áður en við vorum kosin. Við áttum góðar samræður um þetta í gærkvöldi ásamt öðrum málum, eins og varðandi Sýrland, flóttamannamál og Úkraínu. En við ræddum líka samningaviðræður Breta við Evrópusambandið,“ sagði Cameron og vísaði þar til samtals síns við aðra forsætisráðherra á ráðstefnunni. Cameron sagðist telja að vel gengi að ræða kröfur Breta. „Ég myndi segja að ferlið væri farið af stað,“ sagði Cameron og benti á að leiðtogaráð Evrópusambandsins hefði móttekið erindi sitt og hann myndi aftur rita forseta leiðtogaráðsins bréf í nóvember. Einnig taldi hann að sjónarmið Breta ættu hljómgrunn víða. „Ég veit að Noregur og Ísland munu til dæmis fylgjast vel með því hvort Evrópusambandið geti sýnt að það sé sveigjanlegt samband sem geti tekið tillit til margra ólíkra hagsmuna, þeirra sem standa innan Evrópusambandsins og þeirra sem eru fyrir utan.“ Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Nauðsynlegt er að miklar breytingar verði gerðar á Evrópusambandinu, að mati Davids Cameron, forsætisráðherra Breta. Hann segir slíkar breytingar ekki einungis nauðsynlegar fyrir Bretland heldur líka fyrir aðra í Evrópusambandinu og utan þess. Þetta kom fram í máli hans á ráðstefnunni Northern Future sem var haldin á Grand hóteli í gær. Þátttakendur í ráðstefnunni voru forsætisráðherrar Norðurlandanna, Bretlands og Eystrasaltsríkjanna. Cameron hefur kallað eftir þessum breytingum allt frá því fyrir síðustu þingkosningar í Bretlandi. Meginkrafa hans er aukið lýðræði innan Evrópusambandsríkja og aukið jafnræði innan sambandsins, hvort sem ríkin tilheyra evrusvæðinu eða ekki. Á blaðamannafundinum í gær sagði blaðamaður BBC hins vegar að ekki lægju fyrir neinar útlistaðar tillögur um það hvernig Cameron vildi sjá Evrópusambandið breytast. Og spurði hvernig almenningur gæti, í því ljósi, trúað að einhver árangur myndi nást. „Við höfum þegar birt það sem við viljum ná fram í stefnuyfirlýsingu okkar áður en við vorum kosin. Við áttum góðar samræður um þetta í gærkvöldi ásamt öðrum málum, eins og varðandi Sýrland, flóttamannamál og Úkraínu. En við ræddum líka samningaviðræður Breta við Evrópusambandið,“ sagði Cameron og vísaði þar til samtals síns við aðra forsætisráðherra á ráðstefnunni. Cameron sagðist telja að vel gengi að ræða kröfur Breta. „Ég myndi segja að ferlið væri farið af stað,“ sagði Cameron og benti á að leiðtogaráð Evrópusambandsins hefði móttekið erindi sitt og hann myndi aftur rita forseta leiðtogaráðsins bréf í nóvember. Einnig taldi hann að sjónarmið Breta ættu hljómgrunn víða. „Ég veit að Noregur og Ísland munu til dæmis fylgjast vel með því hvort Evrópusambandið geti sýnt að það sé sveigjanlegt samband sem geti tekið tillit til margra ólíkra hagsmuna, þeirra sem standa innan Evrópusambandsins og þeirra sem eru fyrir utan.“
Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira