Aukin harka í kappræðunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. október 2015 09:00 Marco Rubio, Donald Trump og Ben Carson í sjónvarpskappræðum Repúblikanaflokksins á miðvikudagsvöldið. Töluverður hiti var í sjónvarpskappræðum Repúblikanaflokksins í fyrrakvöld. Aðrir frambjóðendur en Donald Trump eru farnir að láta fleira flakka en áður, að því er virðist til að láta hann ekki einan um að fá athygli fjölmiðla. Þeir beindu spjótum sínum bæði hver að öðrum og líka að fjölmiðlum almennt, og þá ekki síst stjórnendum sjónvarpskappræðnanna sjálfra. „Vilt þú svara sjálfur, eða viltu að ég svari?“ spurði til dæmis Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey. Athyglin beindist mikið að þeim Donald Trump og Ben Carson, sem eiga það sameiginlegt að vera eins konar utangarðsmenn í pólitíkinni. Hvorugur þeirra hefur gegnt þingmennsku eða öðrum trúnaðarstörfum fyrir Repúblikanaflokkinn, en þeir hafa engu að síður verið efstir í skoðanakönnunum, nokkuð langt á undan hinum langreyndu innanbúðarmönnum. Með glannalegum yfirlýsingum sínum hefur Trump raunar tekist að færa alla umræðuna enn lengra til hægri en venja hefur þó verið til meðal repúblikana í aðdraganda forsetakosninga.Að neðan má sjá brot úr kappræðunum í fyrrakvöld. Undanfarnar vikur hefur Carson síðan tekið til við að gefa út yfirlýsingar, sem sumar hverjar þykja ekki síður glannalegar og að minnsta kosti engu nær miðjunni en yfirlýsingar Trumps. Þannig hefur Carson gert öllum ljóst að hann sé mikið á móti bæði fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra. Hann fer heldur ekki dult með fordóma sína í garð múslima og hann er eindreginn stuðningsmaður þess að almenningur geti hindrunarlítið gengið með skotvopn. Með þessu hefur Carson tekist að vekja meiri athygli fjölmiðla, að því er virðist með þeim árangri að hægt hefur á sigurgöngu auðkýfingsins Trumps í skoðanakönnunum. Carson er að minnsta kosti tekinn að mælast með meira fylgi en hann í Iowa, eða 29 prósent á móti aðeins 20 prósenta fylgi Trumps. Margir telja að úrslitin í forkosningum Repúblikanaflokksins í Iowa, sem verða haldnar í byrjun febrúar, geti skipt sköpum því furðu oft hefur það gerst að sá frambjóðandi sem þar sigrar verði á endanum forsetaefni flokksins. Þegar meðaltal skoðanakannana er skoðað heldur Trump engu að síður forystunni, með 26 prósenta fylgi samkvæmt samantekt á stjórnmálavefsíðunni Realclarpolitics.com, en Carson er með 22 prósent.Skrautlegar yfirlýsingar Bens CarsonUm múslima: „Ég myndi ekki tala fyrir því að við gerðum múslima að forseta þjóðarinnar.“Um skotvopnareglur: „Ég hugsa að líkurnar á því að Hitler næði fram markmiðum sínum hefðu minnkað verulega ef þjóðin hefði verið vopnuð.“Um baráttu sína gegn fóstureyðingum: „Á meðan þrælahald var og hét töldu margir þrælahaldarar að þeir ættu rétt á því að gera hvað sem þeim sýndist við þann þræl. Allt sem þeir vildu. Og ef afnámssinnarnir hefðu sagt: Ég trúi ekki á þrælahald, en þið skulið bara gera það sem þið viljið. Hvar værum við þá?”Um samkynhneigð: „Ansi margir fara í fangelsi og eru þá gagnkynhneigðir en þegar þeir koma út eru þeir orðnir samkynhneigðir. Ég trúi því að stjórnarskráin okkar veiti öllum vernd, án tillits til kynhneigðar eða nokkurs annars. Ég trúi því líka að hjónaband sé milli eins karls og einnar konu. Þeir ættu ekki að gera sjálfkrafa ráð fyrir því að sá sem trúir því að hjónaband sé milli eins karls og einnar konu telji sér ógnað af samkynhneigð. Þetta er ein af þessum goðsögnum sem vinstri menn þröngva upp á samfélagið. Það er svona sem þeir hræða fólk og fá það til að þegja. Um það snýst allt þetta pólitíska rétthugsunartal, og það er að eyðileggja þjóðina.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir "Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33 Jeb Bush í vandræðum Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær. 29. október 2015 08:45 Kappræður Repúblikana í nótt:Við hverju má búast? Ben Carson er á mikilli siglingu og gert er ráð fyrir að Trump muni hamra á honum í nótt. 28. október 2015 21:00 Segir konur vilja vera í búrkum - Myndband „Staðreyndin er sú að það er auðvelt. Þú þarft ekki að farða þig.“ 27. október 2015 10:59 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Töluverður hiti var í sjónvarpskappræðum Repúblikanaflokksins í fyrrakvöld. Aðrir frambjóðendur en Donald Trump eru farnir að láta fleira flakka en áður, að því er virðist til að láta hann ekki einan um að fá athygli fjölmiðla. Þeir beindu spjótum sínum bæði hver að öðrum og líka að fjölmiðlum almennt, og þá ekki síst stjórnendum sjónvarpskappræðnanna sjálfra. „Vilt þú svara sjálfur, eða viltu að ég svari?“ spurði til dæmis Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey. Athyglin beindist mikið að þeim Donald Trump og Ben Carson, sem eiga það sameiginlegt að vera eins konar utangarðsmenn í pólitíkinni. Hvorugur þeirra hefur gegnt þingmennsku eða öðrum trúnaðarstörfum fyrir Repúblikanaflokkinn, en þeir hafa engu að síður verið efstir í skoðanakönnunum, nokkuð langt á undan hinum langreyndu innanbúðarmönnum. Með glannalegum yfirlýsingum sínum hefur Trump raunar tekist að færa alla umræðuna enn lengra til hægri en venja hefur þó verið til meðal repúblikana í aðdraganda forsetakosninga.Að neðan má sjá brot úr kappræðunum í fyrrakvöld. Undanfarnar vikur hefur Carson síðan tekið til við að gefa út yfirlýsingar, sem sumar hverjar þykja ekki síður glannalegar og að minnsta kosti engu nær miðjunni en yfirlýsingar Trumps. Þannig hefur Carson gert öllum ljóst að hann sé mikið á móti bæði fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra. Hann fer heldur ekki dult með fordóma sína í garð múslima og hann er eindreginn stuðningsmaður þess að almenningur geti hindrunarlítið gengið með skotvopn. Með þessu hefur Carson tekist að vekja meiri athygli fjölmiðla, að því er virðist með þeim árangri að hægt hefur á sigurgöngu auðkýfingsins Trumps í skoðanakönnunum. Carson er að minnsta kosti tekinn að mælast með meira fylgi en hann í Iowa, eða 29 prósent á móti aðeins 20 prósenta fylgi Trumps. Margir telja að úrslitin í forkosningum Repúblikanaflokksins í Iowa, sem verða haldnar í byrjun febrúar, geti skipt sköpum því furðu oft hefur það gerst að sá frambjóðandi sem þar sigrar verði á endanum forsetaefni flokksins. Þegar meðaltal skoðanakannana er skoðað heldur Trump engu að síður forystunni, með 26 prósenta fylgi samkvæmt samantekt á stjórnmálavefsíðunni Realclarpolitics.com, en Carson er með 22 prósent.Skrautlegar yfirlýsingar Bens CarsonUm múslima: „Ég myndi ekki tala fyrir því að við gerðum múslima að forseta þjóðarinnar.“Um skotvopnareglur: „Ég hugsa að líkurnar á því að Hitler næði fram markmiðum sínum hefðu minnkað verulega ef þjóðin hefði verið vopnuð.“Um baráttu sína gegn fóstureyðingum: „Á meðan þrælahald var og hét töldu margir þrælahaldarar að þeir ættu rétt á því að gera hvað sem þeim sýndist við þann þræl. Allt sem þeir vildu. Og ef afnámssinnarnir hefðu sagt: Ég trúi ekki á þrælahald, en þið skulið bara gera það sem þið viljið. Hvar værum við þá?”Um samkynhneigð: „Ansi margir fara í fangelsi og eru þá gagnkynhneigðir en þegar þeir koma út eru þeir orðnir samkynhneigðir. Ég trúi því að stjórnarskráin okkar veiti öllum vernd, án tillits til kynhneigðar eða nokkurs annars. Ég trúi því líka að hjónaband sé milli eins karls og einnar konu. Þeir ættu ekki að gera sjálfkrafa ráð fyrir því að sá sem trúir því að hjónaband sé milli eins karls og einnar konu telji sér ógnað af samkynhneigð. Þetta er ein af þessum goðsögnum sem vinstri menn þröngva upp á samfélagið. Það er svona sem þeir hræða fólk og fá það til að þegja. Um það snýst allt þetta pólitíska rétthugsunartal, og það er að eyðileggja þjóðina.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir "Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33 Jeb Bush í vandræðum Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær. 29. október 2015 08:45 Kappræður Repúblikana í nótt:Við hverju má búast? Ben Carson er á mikilli siglingu og gert er ráð fyrir að Trump muni hamra á honum í nótt. 28. október 2015 21:00 Segir konur vilja vera í búrkum - Myndband „Staðreyndin er sú að það er auðvelt. Þú þarft ekki að farða þig.“ 27. október 2015 10:59 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
"Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33
Jeb Bush í vandræðum Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær. 29. október 2015 08:45
Kappræður Repúblikana í nótt:Við hverju má búast? Ben Carson er á mikilli siglingu og gert er ráð fyrir að Trump muni hamra á honum í nótt. 28. október 2015 21:00
Segir konur vilja vera í búrkum - Myndband „Staðreyndin er sú að það er auðvelt. Þú þarft ekki að farða þig.“ 27. október 2015 10:59