Bað ekki um höfrung í Eurovision Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. apríl 2015 15:30 Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, sem varð í öðru sæti í Eurovision árið 2009, segist ekki hafa beðið um að hafa höfrung í atriðinu sínu heldur hafi hann komið frá tæknimönnum í Moskvu. Höfrungurinn var mikið ræddur á kaffistofum landsins eftir fyrsta flutnings lagsins. Hún ræðir höfrunginn og margt annað í nýjasta þætti Eurovísis. „Ég hafði ekkert með hann að gera. Þetta er bara eitthvað sem einhverjir tölvuhönnuður bjuggu til sem bakgrunn á atriðið og ég sá þetta bara í fyrsta skipti eftir fyrstu æfinguna úti,“ segir Jóhanna Guðrún sem segir að mikið hafi verið hlegið að höfrungnum innan íslenska hópsins.Höfrungurinn sveif yfir íslenska hópnum á sviðinu í Moskvu.Það eru þó fleiri en Íslendingar sem muna eftir höfrungnum og segist Jóhanna hafa heyrt af dragkeppni í Þýskalandi þar sem höfrungurinn fékk að njóta sín þegar ein drottningin flutti Is it true. „Það var einhver sem tók Is it true og það var búið að blása upp plasthöfrung sem var hlaupið með um allt sviðið,“ segir hún. Höfrungurinn vakti þó ekki bara gleði og hlátur heldur var eins og margt annað við atriðið mikið gagnrýndur. Jóhanna segir að hún hafi undirbúið sig vel andlega fyrir keppnina og ekki hlustað á gagnrýnisraddir. „Það er mikilvægt að velta sér ekki upp úr gagnrýni,“ segir hún. Þannig að hún las ekki Barnalandsþræði um sig og atriðið? „Ef að maður myndi gera það, þá væri maður bara í rusli. Maður gæti ekki gert þetta vel ef maður væri búinn að vera að skoða alla hlutina sem fólk segir um mann.“Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, sem varð í öðru sæti í Eurovision árið 2009, segist ekki hafa beðið um að hafa höfrung í atriðinu sínu heldur hafi hann komið frá tæknimönnum í Moskvu. Höfrungurinn var mikið ræddur á kaffistofum landsins eftir fyrsta flutnings lagsins. Hún ræðir höfrunginn og margt annað í nýjasta þætti Eurovísis. „Ég hafði ekkert með hann að gera. Þetta er bara eitthvað sem einhverjir tölvuhönnuður bjuggu til sem bakgrunn á atriðið og ég sá þetta bara í fyrsta skipti eftir fyrstu æfinguna úti,“ segir Jóhanna Guðrún sem segir að mikið hafi verið hlegið að höfrungnum innan íslenska hópsins.Höfrungurinn sveif yfir íslenska hópnum á sviðinu í Moskvu.Það eru þó fleiri en Íslendingar sem muna eftir höfrungnum og segist Jóhanna hafa heyrt af dragkeppni í Þýskalandi þar sem höfrungurinn fékk að njóta sín þegar ein drottningin flutti Is it true. „Það var einhver sem tók Is it true og það var búið að blása upp plasthöfrung sem var hlaupið með um allt sviðið,“ segir hún. Höfrungurinn vakti þó ekki bara gleði og hlátur heldur var eins og margt annað við atriðið mikið gagnrýndur. Jóhanna segir að hún hafi undirbúið sig vel andlega fyrir keppnina og ekki hlustað á gagnrýnisraddir. „Það er mikilvægt að velta sér ekki upp úr gagnrýni,“ segir hún. Þannig að hún las ekki Barnalandsþræði um sig og atriðið? „Ef að maður myndi gera það, þá væri maður bara í rusli. Maður gæti ekki gert þetta vel ef maður væri búinn að vera að skoða alla hlutina sem fólk segir um mann.“Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira