Segir stöðu mála í dag vera lögleysu sandra guðrún guðmundsdóttir skrifar 21. apríl 2015 07:00 Rúnar Björn Herrera Þorkelsson segir fólk hafa áhyggjur af að fá ekki framlengdan samning. fréttablaðið/valli „Reykjavíkurborg er bara búin að framlengja í eitt ár þrátt fyrir loforð frá velferðarráðuneytinu. Það stendur í lögum um málefni fatlaðs fólks, bráðabirgðaákvæði að það eigi að vera búið að lögfesta NPA sem eina af meginþjónustunni fyrir fatlað fólk, staðan í dag er því lögleysa,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-samtakanna. „Reykjavík hefur hingað til bara gert samninga til eins árs í senn. Ég veit ekki hvort það muni breytast með lagasetningunni en vafinn yrði minni, fólk hefur áhyggjur af því að fá ekki samninginn áfram.“ Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir að borgin stefni að því að framlengja samningana á meðan verkefnið er í gangi. „Við viljum að NPA verði lögfest en gátum ekki framlengt samningana lengur þar sem ríkið hefur ekki lagt neinn pening í þetta fyrir árið 2016.“Sjá einnig: Í Bítið - NPA miðstöð, hvað er það? Embla Ágústsdóttir og Rúnar Björn sögðu okkur frá því Eins og fram hefur komið í fréttum hafa samningar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) fyrir fatlað fólk ekki enn verið lögfestir en NPA er þjónustuform sem byggist á því að fötluð manneskja fær fjármagn frá sveitarfélagi sínu til þess að sjá um og skipuleggja sína eigin aðstoð. Þegar þingsályktunartillaga um NPA var samþykkt árið 2010 var gert ráð fyrir að þjónustan yrði lögbundin fyrir árslok 2014. Í stað lögbindingar hefur verið boðað áframhald á tilraunaverkefninu til 2016. Á meðan verða ekki gerðir nýir NPA-samningar og notendur aðstoðarinnar og annað fatlað fólk sem þarf á henni að halda bíða í algjörri óvissu. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur talað fyrir því að binda NPA í lög. „Sveitarfélögin eru hrædd um að þetta sé mjög dýrt,“ segir hún. „Ég skil það vel en það sem gleymist oft er að NPA þarf litla sem enga yfirbyggingu. Fólk veit að það er mun ódýrara en stofnanarekstur. Við höldum því ekki fram að NPA sé lausn fyrir alla en það ætti að vera í boði sem einn af möguleikunum.“ Á vefsíðu NPA samtakanna segir að NPA byggist á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Hugmyndafræðin byggist á því að allar manneskjur, óháð eðli og alvarleika skerðingar, geti tekið eigin ákvarðanir, stjórnað eigin aðstoð og mótað eigin lífsstíl. Einnig að allar manneskjur hafi rétt á því að búa í samfélaginu, stjórna eigin lífi, taka þátt og hafa áhrif á öllum sviðum lífsins. Rúnar segir að allt myndi breytast í sínu lífi ef samningarnir yrðu ekki framlengdir. „Ég gæti til dæmis ekki farið í bað á kvöldin eða um helgar, ég yrði að fara á morgnana þegar þjónustunni hentar. Það væri í raun og veru verið að breyta um lífsstíl hjá fólki. Margir þyrftu að mæta seinna til vinnu eða í skóla. Félagslíf yrði líka erfiðara ef fólk hefði enga aðstoð með sér út úr húsi,“ bætir hann við en áður en Rúnar fékk NPA-samning var öll þjónusta við hann bundin við húsið þar sem hann býr. Rúnar stundaði nám á ylræktarbraut í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði. Hann segir að það hefði ekki verið möguleiki nema út af NPA. Hann bendir einnig á að áður en hann fékk NPA-samning hafi að minnsta kosti fimm starfsmenn komið til hans á dag og allt upp í 30-40 á mánuði. „Maður þurfti alltaf að vera að kenna allt upp á nýtt. En síðan ég fékk NPA hef ég verið með fimm starfsmenn síðasta eina og hálfa árið.“ Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
„Reykjavíkurborg er bara búin að framlengja í eitt ár þrátt fyrir loforð frá velferðarráðuneytinu. Það stendur í lögum um málefni fatlaðs fólks, bráðabirgðaákvæði að það eigi að vera búið að lögfesta NPA sem eina af meginþjónustunni fyrir fatlað fólk, staðan í dag er því lögleysa,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-samtakanna. „Reykjavík hefur hingað til bara gert samninga til eins árs í senn. Ég veit ekki hvort það muni breytast með lagasetningunni en vafinn yrði minni, fólk hefur áhyggjur af því að fá ekki samninginn áfram.“ Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir að borgin stefni að því að framlengja samningana á meðan verkefnið er í gangi. „Við viljum að NPA verði lögfest en gátum ekki framlengt samningana lengur þar sem ríkið hefur ekki lagt neinn pening í þetta fyrir árið 2016.“Sjá einnig: Í Bítið - NPA miðstöð, hvað er það? Embla Ágústsdóttir og Rúnar Björn sögðu okkur frá því Eins og fram hefur komið í fréttum hafa samningar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) fyrir fatlað fólk ekki enn verið lögfestir en NPA er þjónustuform sem byggist á því að fötluð manneskja fær fjármagn frá sveitarfélagi sínu til þess að sjá um og skipuleggja sína eigin aðstoð. Þegar þingsályktunartillaga um NPA var samþykkt árið 2010 var gert ráð fyrir að þjónustan yrði lögbundin fyrir árslok 2014. Í stað lögbindingar hefur verið boðað áframhald á tilraunaverkefninu til 2016. Á meðan verða ekki gerðir nýir NPA-samningar og notendur aðstoðarinnar og annað fatlað fólk sem þarf á henni að halda bíða í algjörri óvissu. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur talað fyrir því að binda NPA í lög. „Sveitarfélögin eru hrædd um að þetta sé mjög dýrt,“ segir hún. „Ég skil það vel en það sem gleymist oft er að NPA þarf litla sem enga yfirbyggingu. Fólk veit að það er mun ódýrara en stofnanarekstur. Við höldum því ekki fram að NPA sé lausn fyrir alla en það ætti að vera í boði sem einn af möguleikunum.“ Á vefsíðu NPA samtakanna segir að NPA byggist á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Hugmyndafræðin byggist á því að allar manneskjur, óháð eðli og alvarleika skerðingar, geti tekið eigin ákvarðanir, stjórnað eigin aðstoð og mótað eigin lífsstíl. Einnig að allar manneskjur hafi rétt á því að búa í samfélaginu, stjórna eigin lífi, taka þátt og hafa áhrif á öllum sviðum lífsins. Rúnar segir að allt myndi breytast í sínu lífi ef samningarnir yrðu ekki framlengdir. „Ég gæti til dæmis ekki farið í bað á kvöldin eða um helgar, ég yrði að fara á morgnana þegar þjónustunni hentar. Það væri í raun og veru verið að breyta um lífsstíl hjá fólki. Margir þyrftu að mæta seinna til vinnu eða í skóla. Félagslíf yrði líka erfiðara ef fólk hefði enga aðstoð með sér út úr húsi,“ bætir hann við en áður en Rúnar fékk NPA-samning var öll þjónusta við hann bundin við húsið þar sem hann býr. Rúnar stundaði nám á ylræktarbraut í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði. Hann segir að það hefði ekki verið möguleiki nema út af NPA. Hann bendir einnig á að áður en hann fékk NPA-samning hafi að minnsta kosti fimm starfsmenn komið til hans á dag og allt upp í 30-40 á mánuði. „Maður þurfti alltaf að vera að kenna allt upp á nýtt. En síðan ég fékk NPA hef ég verið með fimm starfsmenn síðasta eina og hálfa árið.“
Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira