Bókin Reykjavíkurnætur eftir rithöfundinn Arnald Indriðason fékk prýðisgóða dóma í The New York Times og Chicago Tribune í síðustu viku.
Í dómnum sem birtist í The New York Times er bókin sögð undirstrika á góðan hátt þá eiginleika sem gera bækur Arnaldar ánægjulegar og einnig er farið fögrum orðum um Reykjavíkurnætur í Chicago Tribune.
Reykjavíkurnætur kom út hjá Forlaginu árið 2012 og fjallar um fyrsta mál lögreglumannsins Erlendar sem er löngu orðinn lesendum Arnaldar góðkunnur.
