Línur skýrast í finnskum stjórnmálum eftir kosningarnar Borgþór S. Kjærnested skrifar 21. apríl 2015 08:30 Óumdeilanlegur sigurvegari kosninganna er Miðflokkurinn (gamli bændaflokkurinn) sem bætti við sig 14 þingsætum, en þó minna en spáð hafði verið. 30% kjósenda sátu heima og sérfræðingar segja að stór hluti þeirra hafi verið kjósendur Miðflokksins, sem af einhverjum ástæðum fóru ekki á kjörstað. Einnig má halda því fram að Timo Soini og Sann-Finnarnir hafi verið í hópi sigurvegaranna, töpuðu aðeins einu þingsæti og mun minna en spáð hafði verið. Græningjar unnu mikinn sigur, juku þingmannafjöldann úr tíu í fimmtán og urðu helmingi fleiri en arftakar gamla kommúnistaflokksins, Vinstra bandalagið, sem töpuðu tveimur sætum og eru með tólf þingsæti. Formaður Miðflokksins er nú með sterkt umboð til stjórnarmyndunar. Hann mun fækka ráðherrum í tólf úr átján. Grundvöllur nýrrar stjórnar verður „sterkt umboð, traust milli manna, og stefna sem ekki verður margra blaðsíðna doðrantur“ sagði Juha Sipilä í viðtali við fjölmiðla þegar úrslit lágu fyrir. Líklegasta samsetningin verður, auk Miðflokksins, hægri flokkur Alexanders Stubb og Sann-Finnarnir með Timo Soini sem annaðhvort fjármálaráðherra eða utanríkisráðherra. Væntanlega heldur sænski þjóðarflokkurinn, með sína níu þingmenn, áfram í ríkisstjórn, en hann hefur verið í ríkisstjórn frá 1979. Á bak við þá stjórn stæðu 124 þingmenn af 200. Einnig er mögulegt að í einhverjum einstökum málum verði unnið yfir flokkamörkin. Juha Sipilä lofaði að skapa 200.000 ný störf á kjörtímabilinu. Samtök atvinnurekenda hafa bent á að svo marga er ekki að finna á finnskum vinnumarkaði, sem mundi leiða til aukins innflutnings á fólki, sem Sann-Finnarnir eru ekki sérlega hrifnir af. Juha Sipilä er lýst sem reynslulausum stjórnmálamanni þegar kemur að alþjóðamálum. Í kosningabaráttunni vísaði hann til góðra tengsla sinna í alþjóðlegum viðskiptaheimi, en það þarf meira til að áliti stjórnmálaspekinga ef Finnland á að sinna stöðu sinni á alþjóðavettvangi. Mikið veltur á formanni Miðflokksins. Hann getur myndað sterka stjórn með þátttöku hægri flokksins og Alexanders Stubb. Hins vegar munu almennir flokksmenn Miðflokksins mæla með samstarfi við jafnaðarmenn, Sann-Finnana og Sænska þjóðarflokkinn, sem yrði þá ríkisstjórn með 130 þingmenn af 200. Að mati stjórnmálafræðinga standa Finnar frammi fyrir miklum breytingum á velferðarkerfinu, sem voru ræddar á síðasta þingi, ásamt skuldsetningu þjóðarinnar. Því er ekki óhugsandi að Juha Sipilä leggi áherslu á samstarf við jafnaðarmenn og sleppi hægriflokknum. Finnar vilja sjá nýja flokka sem vinna kosningasigra taka þátt í ríkisstjórn og sýna hvers þeir eru megnugir þegar allt kemur til alls. Finnski sendiherrann í Reykjavík kallaði þetta „Kiss to death“ aðferðina á fundi í Norræna húsinu nýlega. Ef til vill er þetta framtíð Timos Soini á nýju kjörtímabili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Sjá meira
Óumdeilanlegur sigurvegari kosninganna er Miðflokkurinn (gamli bændaflokkurinn) sem bætti við sig 14 þingsætum, en þó minna en spáð hafði verið. 30% kjósenda sátu heima og sérfræðingar segja að stór hluti þeirra hafi verið kjósendur Miðflokksins, sem af einhverjum ástæðum fóru ekki á kjörstað. Einnig má halda því fram að Timo Soini og Sann-Finnarnir hafi verið í hópi sigurvegaranna, töpuðu aðeins einu þingsæti og mun minna en spáð hafði verið. Græningjar unnu mikinn sigur, juku þingmannafjöldann úr tíu í fimmtán og urðu helmingi fleiri en arftakar gamla kommúnistaflokksins, Vinstra bandalagið, sem töpuðu tveimur sætum og eru með tólf þingsæti. Formaður Miðflokksins er nú með sterkt umboð til stjórnarmyndunar. Hann mun fækka ráðherrum í tólf úr átján. Grundvöllur nýrrar stjórnar verður „sterkt umboð, traust milli manna, og stefna sem ekki verður margra blaðsíðna doðrantur“ sagði Juha Sipilä í viðtali við fjölmiðla þegar úrslit lágu fyrir. Líklegasta samsetningin verður, auk Miðflokksins, hægri flokkur Alexanders Stubb og Sann-Finnarnir með Timo Soini sem annaðhvort fjármálaráðherra eða utanríkisráðherra. Væntanlega heldur sænski þjóðarflokkurinn, með sína níu þingmenn, áfram í ríkisstjórn, en hann hefur verið í ríkisstjórn frá 1979. Á bak við þá stjórn stæðu 124 þingmenn af 200. Einnig er mögulegt að í einhverjum einstökum málum verði unnið yfir flokkamörkin. Juha Sipilä lofaði að skapa 200.000 ný störf á kjörtímabilinu. Samtök atvinnurekenda hafa bent á að svo marga er ekki að finna á finnskum vinnumarkaði, sem mundi leiða til aukins innflutnings á fólki, sem Sann-Finnarnir eru ekki sérlega hrifnir af. Juha Sipilä er lýst sem reynslulausum stjórnmálamanni þegar kemur að alþjóðamálum. Í kosningabaráttunni vísaði hann til góðra tengsla sinna í alþjóðlegum viðskiptaheimi, en það þarf meira til að áliti stjórnmálaspekinga ef Finnland á að sinna stöðu sinni á alþjóðavettvangi. Mikið veltur á formanni Miðflokksins. Hann getur myndað sterka stjórn með þátttöku hægri flokksins og Alexanders Stubb. Hins vegar munu almennir flokksmenn Miðflokksins mæla með samstarfi við jafnaðarmenn, Sann-Finnana og Sænska þjóðarflokkinn, sem yrði þá ríkisstjórn með 130 þingmenn af 200. Að mati stjórnmálafræðinga standa Finnar frammi fyrir miklum breytingum á velferðarkerfinu, sem voru ræddar á síðasta þingi, ásamt skuldsetningu þjóðarinnar. Því er ekki óhugsandi að Juha Sipilä leggi áherslu á samstarf við jafnaðarmenn og sleppi hægriflokknum. Finnar vilja sjá nýja flokka sem vinna kosningasigra taka þátt í ríkisstjórn og sýna hvers þeir eru megnugir þegar allt kemur til alls. Finnski sendiherrann í Reykjavík kallaði þetta „Kiss to death“ aðferðina á fundi í Norræna húsinu nýlega. Ef til vill er þetta framtíð Timos Soini á nýju kjörtímabili.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun