Handbolti

Zlatan hefur aldrei látið sjá sig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Róbert Gunnarsson og Mikkel Hansen í stúkunni á leik með fótboltaliði PSG.
Róbert Gunnarsson og Mikkel Hansen í stúkunni á leik með fótboltaliði PSG. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson spilar handbolta með franska liðinu Paris Saint-Germain og fylgist vel með knattspyrnuliði félagsins sem er að gera góða hluti bæði heima og í Meistaradeildinni.

Bæði handbolta- og fótboltalið PSG er undir stjórn sömu manna. Handboltastrákarnir hafa verið duglegir að mæta á leiki hjá Zlatan Ibrahimovic og félögum í fótboltaliðinu en mæta þeir á handboltaleikina?

„Zlatan hefur ekki enn látið sjá sig en margir af fótboltastrákunum hafa komið á leik hjá okkur. Þetta er bara eins og hérna heima. Þetta er bara eins og Fylkir. Það er sami forseti og framkvæmdastjóri sem kemur jafnt á alla leiki hjá okkur og þeim. Það er sama starfsfólkið og öryggisverðir. Þetta er bara eitt batterí,“ segir Róbert Gunnarssin, en skemmta leikmenn og fjölskyldur liðanna sér eitthvað saman?

„Það er sameiginlegt jólaball alltaf til að mynda. Það mæta flestir á það þó svo það sé frjáls mæting. Það hafa líka verið sameiginlegar máltíðir og annað í þeim dúr. Þetta er eins og hjá íslensku félagi nema bara margfaldað í ansi háa tölu.“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×