Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. nóvember 2015 10:00 Svona á stormskýlið að vera, upphitað, upplýst og með aðgang að þráðlausu neti og hleðslustöð fyrir snjalltæki. Icewind Ungir athafnamenn hafa safnað nægu fjármagni í gegnum Karolina Fund til að setja upp rafmagnað strætóskýli knúið vindtúrbínum, svokallað stormskýli. Óvæntur styrktaraðili kom að verkinu sem gerði það að verkum að markmiði söfnunarinnar var náð tveimur vikum á undan áætlun. Mennirnir á bak við stormskýlið eru stórhuga og stefna á erlendan markað. Sæþór Ásgeirsson, Þór Bachmann, Ágúst Guðbjörnsson og Gunnar Eiríksson standa að baki fyrirtækinu Icewind sem hannar og hyggst framleiða vindtúrbínur. Hið svokalla stormskýli sem verkefnið snýst um á að setja upp við Hörpu. Stormskýlið er nútímalegt strætóskýli þar sem tvær vindtúrbínur á þaki þess sjá skýlinu fyrir rafmagni, lýsingu, þráðlausu neti og aðstöðu til að hlaða síma og spjaldtölvur eða öllu sem hinn nútíma Íslendingur þarf á að halda.Kynningarmyndband vegna verkefnisins má sjá að neðan.Óvæntur styrktaraðili lagði til 1,5 milljónir Strákarnir í Icewind taka þátt í sjónvarpsþættinum Toppstöðin sem sýndur er á RÚV þar sem frumkvöðlum og hugmyndum þeirra er fylgt eftir. Eitt af verkefnunum í þeim þætti var að sækja fjármagn í gegnum fjármögnunarvefinn Karolina Fund. Markmiðið hjá Icewind var að safna 15.000 evrum, 2,1 milljón króna, á 22 dögum sem er nokkuð bratt enda áætlar Karolina Fund að slík söfnun taki 30-40 daga. Óvæntur bakhjarl kom þó við sögu og fjármagnaði verki að fullu í síðustu viku, tveim vikum áður en söfnunni átti að ljúka. „Við vorum frekar stressaðir yfir því að þetta myndi ekki nást hjá okkur á svona stuttum tíma,“ segir Sæþór Ásgeirsson forstjóri Icewind í samtali við Vísi. „Við söfnuðum 5.000 evrum á fyrstu fimm dögunum svo kom inn stór styrktaraðili sem sá sér leik á borði í því að fá þarna auglýsingu á besta stað í bænum,“ en líkt og áður sagði á að setja upp skýlið í miðbæ Reykjavíkur, fyrir framan Hörpuna.Svona lítur vindtúrbínan sem ætluð er sumarhúsum út.IcewindStyrktaraðilinn er WOW Air og mun merki flugfélagsins prýða túrbínurnar sjálfar. Á fimmtudeginum lagði flugfélagið fram 10.000 evrur, 1.5 milljónir króna, og fjármagnaði þar með verkið að fullu. Enn eru þó tíu dagar til stefnu og söfnunin heldur áfram þangað til. Þróa vindtúrbínur til að hita upp sumarbústaði Sæþór og félagar eru stórhuga og er þetta litla stormskýli aðeins lítil hugmynd ætluð til þess að vekja athygli á fyrirtækinu og vindtúrbínum sem fyrirtækið snýst í raun og veru um. Icewind er með stærri túrbínur í huga ætlaðar sumarbústaðareigendum. „Þessar túrbínur sem eiga að fara á strætóskýlið eru í rauninni bara smækkuð útgáfa af túrbínunum okkar sem við ætlum að vera með fyrir sumarbústaði,“ útskýrir Sæþór. Hugmyndin er sú að vindtúrbínan framleiði raforku sem sé færð inn á rafgeyma. Þaðan taki varmadæla við og umbreyti raforkunni í varmaorku sem nota megi til þess að hita upp sumarbústaði. „Vindmyllan ein og sér væri ekki nóg til að hita upp heilan sumarbústað. Hún þyrfti að vera næstum því þrisvar sinnum stærri til þess að framleiða svo mikla orku. Það vill líklega enginn setja upp 10 metra hátt ferlíki við sumarbústaðinn sinn. Við leysum þetta vandamál því með því að setja saman lítil og einföld kerfi þannig að sem minnst beri á þessu.“Ætla sér að losa fjarskiptamöstur við óumhverfisvæna orkugjafa Þeir félagar ætla þó ekki að staldra við í íslenskum sumarhúsabyggðum, í raun sjá þeir fyrir sér að aðalmarkaður fyrirtækisins verði erlendis og þar stefna þeir helst á framleiðslu raforku fyrir fjarskiptamöstur.Strákarnir í Icewind sjá fyrir sér að vindtúrbínur fyrir fjarskipamöstur verði aðalvaran þeirar.Icewind„Það eru milljón möstur í heiminum keyrð áfram á diesel-olíu. Með vindtúrbínum frá okkar mætti knýja þær áfram á umhverfisvænan hátt og losna við óþarfa útblástur á gróðurhúsalofttegundum. Þannig er hægt að lækka rekstrarkostnað og tryggja fjarskiptaöyrggi á mjög umhverfisvænan hátt.“ Það sem er þó næst á dagskrá er stormskýlið umtalaða. Strákarnir fá fjármögnunina afgreidda frá Karolina Fund um áramótin. Þá tekur við samsetning og uppsetning en áætlað er að stormskýlið verði vígt þann 1. febrúar næstkomandi. Sæþór útilokar ekki að fleiri slík muni rísa víðsvegar um borgina gangi verkefnið vel. „Við gerum þetta í samstarfi við AFA JCDecaux og Reykjavíkurborg. Ef þetta gengur vel er aldrei að vita nema þetta verði aukabúnaður eða jafnvel staðalbúnaður á strætóskýlum Reykjavíkur.“Kynna má sér verkefnið og söfnunina á vefsíðu Karolina Fund. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Ungir athafnamenn hafa safnað nægu fjármagni í gegnum Karolina Fund til að setja upp rafmagnað strætóskýli knúið vindtúrbínum, svokallað stormskýli. Óvæntur styrktaraðili kom að verkinu sem gerði það að verkum að markmiði söfnunarinnar var náð tveimur vikum á undan áætlun. Mennirnir á bak við stormskýlið eru stórhuga og stefna á erlendan markað. Sæþór Ásgeirsson, Þór Bachmann, Ágúst Guðbjörnsson og Gunnar Eiríksson standa að baki fyrirtækinu Icewind sem hannar og hyggst framleiða vindtúrbínur. Hið svokalla stormskýli sem verkefnið snýst um á að setja upp við Hörpu. Stormskýlið er nútímalegt strætóskýli þar sem tvær vindtúrbínur á þaki þess sjá skýlinu fyrir rafmagni, lýsingu, þráðlausu neti og aðstöðu til að hlaða síma og spjaldtölvur eða öllu sem hinn nútíma Íslendingur þarf á að halda.Kynningarmyndband vegna verkefnisins má sjá að neðan.Óvæntur styrktaraðili lagði til 1,5 milljónir Strákarnir í Icewind taka þátt í sjónvarpsþættinum Toppstöðin sem sýndur er á RÚV þar sem frumkvöðlum og hugmyndum þeirra er fylgt eftir. Eitt af verkefnunum í þeim þætti var að sækja fjármagn í gegnum fjármögnunarvefinn Karolina Fund. Markmiðið hjá Icewind var að safna 15.000 evrum, 2,1 milljón króna, á 22 dögum sem er nokkuð bratt enda áætlar Karolina Fund að slík söfnun taki 30-40 daga. Óvæntur bakhjarl kom þó við sögu og fjármagnaði verki að fullu í síðustu viku, tveim vikum áður en söfnunni átti að ljúka. „Við vorum frekar stressaðir yfir því að þetta myndi ekki nást hjá okkur á svona stuttum tíma,“ segir Sæþór Ásgeirsson forstjóri Icewind í samtali við Vísi. „Við söfnuðum 5.000 evrum á fyrstu fimm dögunum svo kom inn stór styrktaraðili sem sá sér leik á borði í því að fá þarna auglýsingu á besta stað í bænum,“ en líkt og áður sagði á að setja upp skýlið í miðbæ Reykjavíkur, fyrir framan Hörpuna.Svona lítur vindtúrbínan sem ætluð er sumarhúsum út.IcewindStyrktaraðilinn er WOW Air og mun merki flugfélagsins prýða túrbínurnar sjálfar. Á fimmtudeginum lagði flugfélagið fram 10.000 evrur, 1.5 milljónir króna, og fjármagnaði þar með verkið að fullu. Enn eru þó tíu dagar til stefnu og söfnunin heldur áfram þangað til. Þróa vindtúrbínur til að hita upp sumarbústaði Sæþór og félagar eru stórhuga og er þetta litla stormskýli aðeins lítil hugmynd ætluð til þess að vekja athygli á fyrirtækinu og vindtúrbínum sem fyrirtækið snýst í raun og veru um. Icewind er með stærri túrbínur í huga ætlaðar sumarbústaðareigendum. „Þessar túrbínur sem eiga að fara á strætóskýlið eru í rauninni bara smækkuð útgáfa af túrbínunum okkar sem við ætlum að vera með fyrir sumarbústaði,“ útskýrir Sæþór. Hugmyndin er sú að vindtúrbínan framleiði raforku sem sé færð inn á rafgeyma. Þaðan taki varmadæla við og umbreyti raforkunni í varmaorku sem nota megi til þess að hita upp sumarbústaði. „Vindmyllan ein og sér væri ekki nóg til að hita upp heilan sumarbústað. Hún þyrfti að vera næstum því þrisvar sinnum stærri til þess að framleiða svo mikla orku. Það vill líklega enginn setja upp 10 metra hátt ferlíki við sumarbústaðinn sinn. Við leysum þetta vandamál því með því að setja saman lítil og einföld kerfi þannig að sem minnst beri á þessu.“Ætla sér að losa fjarskiptamöstur við óumhverfisvæna orkugjafa Þeir félagar ætla þó ekki að staldra við í íslenskum sumarhúsabyggðum, í raun sjá þeir fyrir sér að aðalmarkaður fyrirtækisins verði erlendis og þar stefna þeir helst á framleiðslu raforku fyrir fjarskiptamöstur.Strákarnir í Icewind sjá fyrir sér að vindtúrbínur fyrir fjarskipamöstur verði aðalvaran þeirar.Icewind„Það eru milljón möstur í heiminum keyrð áfram á diesel-olíu. Með vindtúrbínum frá okkar mætti knýja þær áfram á umhverfisvænan hátt og losna við óþarfa útblástur á gróðurhúsalofttegundum. Þannig er hægt að lækka rekstrarkostnað og tryggja fjarskiptaöyrggi á mjög umhverfisvænan hátt.“ Það sem er þó næst á dagskrá er stormskýlið umtalaða. Strákarnir fá fjármögnunina afgreidda frá Karolina Fund um áramótin. Þá tekur við samsetning og uppsetning en áætlað er að stormskýlið verði vígt þann 1. febrúar næstkomandi. Sæþór útilokar ekki að fleiri slík muni rísa víðsvegar um borgina gangi verkefnið vel. „Við gerum þetta í samstarfi við AFA JCDecaux og Reykjavíkurborg. Ef þetta gengur vel er aldrei að vita nema þetta verði aukabúnaður eða jafnvel staðalbúnaður á strætóskýlum Reykjavíkur.“Kynna má sér verkefnið og söfnunina á vefsíðu Karolina Fund.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira