Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa hug á því að styrkja sig fyrir seinni hluta Pepsi-deildarinnar þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður 15. júlí.
Samkvæmt heimildum Vísis vill Stjarnan fá Þorstein Má Ragnarsson, framherja KR, til sín, en nánast öruggt er að hann yfirgefi Vesturbæjarliðið í glugganum.
Þorsteinn er, samkvæmt heimildum Vísis, búinn að ná samkomulagi við Breiðablik um að ganga í raðir félagsins í glugganum. Hann hefur nú þegar hafnað því að ræða við önnur félög.
Sjá einnig:Þorsteinn Már: Veit ekki hvernig menn eiga að hafa komist í samninginn minn
Victor Ingi Olsen, rekstarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar, sagðist ekki geta tjáð sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því í dag.
Victor segir þó Norðmanninn Erik Tönne, sem hefur verið á reynslu hjá Stjörnunni undanfarna daga, heillað menn á Samsung-vellinum og ætla Stjörnumenn að sjá hvort hægt sé að ná samningum við hann.
„Hann stóð sig mjög vel hérna. Okkur leist vel á hann og ég held að honum hafi litist vel á okkur. Hann fer nú til Rosenborg á reynslu þannig næstu samskipti fara í gegnum umboðsmenn,“ segir Victor Ingi við Vísi.
Tönne er 24 ára gamall örvfættur bakvörður og kantmaður sem spilað hefur undanfarin tvö ár með Sandnes Ulf í norsku úrvals- og fyrstu deildinni.
Hann kemur úr unglingaakademíu Rosenborg og var á mála hjá Sheffield United í ensku B-deildinni fyrir fjórum árum.
Stjarnan vill fá Þorstein Má og líst vel á Norðmanninn
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin
Íslenski boltinn

„Svona er úrslitakeppnin“
Handbolti


„Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“
Körfubolti

Dramatík í Manchester
Enski boltinn




Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi
Íslenski boltinn