Bjarni Benediktsson: Mikið álitamál hvað Íslendingar eru að gera með stuðningi við viðskiptaþvinganir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 16. ágúst 2015 20:02 Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikið álitamál hvað Íslendingar séu að gera í þessum hópi. Hann segir að óhjákvæmilega hljóti að koma til skoðunar að Íslendingar endurmeti stöðuna þegar afleiðingarnar séu þær sem raun beri vitni. Sérstaklega ef bandamenn þjóðarinnar hjá ESB séu ekki tilbúnir að sýna samstöðu með því að lækka tolla. „Það hlýtur að koma til skoðunar hjá okkur, þegar að afleiðingarnar við að skrifa undir slíkar þvinganir eru þær sem að raun ber vitni, að endurmeta stöðuna, sérstaklega þegar þeir sem við höfum stillt okkur upp við hliðina á, eru ekki tilbúnir til að sýna samstöðu.” Bjarni Benediktsson segir ekki tímabært að vera með fullyrðingar um tjónið sem byggðirnar og sjávarútvegurinn verði fyrir.Það sé seinni tíma mál að skoða hvað komi til greina að gera til að létta undir með þeim sem verði fyrir áföllum. Það sé mikilvægast núna að meta hvernig spilist úr stöðunni. Það verði hinsvegar að hefja umræðu um hvað ríkið sé tilbúið að gera til að leysa málið.Er utanríkisstefnan til sölu? Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum að ólíklegt væri að stuðningurinn yrði afturkallaður. Það væri hinsvegar nauðsynlegt að taka þá umræðu beri viðræður við ESB í næstu viku engan árangur. Hann segir að einhugur sé í ríkisstjórn um viðskiptaþvinganirnar. Formaður Samfylkingarinnar spyr hvort afstaða Íslands sé til sölu og af hverju stefna Íslands í utanríkismálum sé þá ekki bara auglýst til sölu á Ebay. Hann segir algerlega ljóst að hver höndin sé upp á móti annarri í ríkisstjórninni í afstöðu til málsins og hún hafi verið gersamlega óviðbúin þegar viðskiptabannið skall á. Tengdar fréttir Segir eigendur sjávarútvegsfyrirtækja gráta í fjölmiðlum til að hafa áhrif Mörg hundruð störf á landsbyggðinni á komandi loðnuvertíð eru í algeru uppnámi vegna viðskiptabanns við Rússa. Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur, segir sjávarútveginn vanan sveiflum. 15. ágúst 2015 19:18 Árni Páll segir utanríkisstefnu Íslands virðast til sölu hæstbjóðanda Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hyggst ræða við Evrópusambandið í næstu viku um tollaívilnanir vegna viðskiptabanns við Rússa. 16. ágúst 2015 13:40 Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15 Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum. 15. ágúst 2015 07:00 Segir ekki skort á stórgrósserum Karl Garðarsson gagnrýnir málflutning þingsmanns Sjálfstæðisflokksins. 16. ágúst 2015 19:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikið álitamál hvað Íslendingar séu að gera í þessum hópi. Hann segir að óhjákvæmilega hljóti að koma til skoðunar að Íslendingar endurmeti stöðuna þegar afleiðingarnar séu þær sem raun beri vitni. Sérstaklega ef bandamenn þjóðarinnar hjá ESB séu ekki tilbúnir að sýna samstöðu með því að lækka tolla. „Það hlýtur að koma til skoðunar hjá okkur, þegar að afleiðingarnar við að skrifa undir slíkar þvinganir eru þær sem að raun ber vitni, að endurmeta stöðuna, sérstaklega þegar þeir sem við höfum stillt okkur upp við hliðina á, eru ekki tilbúnir til að sýna samstöðu.” Bjarni Benediktsson segir ekki tímabært að vera með fullyrðingar um tjónið sem byggðirnar og sjávarútvegurinn verði fyrir.Það sé seinni tíma mál að skoða hvað komi til greina að gera til að létta undir með þeim sem verði fyrir áföllum. Það sé mikilvægast núna að meta hvernig spilist úr stöðunni. Það verði hinsvegar að hefja umræðu um hvað ríkið sé tilbúið að gera til að leysa málið.Er utanríkisstefnan til sölu? Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum að ólíklegt væri að stuðningurinn yrði afturkallaður. Það væri hinsvegar nauðsynlegt að taka þá umræðu beri viðræður við ESB í næstu viku engan árangur. Hann segir að einhugur sé í ríkisstjórn um viðskiptaþvinganirnar. Formaður Samfylkingarinnar spyr hvort afstaða Íslands sé til sölu og af hverju stefna Íslands í utanríkismálum sé þá ekki bara auglýst til sölu á Ebay. Hann segir algerlega ljóst að hver höndin sé upp á móti annarri í ríkisstjórninni í afstöðu til málsins og hún hafi verið gersamlega óviðbúin þegar viðskiptabannið skall á.
Tengdar fréttir Segir eigendur sjávarútvegsfyrirtækja gráta í fjölmiðlum til að hafa áhrif Mörg hundruð störf á landsbyggðinni á komandi loðnuvertíð eru í algeru uppnámi vegna viðskiptabanns við Rússa. Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur, segir sjávarútveginn vanan sveiflum. 15. ágúst 2015 19:18 Árni Páll segir utanríkisstefnu Íslands virðast til sölu hæstbjóðanda Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hyggst ræða við Evrópusambandið í næstu viku um tollaívilnanir vegna viðskiptabanns við Rússa. 16. ágúst 2015 13:40 Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15 Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum. 15. ágúst 2015 07:00 Segir ekki skort á stórgrósserum Karl Garðarsson gagnrýnir málflutning þingsmanns Sjálfstæðisflokksins. 16. ágúst 2015 19:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Segir eigendur sjávarútvegsfyrirtækja gráta í fjölmiðlum til að hafa áhrif Mörg hundruð störf á landsbyggðinni á komandi loðnuvertíð eru í algeru uppnámi vegna viðskiptabanns við Rússa. Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur, segir sjávarútveginn vanan sveiflum. 15. ágúst 2015 19:18
Árni Páll segir utanríkisstefnu Íslands virðast til sölu hæstbjóðanda Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hyggst ræða við Evrópusambandið í næstu viku um tollaívilnanir vegna viðskiptabanns við Rússa. 16. ágúst 2015 13:40
Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15
Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum. 15. ágúst 2015 07:00
Segir ekki skort á stórgrósserum Karl Garðarsson gagnrýnir málflutning þingsmanns Sjálfstæðisflokksins. 16. ágúst 2015 19:29