Sjötti þáttur Efri stéttarinnar er kominn á Vísi, hann má sjá í spilaranum hér að ofan. Krakkarnir í Efri stéttinni hafa vakið lukku í sumar með grínsketsaþáttum sínum. Þátturinn er sá sjötti af tíu.
Þáttastjórnendur spyrja sig í þessari viku áleitinna spurninga á borð við: „Er í alvöru svo slæmt að bíða í röð á Dunkin Donuts? Myndirðu frekar labba heim í Mosó?“
Í þættinum er komið víða við. Efri Stéttin heimsækir viðurkenndan Voodoo prest. Og skoðar hvernig sé að vera á skallanum á djamminu.
Meðlimir Efri stéttarinnar eru þau Árni Steinn Viggósson, Bergþór Másson, Melkorka Davíðsdóttir Pitt, Ágúst Elí Ásgeirsson, Brynjar Barkarson, Birna María Másdóttir og Kári Eldjárn. Hluti þeirra hefur gert það gott í skemmtiþáttum Verzlunarskóla Íslands 12:00.
Efri Stéttin mætt á Vísi með sjötta þáttinn
Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mest lesið


Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari
Bíó og sjónvarp







Gærurnar verða að hátísku
Tíska og hönnun

Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin
Bíó og sjónvarp