Braut lög á myndbandi: Bíl ráðherra ekið á gangstéttinni á móti rauðu ljósi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. ágúst 2015 10:48 Eftir ríkisstjórnarfund á föstudag ók bílstjóri Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra ráðherrabílnum eftir gangstétt Lækjargötunnar og beygði upp Hverfisgötuna án þess að virða logandi rautt ljós. Tökumaður Stöðvar 2 var á staðnum og náði myndbandi af atvikinu. Myndbandið má sjá hér fyrir ofan. Í því sést hvar Kristján Þór hleypur í rigningunni að bílnum, sest í farþegasæti bifreiðarinnar og því næst beygir bíllinn til hægri upp á gangstéttina án sjáanlegrar ástæðu. Í myndbandinu má sjá að sex bílar eru kyrrstæðir og bíða farþega. Auk þeirra er hvítur fólksbíll á rauðu ljósi við gatnamótin. Enginn þessara bíla hindrar för bíls heilbrigðisráðherra að nokkru leyti.Bílstjóri Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra virti umferðarreglur að vettugi eftir ríkisstjórnarfund á föstudag.vísir/pjeturÞrátt fyrir að svo hefði verið er ólöglegt að aka upp á gangstétt og við því liggur fimm þúsund króna sekt; stofni bílstjóri engum í hættu. Þetta segir lögregluþjónn hjá Umferðardeild lögreglu. „Valdi menn hættu liggur við brotinu fimmtán þúsund króna sekt. Síðan er matsatriði hvað sé hætta; voru vegfarendur, ók hann glannalega og þess háttar.“ Lögregluþjónninn segist ekki viss um hvort bíllinn teljist brotlegur gagnvart rauða ljósinu til viðbótar við fyrra brot þar sem hann ekur hægra megin við umferðarljósin. „Það er spurning hvort hægt sé að túlka þetta sem akstur á móti rauðu ljósi. Það er atriði sem lögfræðingarnir okkar myndu skoða.“ Sektin við því broti nemur fimmtán þúsund krónum. Auk fjársektar fá ökumenn punkt í ökuferilskrá. „Nei,“ svarar lögregluþjónninn spurður hvort um ráðherrabíla eða -bílstjóra gildi aðrar umferðarreglur en um aðra í umferðinni. „Ráðherrabílum ber að fara eftir umferðarlögum sem eru í gildi. En í opinberum fylgdum, ef ráðherrar eru í lögreglufylgd, gilda aðrar reglur. Þá eru þeir undir stjórn lögreglu.“ Ekki hefur náðst í aðstoðarmann heilbrigðisráðherra um helgina. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Eftir ríkisstjórnarfund á föstudag ók bílstjóri Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra ráðherrabílnum eftir gangstétt Lækjargötunnar og beygði upp Hverfisgötuna án þess að virða logandi rautt ljós. Tökumaður Stöðvar 2 var á staðnum og náði myndbandi af atvikinu. Myndbandið má sjá hér fyrir ofan. Í því sést hvar Kristján Þór hleypur í rigningunni að bílnum, sest í farþegasæti bifreiðarinnar og því næst beygir bíllinn til hægri upp á gangstéttina án sjáanlegrar ástæðu. Í myndbandinu má sjá að sex bílar eru kyrrstæðir og bíða farþega. Auk þeirra er hvítur fólksbíll á rauðu ljósi við gatnamótin. Enginn þessara bíla hindrar för bíls heilbrigðisráðherra að nokkru leyti.Bílstjóri Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra virti umferðarreglur að vettugi eftir ríkisstjórnarfund á föstudag.vísir/pjeturÞrátt fyrir að svo hefði verið er ólöglegt að aka upp á gangstétt og við því liggur fimm þúsund króna sekt; stofni bílstjóri engum í hættu. Þetta segir lögregluþjónn hjá Umferðardeild lögreglu. „Valdi menn hættu liggur við brotinu fimmtán þúsund króna sekt. Síðan er matsatriði hvað sé hætta; voru vegfarendur, ók hann glannalega og þess háttar.“ Lögregluþjónninn segist ekki viss um hvort bíllinn teljist brotlegur gagnvart rauða ljósinu til viðbótar við fyrra brot þar sem hann ekur hægra megin við umferðarljósin. „Það er spurning hvort hægt sé að túlka þetta sem akstur á móti rauðu ljósi. Það er atriði sem lögfræðingarnir okkar myndu skoða.“ Sektin við því broti nemur fimmtán þúsund krónum. Auk fjársektar fá ökumenn punkt í ökuferilskrá. „Nei,“ svarar lögregluþjónninn spurður hvort um ráðherrabíla eða -bílstjóra gildi aðrar umferðarreglur en um aðra í umferðinni. „Ráðherrabílum ber að fara eftir umferðarlögum sem eru í gildi. En í opinberum fylgdum, ef ráðherrar eru í lögreglufylgd, gilda aðrar reglur. Þá eru þeir undir stjórn lögreglu.“ Ekki hefur náðst í aðstoðarmann heilbrigðisráðherra um helgina.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira