Viðskipti innlent

Guðný Halla nýr forstöðumaður þjónustuvers OR

Sæunn Gísladóttir skrifar
Undanfarin tvö ár vann Guðný Halla sem sérfræðingur í þjónustumálum hjá VÍS.
Undanfarin tvö ár vann Guðný Halla sem sérfræðingur í þjónustumálum hjá VÍS. Vísir/OR
Guðný Halla Hauksdóttir hefur verið ráðin nýr forstöðumaður þjónustuvers hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Guðný Halla starfaði áður sem deildarstjóri þjónustuvers Vodafone og svo forstöðumaður þjónustuvers hjá Tali. Undanfarin tvö ár vann hún sem sérfræðingur í þjónustumálum hjá VÍS.

Guðný Halla er viðskiptafræðingur og útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011. Í kjölfarið útskrifaðist hún úr MBA námi við Háskóla Íslands árið 2014.

150 sóttu um starf forstöðumanns þjónustusviðs OR og mun Guðrún Halla hefja störf miðvikudaginn 11. nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×