Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2015 15:59 Halldór Baldursson efast um að til sé það land sem flaggi skopmyndum jafn mikið og Frakkland. Vísir/GVA „Ég er í hálfgerði sjokki Ég er enn að melta þetta. Að einhver skuli ráðast með svona svívirðilegum hætti á sjálft málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd, skopmyndateikningar... Ég er enn að melta þetta,“ segir Halldór Baldursson, skopmyndateiknari Fréttablaðsins, í samtali við Vísi. „Að einhverjum skuli detta þetta í hug – og ekki í fyrsta sinn þar sem þetta kemur í beinu framhaldi af atburðunum tengdum Jyllands-Posten árið 2005 – og þetta skuli hafa sprungið út í þessu voðaverki. Ég er enn að melta það, hvernig það geti gerst,“ segir Halldór. Halldór segist ekki hafa þekkt persónulega til þessara teiknara sem létust í árásinni. „En þetta eru einhverjir þekktustu teiknararnir í Frakklandi og þarna ríkir mikil hefð fyrir skopmyndatekningum. Ég efast um að til sé land sem flaggi skopmyndum jafn mikið og Frakkland, þar sem hefðin er jafn rík og hvar meiri virðing sé borin fyrir þessum tjáningarmiðli. Það er þá kannski ekki tilviljun að svona tilræði komi einmitt þarna fram. Ég skal ekki segja.“ Halldór segist draga þá ályktun að árásin tengist á einhvern hátt trúarbrögðum og að það sé alveg skýrt í hans huga að trúarbrögð falli undir málaflokk sem má gagnrýna. „Þetta eru samfélagslegar stofnanir og nátengdar pólitík og lífi fólks. Auðvitað eiga skopmyndir að fjalla um trúarbrögð og gagnrýna. Það var eiginlega sorglegt í eftirmála Jyllands Posten-málsins að fólk skyldi ekki standa einhuga á bakvið teiknarana sem þar voru. Við sjáum nú hvað er mikilvægt að standa vörð um tjáningarfrelsið og fá að skopast með hvaða opinbert og samfélagslegt mál sem er.“Ertu sjálfur byrjaður að huga að þeirri mynd sem mun birtast í Fréttablaðinu á morgun?„Já, ég er komin með myndina í kollinn. Við skulum bara bíða og sjá til. Kannski skipti ég um skoðun.“ Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
„Ég er í hálfgerði sjokki Ég er enn að melta þetta. Að einhver skuli ráðast með svona svívirðilegum hætti á sjálft málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd, skopmyndateikningar... Ég er enn að melta þetta,“ segir Halldór Baldursson, skopmyndateiknari Fréttablaðsins, í samtali við Vísi. „Að einhverjum skuli detta þetta í hug – og ekki í fyrsta sinn þar sem þetta kemur í beinu framhaldi af atburðunum tengdum Jyllands-Posten árið 2005 – og þetta skuli hafa sprungið út í þessu voðaverki. Ég er enn að melta það, hvernig það geti gerst,“ segir Halldór. Halldór segist ekki hafa þekkt persónulega til þessara teiknara sem létust í árásinni. „En þetta eru einhverjir þekktustu teiknararnir í Frakklandi og þarna ríkir mikil hefð fyrir skopmyndatekningum. Ég efast um að til sé land sem flaggi skopmyndum jafn mikið og Frakkland, þar sem hefðin er jafn rík og hvar meiri virðing sé borin fyrir þessum tjáningarmiðli. Það er þá kannski ekki tilviljun að svona tilræði komi einmitt þarna fram. Ég skal ekki segja.“ Halldór segist draga þá ályktun að árásin tengist á einhvern hátt trúarbrögðum og að það sé alveg skýrt í hans huga að trúarbrögð falli undir málaflokk sem má gagnrýna. „Þetta eru samfélagslegar stofnanir og nátengdar pólitík og lífi fólks. Auðvitað eiga skopmyndir að fjalla um trúarbrögð og gagnrýna. Það var eiginlega sorglegt í eftirmála Jyllands Posten-málsins að fólk skyldi ekki standa einhuga á bakvið teiknarana sem þar voru. Við sjáum nú hvað er mikilvægt að standa vörð um tjáningarfrelsið og fá að skopast með hvaða opinbert og samfélagslegt mál sem er.“Ertu sjálfur byrjaður að huga að þeirri mynd sem mun birtast í Fréttablaðinu á morgun?„Já, ég er komin með myndina í kollinn. Við skulum bara bíða og sjá til. Kannski skipti ég um skoðun.“
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira