Hvert er planið? Skjóðan skrifar 7. janúar 2015 13:00 Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar var öðru fremur sérstök ríkisniðurgreiðsla til bankakerfisins sem tryggir bönkum endurheimtur á óinnheimtanlegum lánunum. Óvissa ríkir í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Fram undan virðast vera átök á vinnumarkaði og hagvöxtur er orðinn neikvæður samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Forsætisráðherra kemur í viðtal á Sprengisandi og talar um að slíta formlega aðildarviðræðum við ESB í trássi við kosningaloforð og vilja þjóðarinnar og reynir að sannfæra þjóðina um að leki út úr stjórnkerfinu sé algengur og eðlilegur. Matar- og bókaskattar voru hækkaðir mikið um áramótin en efra þrep virðisaukaskatts lækkað lítið eitt. Ríkisstjórnin gerði engar ráðstafanir til að tryggja að lækkun efra þrepsins skilaði sér til neytenda heldur treystir á að markaðurinn sjái um það. Fyrstu merki benda til að lækkun efra þrepsins muni ekki skila sér til neytenda heldur fari hún í hærri álagningu. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar var öðru fremur sérstök ríkisniðurgreiðsla til bankakerfisins sem tryggir bönkum endurheimtur á óinnheimtanlegum lánunum. Bankarnir hagnast um milljarðatugi á fákeppni og vaxtaokri en lána ekki til nýrrar verðmætasköpunar. Engin krafa er gerð um að bankakerfið sníði sér stakk eftir vexti og skeri niður kostnað og yfirbyggingu. Ríkisstjórnin virðist staðráðin í að festa raunverulegt eignarhald á fiskinum í sjónum varanlega í höndum örfárra. Markaðslausnum er ekki beitt til að tryggja ríkissjóði, fyrir hönd þjóðarinnar, eðlilegt endurgjald fyrir nýtingu fiskistofna og útgerðarfyrirtæki verða í skjóli einkaréttar til auðlindarinnar æ fyrirferðarmeiri á öllum sviðum fjármála- og atvinnulífs. Útgerðarfyrirtæki setja milljarða í rekstur fjölmiðla og kaup á innflutnings- og olíudreifingarfyrirtækjum – allt í skjóli ríkisverndaðrar einokunar. Helstu lausnir ríkisstjórnarinnar og meirihluta hennar á Alþingi í atvinnumálum virðast vera nauðaflutningar á ríkisstofnunum úr borg til landsbyggðar og fyrirheit um áburðarverksmiðju. Á meðan notast er við minnsta og óstöðugasta gjaldmiðil í heimi verður engin erlend fjárfesting í nýjum atvinnugreinum, sem nauðsynlegar eru til að skapa þau verðmæti sem þarf til þess að þjóðin standi jafnfætis nágrannaþjóðum. Án sterks alþjóðlegs gjaldmiðils verður ekki samkeppni á íslenskum fjármála- og lánamarkaði. Ekki er nóg að lyfta gjaldeyrishöftunum ef ekki er ráðist að rótum vandans. Þrátt fyrir næstum milljón ferðamenn á síðasta ári mælist enginn hagvöxtur. Einkaneysla Íslendinga er á svo hraðri niðurleið að stórfjölgun ferðamanna vegur ekki upp á móti. Getur það verið forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður að loka endanlega á glufuna til Evrópu og festa í sessi einkarétt örfárra aðila til helstu þjóðarauðlindar Íslendinga? Engin stefna er sjáanleg í peningamálum. Hafa menn einhverja hugmynd um hvernig gera má Ísland að eftirsóttum kosti fyrir alþjóðlegar fjárfestingar og atvinnustarfsemi? Ríkisstjórnin hefur nú setið tæpt hálft kjörtímabil en ekkert örlar á framtíðarsýn. Er ekkert plan?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Óvissa ríkir í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Fram undan virðast vera átök á vinnumarkaði og hagvöxtur er orðinn neikvæður samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Forsætisráðherra kemur í viðtal á Sprengisandi og talar um að slíta formlega aðildarviðræðum við ESB í trássi við kosningaloforð og vilja þjóðarinnar og reynir að sannfæra þjóðina um að leki út úr stjórnkerfinu sé algengur og eðlilegur. Matar- og bókaskattar voru hækkaðir mikið um áramótin en efra þrep virðisaukaskatts lækkað lítið eitt. Ríkisstjórnin gerði engar ráðstafanir til að tryggja að lækkun efra þrepsins skilaði sér til neytenda heldur treystir á að markaðurinn sjái um það. Fyrstu merki benda til að lækkun efra þrepsins muni ekki skila sér til neytenda heldur fari hún í hærri álagningu. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar var öðru fremur sérstök ríkisniðurgreiðsla til bankakerfisins sem tryggir bönkum endurheimtur á óinnheimtanlegum lánunum. Bankarnir hagnast um milljarðatugi á fákeppni og vaxtaokri en lána ekki til nýrrar verðmætasköpunar. Engin krafa er gerð um að bankakerfið sníði sér stakk eftir vexti og skeri niður kostnað og yfirbyggingu. Ríkisstjórnin virðist staðráðin í að festa raunverulegt eignarhald á fiskinum í sjónum varanlega í höndum örfárra. Markaðslausnum er ekki beitt til að tryggja ríkissjóði, fyrir hönd þjóðarinnar, eðlilegt endurgjald fyrir nýtingu fiskistofna og útgerðarfyrirtæki verða í skjóli einkaréttar til auðlindarinnar æ fyrirferðarmeiri á öllum sviðum fjármála- og atvinnulífs. Útgerðarfyrirtæki setja milljarða í rekstur fjölmiðla og kaup á innflutnings- og olíudreifingarfyrirtækjum – allt í skjóli ríkisverndaðrar einokunar. Helstu lausnir ríkisstjórnarinnar og meirihluta hennar á Alþingi í atvinnumálum virðast vera nauðaflutningar á ríkisstofnunum úr borg til landsbyggðar og fyrirheit um áburðarverksmiðju. Á meðan notast er við minnsta og óstöðugasta gjaldmiðil í heimi verður engin erlend fjárfesting í nýjum atvinnugreinum, sem nauðsynlegar eru til að skapa þau verðmæti sem þarf til þess að þjóðin standi jafnfætis nágrannaþjóðum. Án sterks alþjóðlegs gjaldmiðils verður ekki samkeppni á íslenskum fjármála- og lánamarkaði. Ekki er nóg að lyfta gjaldeyrishöftunum ef ekki er ráðist að rótum vandans. Þrátt fyrir næstum milljón ferðamenn á síðasta ári mælist enginn hagvöxtur. Einkaneysla Íslendinga er á svo hraðri niðurleið að stórfjölgun ferðamanna vegur ekki upp á móti. Getur það verið forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður að loka endanlega á glufuna til Evrópu og festa í sessi einkarétt örfárra aðila til helstu þjóðarauðlindar Íslendinga? Engin stefna er sjáanleg í peningamálum. Hafa menn einhverja hugmynd um hvernig gera má Ísland að eftirsóttum kosti fyrir alþjóðlegar fjárfestingar og atvinnustarfsemi? Ríkisstjórnin hefur nú setið tæpt hálft kjörtímabil en ekkert örlar á framtíðarsýn. Er ekkert plan?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira