Til varnar kaupaukakerfi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 7. janúar 2015 10:30 Á síðasta ári lagði fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Töluverðar umræður urðu um einn þátt þessa frumvarps er laut að kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja eða bónuskerfi. Til stóð að slaka örlítið á einum ströngustu takmörkunum á kaupaukum sem þekkjast í hinum vestræna heimi og færa gildandi reglur nær viðmiðum Evrópusambandsins. Annálaðir álitsgjafar risu þá upp á afturlappirnar, mótmæltu hugmyndum þessum harðlega og dylgjuðu jafnvel um að annarlegar hvatir lægju að baki tillögu ráðherra.Málefnalega umræðu skortir Eftir hrun hefur lítið farið fyrir málefnalegri umræðu um kaupaukakerfi eða íhlutun löggjafans í tilhögun þessara kerfa. Þess í stað hafa fjölmiðlar og álitsgjafar barist gegn því að starfsmenn einkafyrirtækja, sem auka verðmæti hlutaðeigandi fyrirtækja, fái sanngjarna hlutdeild í þeirri aukningu. Krossferð þeirra sem svo tala er óskiljanleg.Afskipti löggjafa slæm Það er bæði óskynsamlegt og óeðlilegt að löggjafinn hlutist til um ráðningarkjör einkafyrirtækja. Markmið kaupaukakerfa er að skapa hvata fyrir starfsmenn til að auka verðmætasköpun fyrirtækis. Hvort þetta takist veltur auðvitað að meginstefnu til á því hvernig tekst til með hönnun slíks kerfis og hún á að sjálfsögðu að vera á ábyrgð hlutaðeigandi fyrirtækja. Fyrirtækin eru best til þess fallin að meta hvernig beri að haga kerfinu þannig að ákjósanlegu markmiði verði náð. Staðlað kerfi fyrir alla, hannað af löggjafanum, mun missa marks.Hver á að njóta aukins ábata? Það skýtur skökku við að hinir sömu spámenn og gagnrýna kaupaukakerfi, brynna einnig músum vegna hækkandi launa hjá fjármálafyrirtækjum. Hækkandi laun eru þó líklegast afleiðing hinna ströngu reglna um kaupaukakerfi. Svo virðist sem þessum aðilum þætti raunar farsælast að starfsmenn fjármálafyrirtækja hefðu lág laun og engar væntingar um kaupauka. Eðlilegt er að álykta að þeir vilji þá að hluthafar fái alla verðmætasköpun hlutaðeigandi fyrirtækja, þar sem aukin verðmætasköpun má hvorki fara í hærri laun né kaupauka starfsmanna. Miðað við orðræðuna verður þeirrar skoðunar þó varla vart. Orðræða álitsgjafanna virðist því miður sú að enginn skuli fá hin auknu verðmæti sem verða til við betri rekstur – þá verða álitsgjafarnir fyrst sáttir. Því miður fékk tillaga fjármálaráðherra ekki þinglega meðferð á liðnu ári. Tilefni er því til að skora á ráðherra að taka fyrri tillögu til endurskoðunar og mæla fyrir aukinni tilslökun takmarkana á kaupaukagreiðslum, þannig að auka megi frelsi einkafyrirtækja til ábata fyrir fyrirtækin, starfsmenn þeirra og samfélagið í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári lagði fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Töluverðar umræður urðu um einn þátt þessa frumvarps er laut að kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja eða bónuskerfi. Til stóð að slaka örlítið á einum ströngustu takmörkunum á kaupaukum sem þekkjast í hinum vestræna heimi og færa gildandi reglur nær viðmiðum Evrópusambandsins. Annálaðir álitsgjafar risu þá upp á afturlappirnar, mótmæltu hugmyndum þessum harðlega og dylgjuðu jafnvel um að annarlegar hvatir lægju að baki tillögu ráðherra.Málefnalega umræðu skortir Eftir hrun hefur lítið farið fyrir málefnalegri umræðu um kaupaukakerfi eða íhlutun löggjafans í tilhögun þessara kerfa. Þess í stað hafa fjölmiðlar og álitsgjafar barist gegn því að starfsmenn einkafyrirtækja, sem auka verðmæti hlutaðeigandi fyrirtækja, fái sanngjarna hlutdeild í þeirri aukningu. Krossferð þeirra sem svo tala er óskiljanleg.Afskipti löggjafa slæm Það er bæði óskynsamlegt og óeðlilegt að löggjafinn hlutist til um ráðningarkjör einkafyrirtækja. Markmið kaupaukakerfa er að skapa hvata fyrir starfsmenn til að auka verðmætasköpun fyrirtækis. Hvort þetta takist veltur auðvitað að meginstefnu til á því hvernig tekst til með hönnun slíks kerfis og hún á að sjálfsögðu að vera á ábyrgð hlutaðeigandi fyrirtækja. Fyrirtækin eru best til þess fallin að meta hvernig beri að haga kerfinu þannig að ákjósanlegu markmiði verði náð. Staðlað kerfi fyrir alla, hannað af löggjafanum, mun missa marks.Hver á að njóta aukins ábata? Það skýtur skökku við að hinir sömu spámenn og gagnrýna kaupaukakerfi, brynna einnig músum vegna hækkandi launa hjá fjármálafyrirtækjum. Hækkandi laun eru þó líklegast afleiðing hinna ströngu reglna um kaupaukakerfi. Svo virðist sem þessum aðilum þætti raunar farsælast að starfsmenn fjármálafyrirtækja hefðu lág laun og engar væntingar um kaupauka. Eðlilegt er að álykta að þeir vilji þá að hluthafar fái alla verðmætasköpun hlutaðeigandi fyrirtækja, þar sem aukin verðmætasköpun má hvorki fara í hærri laun né kaupauka starfsmanna. Miðað við orðræðuna verður þeirrar skoðunar þó varla vart. Orðræða álitsgjafanna virðist því miður sú að enginn skuli fá hin auknu verðmæti sem verða til við betri rekstur – þá verða álitsgjafarnir fyrst sáttir. Því miður fékk tillaga fjármálaráðherra ekki þinglega meðferð á liðnu ári. Tilefni er því til að skora á ráðherra að taka fyrri tillögu til endurskoðunar og mæla fyrir aukinni tilslökun takmarkana á kaupaukagreiðslum, þannig að auka megi frelsi einkafyrirtækja til ábata fyrir fyrirtækin, starfsmenn þeirra og samfélagið í heild.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun