Hjálmar hleypur hratt en ekki í Reykjavíkurmaraþoninu Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. ágúst 2015 10:00 Hljómsveitin Hjálmar sendir frá sér nýtt lag sem ber nafnið Hlauptu hratt. mynd/Guðmundur Vigfússon „Við erum því miður allir staddir erlendis um þessar mundir, og vonumst til að einhver sé til í að hlaupa í skarðið fyrir okkur,“ segir Sigurður Guðmundsson, meðlimur í reggíhljómsveitinni Hjálmum. Sveitin sendir frá sér nýtt lag í dag er ber heitið Hlauptu hratt, lag og texti eftir Þorstein Einarsson. Hægt er að sækja lagið frítt hér. Tilviljun ein ræður því að það kemur út rétt fyrir Reykjavíkurmaraþonið en þegar Hjálmar áttuðu sig á tengingu titilsins við maraþonið fannst þeim tilvalið að gefa öllum þeim sem hlaupa á laugardaginn, sem og öllum öðrum áhugasömum, eintak af laginu. „Öll okkar lög eru samin á hlaupum, enda er það trendið þessa dagana. Hins vegar þegar semja þarf textana, þá fá menn sér sæti, á hljóðlátum stað – opna eilítið fyrir vatnskranann og ímynda sér að þeir séu rétt í þann mund að koma í mark í maraþonhlaupi,“ segir Sigurður spurður um hvort lagið hafi verið samið á hlaupum. Hann er jafnframt nýkominn úr tónleikaferð með Erlend Oye sem Hjálmar störfuðu með um árið og gerðu með heila plötu. Nýja lagið er annað smáskífulagið sem sveitin sendir frá sér á árinu, en er ný plata í bígerð? „Samkvæmt nýjustu tölum, ef við á annað borð erum hrifin af þeim, þá er þetta lag jú annað lagið í krónólógískri röð nýrra laga sem gerð eru út af örkinni. Sett á flot á öldum ljósvakans. Hið fyrra heitir Undir fót og slapp út í maí. En við erum nú barasta að fara rólega í yfirlýsingar um heilar hljómplötur, enda hefur tæplega nokkur maður einbeitingu í að hlusta á mörg lög í röð nú orðið. Eða eins og maður segir, þá setur maður einn bita upp í sig í einu, og passar að tyggja vel áður en lengra er haldið. Það er allavega ekki hollt að gúffa í sig,“ útskýrir Sigurður. Hjálmar koma fram á tónleikum á Húrra laugardaginn 5. september. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við erum því miður allir staddir erlendis um þessar mundir, og vonumst til að einhver sé til í að hlaupa í skarðið fyrir okkur,“ segir Sigurður Guðmundsson, meðlimur í reggíhljómsveitinni Hjálmum. Sveitin sendir frá sér nýtt lag í dag er ber heitið Hlauptu hratt, lag og texti eftir Þorstein Einarsson. Hægt er að sækja lagið frítt hér. Tilviljun ein ræður því að það kemur út rétt fyrir Reykjavíkurmaraþonið en þegar Hjálmar áttuðu sig á tengingu titilsins við maraþonið fannst þeim tilvalið að gefa öllum þeim sem hlaupa á laugardaginn, sem og öllum öðrum áhugasömum, eintak af laginu. „Öll okkar lög eru samin á hlaupum, enda er það trendið þessa dagana. Hins vegar þegar semja þarf textana, þá fá menn sér sæti, á hljóðlátum stað – opna eilítið fyrir vatnskranann og ímynda sér að þeir séu rétt í þann mund að koma í mark í maraþonhlaupi,“ segir Sigurður spurður um hvort lagið hafi verið samið á hlaupum. Hann er jafnframt nýkominn úr tónleikaferð með Erlend Oye sem Hjálmar störfuðu með um árið og gerðu með heila plötu. Nýja lagið er annað smáskífulagið sem sveitin sendir frá sér á árinu, en er ný plata í bígerð? „Samkvæmt nýjustu tölum, ef við á annað borð erum hrifin af þeim, þá er þetta lag jú annað lagið í krónólógískri röð nýrra laga sem gerð eru út af örkinni. Sett á flot á öldum ljósvakans. Hið fyrra heitir Undir fót og slapp út í maí. En við erum nú barasta að fara rólega í yfirlýsingar um heilar hljómplötur, enda hefur tæplega nokkur maður einbeitingu í að hlusta á mörg lög í röð nú orðið. Eða eins og maður segir, þá setur maður einn bita upp í sig í einu, og passar að tyggja vel áður en lengra er haldið. Það er allavega ekki hollt að gúffa í sig,“ útskýrir Sigurður. Hjálmar koma fram á tónleikum á Húrra laugardaginn 5. september.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira