Sexí sumarfrí? sigga dögg skrifar 23. júní 2015 11:00 Vísir/Getty Sumarfrí og sexí afslöppun fara ekki endilega saman, sérstaklega ekki ef þú átt börn á leik- og grunnskólaaldri. Þegar sumarfrí skellur á og allir eru heima þá þarf að vanda sig til að geta fundið tíma fyrir kelerí. Ef þið verðið heima í sumarfríinu þá getur verið kjörið að nýta björt sumarkvöld til kelerís. Hægt er að skapa huggulega stemmingu heima fyrir með því að setjast útá svalir/pall/garð með teppi og drykk að eigin vali og spjalla smá um heima og geim - lesist, ekki tala um börnin ykkar. Talið um hvaða landa og landshluta ykkur langar að heimsækja, hvernig þið getið komið stefnumótum reglulega fyrir á dagskrá og hvar ykkur langar að vera eftir fimm ár. Leyfðið ykkur að dreyma, saman og sem einstaklingar. Eða spilið. Bara það að eyða tíma saman tvö er mikilvægt. Rannsóknir sýna að pör sem muna eftir sér sem einstaklingar og rækta sig og sín áhugamál, samhliða sambandinu, eiga sterkara samband og eru meira aðlaðandi í augum makans. Það er mikilvægt að muna að allt kynlíf byrjar í heilanum svo áður en gælur við kynfæri eiga sér stað þarf að strjúka og kitla heilanum og því er best að hita upp með samræðum.Vísir/GettyNú ef áhugi er fyrir því að krydda kynlífið þá gæti verið gaman að vera með sleipiefnasmakk eða jafnvel splæsa í litla græju ef markmiðið er að prófa eitthvað nýtt. Fyrir sumum er það að þiggja, eða gefa, munnmök feikinóg krydd í kynlífið svo það getur verið ykkar krydd inn í sumarið. Byrjið á því að gefa ykkur tíma saman og þá verður auðveldara að koma sér í kynlífið. Ef þið verðið í bústað þá mætti skoða það að tjalda úti á lóðinni og leyfa sér smá kelerí úti í náttúrunni á meðan börnin sofa vært inni fyrir. Þetta er sérstaklega skemmtilegt ef ykkur langar að láta aðeins heyrast í ykkur nú eða ykkur finnast náttúruhljóð æsandi. Óháð staðsetningu þá er sumarfrí tíminn til að geyma streitu vinnunnar og hversdagsins og þá er gott að nýta tímann til að tengja sig aftur við makann og fjölskylduna. Kynlífið fylgir svo. Heilsa Tengdar fréttir Hvað einkennir góð sambönd? Það er búið að kortleggja fimm hluti sem einkenna góð sambönd og þau sem uppfylla þennan lista eru síður líklegri til að skilja. 30. ágúst 2014 14:00 Samskipti í samförum Lesandi spyr hvernig hún eigi að snúa sér í samræðum um endaþarmsmök við maka sinn 5. júní 2015 16:00 Listin að krydda kynlífið Hvað felst í því að vilja bæta kynlífið sitt? Eru það kynlífsráð þar sem kaupa skal græju eða er það ný stelling eða ný staðsetning? 7. febrúar 2015 10:00 Svona geturðu lifað betra kynlífi á árinu 2015 Ragga Eiríks gefur góð ráð. 29. desember 2014 11:29 Sexí leikreglur í sól Með hækkandi sól vaknar kynlöngun en henni er best að stýra og koma í réttan farveg, sérstaklega í norðanátt og stinningskulda 12. maí 2015 11:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Sumarfrí og sexí afslöppun fara ekki endilega saman, sérstaklega ekki ef þú átt börn á leik- og grunnskólaaldri. Þegar sumarfrí skellur á og allir eru heima þá þarf að vanda sig til að geta fundið tíma fyrir kelerí. Ef þið verðið heima í sumarfríinu þá getur verið kjörið að nýta björt sumarkvöld til kelerís. Hægt er að skapa huggulega stemmingu heima fyrir með því að setjast útá svalir/pall/garð með teppi og drykk að eigin vali og spjalla smá um heima og geim - lesist, ekki tala um börnin ykkar. Talið um hvaða landa og landshluta ykkur langar að heimsækja, hvernig þið getið komið stefnumótum reglulega fyrir á dagskrá og hvar ykkur langar að vera eftir fimm ár. Leyfðið ykkur að dreyma, saman og sem einstaklingar. Eða spilið. Bara það að eyða tíma saman tvö er mikilvægt. Rannsóknir sýna að pör sem muna eftir sér sem einstaklingar og rækta sig og sín áhugamál, samhliða sambandinu, eiga sterkara samband og eru meira aðlaðandi í augum makans. Það er mikilvægt að muna að allt kynlíf byrjar í heilanum svo áður en gælur við kynfæri eiga sér stað þarf að strjúka og kitla heilanum og því er best að hita upp með samræðum.Vísir/GettyNú ef áhugi er fyrir því að krydda kynlífið þá gæti verið gaman að vera með sleipiefnasmakk eða jafnvel splæsa í litla græju ef markmiðið er að prófa eitthvað nýtt. Fyrir sumum er það að þiggja, eða gefa, munnmök feikinóg krydd í kynlífið svo það getur verið ykkar krydd inn í sumarið. Byrjið á því að gefa ykkur tíma saman og þá verður auðveldara að koma sér í kynlífið. Ef þið verðið í bústað þá mætti skoða það að tjalda úti á lóðinni og leyfa sér smá kelerí úti í náttúrunni á meðan börnin sofa vært inni fyrir. Þetta er sérstaklega skemmtilegt ef ykkur langar að láta aðeins heyrast í ykkur nú eða ykkur finnast náttúruhljóð æsandi. Óháð staðsetningu þá er sumarfrí tíminn til að geyma streitu vinnunnar og hversdagsins og þá er gott að nýta tímann til að tengja sig aftur við makann og fjölskylduna. Kynlífið fylgir svo.
Heilsa Tengdar fréttir Hvað einkennir góð sambönd? Það er búið að kortleggja fimm hluti sem einkenna góð sambönd og þau sem uppfylla þennan lista eru síður líklegri til að skilja. 30. ágúst 2014 14:00 Samskipti í samförum Lesandi spyr hvernig hún eigi að snúa sér í samræðum um endaþarmsmök við maka sinn 5. júní 2015 16:00 Listin að krydda kynlífið Hvað felst í því að vilja bæta kynlífið sitt? Eru það kynlífsráð þar sem kaupa skal græju eða er það ný stelling eða ný staðsetning? 7. febrúar 2015 10:00 Svona geturðu lifað betra kynlífi á árinu 2015 Ragga Eiríks gefur góð ráð. 29. desember 2014 11:29 Sexí leikreglur í sól Með hækkandi sól vaknar kynlöngun en henni er best að stýra og koma í réttan farveg, sérstaklega í norðanátt og stinningskulda 12. maí 2015 11:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hvað einkennir góð sambönd? Það er búið að kortleggja fimm hluti sem einkenna góð sambönd og þau sem uppfylla þennan lista eru síður líklegri til að skilja. 30. ágúst 2014 14:00
Samskipti í samförum Lesandi spyr hvernig hún eigi að snúa sér í samræðum um endaþarmsmök við maka sinn 5. júní 2015 16:00
Listin að krydda kynlífið Hvað felst í því að vilja bæta kynlífið sitt? Eru það kynlífsráð þar sem kaupa skal græju eða er það ný stelling eða ný staðsetning? 7. febrúar 2015 10:00
Sexí leikreglur í sól Með hækkandi sól vaknar kynlöngun en henni er best að stýra og koma í réttan farveg, sérstaklega í norðanátt og stinningskulda 12. maí 2015 11:00