Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. september 2015 19:44 Bergvin Oddsson er sakaður um að hafa nýtt sér vettvang félagsins til að véla ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask. vísir/stefán Stjórn Blindrafélagsins samþykkti á fundi sínum í dag að lýsa vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Hann er sakaður um að hafa nýtt sér vettvang félagsins til þess að véla ungan félagsmann til að leggja allt sparifé í fasteignabrask honum tengt. Stjórnin samþykkti jafnframt að rifta ráðningasamningi Bergvins. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að Bergvin hafi með athæfi sínu misnotað vald sitt og brugðist trausti þessa unga félagsmanns, og þar með sýnt af sér siðferðislegt dómgreindarleysi. Ekki er um fjármuni Blindrafélagsins að ræða, en málinu hefur verið komið í hendur lögmanns. Boðað hefur verið til félagsfundar 30.september þar sem málið verður kynnt félagsmönnum. Yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan.Í ljósi alvarlegs trúnaðarbrests sem upp er kominn á milli formanns Blindrafélagsins og stjórnar þess, þá lýsir stjórn félagsins yfir vantrausti á formann.Málsatvik eru þau að formaður félagsins hefur nýtt sér vettvang þess til að véla ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask honum tengt. Mál sem er komið í hendur á lögmanni.Að mati stjórnar félagsins þá hefur formaður með athæfi sínu misnotað vald sitt og brugðist trausti þessa unga félagsmanns og þar með sýnt af sér siðferðilegt dómgreindarleysi.Mikilvægt er að halda því til haga að ekki er um að ræða fjármuni Blindrafélagsins í þessu máli.Stjórn félagsins samþykkir jafnframt að rifta ráðningasamningi formanns. Þá afturkallar stjórn félagsins skipun formanns sem fulltrúa félagsins í ráð og nefndir.Stjórn Blindrafélagsins boðar ennfremur til félagsfundar miðvikudaginn 30. september til þess að kynna málið fyrir félagsmönnum. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Stjórn Blindrafélagsins samþykkti á fundi sínum í dag að lýsa vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Hann er sakaður um að hafa nýtt sér vettvang félagsins til þess að véla ungan félagsmann til að leggja allt sparifé í fasteignabrask honum tengt. Stjórnin samþykkti jafnframt að rifta ráðningasamningi Bergvins. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að Bergvin hafi með athæfi sínu misnotað vald sitt og brugðist trausti þessa unga félagsmanns, og þar með sýnt af sér siðferðislegt dómgreindarleysi. Ekki er um fjármuni Blindrafélagsins að ræða, en málinu hefur verið komið í hendur lögmanns. Boðað hefur verið til félagsfundar 30.september þar sem málið verður kynnt félagsmönnum. Yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan.Í ljósi alvarlegs trúnaðarbrests sem upp er kominn á milli formanns Blindrafélagsins og stjórnar þess, þá lýsir stjórn félagsins yfir vantrausti á formann.Málsatvik eru þau að formaður félagsins hefur nýtt sér vettvang þess til að véla ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask honum tengt. Mál sem er komið í hendur á lögmanni.Að mati stjórnar félagsins þá hefur formaður með athæfi sínu misnotað vald sitt og brugðist trausti þessa unga félagsmanns og þar með sýnt af sér siðferðilegt dómgreindarleysi.Mikilvægt er að halda því til haga að ekki er um að ræða fjármuni Blindrafélagsins í þessu máli.Stjórn félagsins samþykkir jafnframt að rifta ráðningasamningi formanns. Þá afturkallar stjórn félagsins skipun formanns sem fulltrúa félagsins í ráð og nefndir.Stjórn Blindrafélagsins boðar ennfremur til félagsfundar miðvikudaginn 30. september til þess að kynna málið fyrir félagsmönnum.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira