Axlaðu ábyrgð herra borgarstjóri! Óttar Guðlaugsson skrifar 22. september 2015 19:42 Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að setja innkaupabann á Ísrael, vinaþjóð Íslands til áratuga, hefur af skiljanlegum ástæðum valdi miklum usla víða um heim og dregið dilka á eftir sér. Alþjóðleg samtök gyðinga hafa hótað málsókn, erlendir ferðamenn hafa afbókað ferðir sínar til landsins í massavís, íslenskar vörur hafa verið teknar úr hillum stórra bandarískra verslunarkeðja, erlendir birgjar hafa afpantað íslenskar vörur og fjárfestar á bakvið byggingu nýs lúxushótels við Hörpu hafa greint frá því að vafi ríkji um fjármögnun þess í kjölfar fyrrnefndrar ákvörðunar borgarmeirihlutans. Það stefnir því í að fyrirtæki og einstaklingar út í bæ muni tapa milljónum, ef ekki milljörðum, vegna ákvörðunar sem lögfræðingar, og raunar sjálft utanríkisráðuneytið, hafa sagt brjóta gegn landslögum jafnt sem jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar. Ákvörðunar sem borgarstjóri sjálfur hefur sagt að hafi verið vanhugsuð kveðjugjöf til fyrrum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, þó svo að viðkomandi borgarfulltrúi hafi þvertekið fyrir það og í kjölfarið ásakað borgarstjórann um ósannindi enda hafi drögin að tillögunni legið fyrir í heilt ár. Í dag ætlar borgarstjóri síðan að freista þess að lágmarka tjónið, sem hann sjálfur olli, með því að draga „kveðjugjöfina“ vanhugsuðu til baka. Þó svo að slíkt sé vissulega skref í rétta átt þá dugir það einfaldlega ekki til. Skaðinn er núþegar skeður og einhver verður að axla ábyrgð á þessu fordæmalausa klúðri. Borgarstjórinn verður að sýna kjósendum, og þá sérstaklega þeim sem hann hefur ollið fjárhagslegu tjóni, þá lágmarksvirðingu að axla ábyrgð á gjörðum sínum og segja af sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að setja innkaupabann á Ísrael, vinaþjóð Íslands til áratuga, hefur af skiljanlegum ástæðum valdi miklum usla víða um heim og dregið dilka á eftir sér. Alþjóðleg samtök gyðinga hafa hótað málsókn, erlendir ferðamenn hafa afbókað ferðir sínar til landsins í massavís, íslenskar vörur hafa verið teknar úr hillum stórra bandarískra verslunarkeðja, erlendir birgjar hafa afpantað íslenskar vörur og fjárfestar á bakvið byggingu nýs lúxushótels við Hörpu hafa greint frá því að vafi ríkji um fjármögnun þess í kjölfar fyrrnefndrar ákvörðunar borgarmeirihlutans. Það stefnir því í að fyrirtæki og einstaklingar út í bæ muni tapa milljónum, ef ekki milljörðum, vegna ákvörðunar sem lögfræðingar, og raunar sjálft utanríkisráðuneytið, hafa sagt brjóta gegn landslögum jafnt sem jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar. Ákvörðunar sem borgarstjóri sjálfur hefur sagt að hafi verið vanhugsuð kveðjugjöf til fyrrum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, þó svo að viðkomandi borgarfulltrúi hafi þvertekið fyrir það og í kjölfarið ásakað borgarstjórann um ósannindi enda hafi drögin að tillögunni legið fyrir í heilt ár. Í dag ætlar borgarstjóri síðan að freista þess að lágmarka tjónið, sem hann sjálfur olli, með því að draga „kveðjugjöfina“ vanhugsuðu til baka. Þó svo að slíkt sé vissulega skref í rétta átt þá dugir það einfaldlega ekki til. Skaðinn er núþegar skeður og einhver verður að axla ábyrgð á þessu fordæmalausa klúðri. Borgarstjórinn verður að sýna kjósendum, og þá sérstaklega þeim sem hann hefur ollið fjárhagslegu tjóni, þá lágmarksvirðingu að axla ábyrgð á gjörðum sínum og segja af sér.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar