Í dag er opið í Bláfjöllum frá klukkan tíu til fimm. „Hér er sumarveður, hiti við frostmark, 6 m/sek og hálfskýjað,“ segir í tilkynningu frá framkvæmdastjórn skíðasvæðisins. Í gær var lokað vegna hvassviðris. Samkvæmt upplýsingum frá Bláfjöllum er gott færi í troðnum brautum en hart utanbrauta eins og gefur að skilja þegar svæðið hefur verið lokað.
Opnunardagar voru ekki margir í Bláfjöllum í vetur þrátt fyrir góð snjóalög.
