Það sem tekið hefur verið í burtu hækkar ekki Sigurður Már Jónsson skrifar 23. apríl 2015 00:01 Því hefur verið haldið fram að undanförnu að hætta sé á að verðbólga éti upp höfuðstólsleiðréttingu húsnæðislána, Leiðréttinguna. Það er alrangt. Þvert á móti, það munar enn meira um Leiðréttinguna eftir því sem verðbólga er hærri. Það stafar af því að verðbólga getur ekki hækkað það sem búið er að taka í burtu. Lánið mun hugsanlega ná sömu upphæð aftur, en sú upphæð verður alltaf lægri en hefði lánið ekki verið leiðrétt. Sá hluti lána sem búið er að færa niður bætist ekki ofan á lánin aftur. Það er því rangt að tala um að verðbólga éti upp Leiðréttinguna. Í raun skiptir Leiðréttingin enn meira máli ef verðbólga hækkar, vegna þess að óleiðrétt lán hefði hækkað enn meira en leiðrétta lánið gerir. Vægi Leiðréttingarinnar í krónum talið eykst með meiri verðbólgu en minnkar við verðhjöðnun. Og munurinn á greiðslum er satt að segja sláandi. Til að sjá þennan mun svart á hvítu má t.d. bera saman tvö dæmi af hjónum sem árið 2007 taka 15 milljóna jafngreiðslulán til 40 ára á 4,15% vöxtum. Í fyrra dæminu er verðbólga 2% út lánstímann. Vegna Leiðréttingarinnar greiða hjónin rúmum 10 milljónum króna minna í afborganir á líftíma lánsins en þau hefðu gert án Leiðréttingarinnar. Í seinna dæminu er verðbólga 6% út lánstímann. Vegna Leiðréttingarinnar greiða hjónin um 22 milljónum króna minna í afborganir á líftíma lánsins en þau hefðu gert án Leiðréttingarinnar. Munurinn á greiðslum hjónanna ef verðbólga er 2% eða 6% er því um 12 milljónir króna. Flestum er kunnugt að það borgar sig alltaf að borga inn á verðtryggt lán, því það leiðir til þess að lægri verðbætur leggjast á lánið til framtíðar en án þeirrar inngreiðslu. Það má því vera öllum ljóst að verðbólga étur ekki upp ávinning heimilanna af Leiðréttingunni. Sá ávinningur heldur gildi sínu þótt verðbólga hækki, einfaldlega vegna þess að það sem hefur verið tekið í burtu hækkar ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að undanförnu að hætta sé á að verðbólga éti upp höfuðstólsleiðréttingu húsnæðislána, Leiðréttinguna. Það er alrangt. Þvert á móti, það munar enn meira um Leiðréttinguna eftir því sem verðbólga er hærri. Það stafar af því að verðbólga getur ekki hækkað það sem búið er að taka í burtu. Lánið mun hugsanlega ná sömu upphæð aftur, en sú upphæð verður alltaf lægri en hefði lánið ekki verið leiðrétt. Sá hluti lána sem búið er að færa niður bætist ekki ofan á lánin aftur. Það er því rangt að tala um að verðbólga éti upp Leiðréttinguna. Í raun skiptir Leiðréttingin enn meira máli ef verðbólga hækkar, vegna þess að óleiðrétt lán hefði hækkað enn meira en leiðrétta lánið gerir. Vægi Leiðréttingarinnar í krónum talið eykst með meiri verðbólgu en minnkar við verðhjöðnun. Og munurinn á greiðslum er satt að segja sláandi. Til að sjá þennan mun svart á hvítu má t.d. bera saman tvö dæmi af hjónum sem árið 2007 taka 15 milljóna jafngreiðslulán til 40 ára á 4,15% vöxtum. Í fyrra dæminu er verðbólga 2% út lánstímann. Vegna Leiðréttingarinnar greiða hjónin rúmum 10 milljónum króna minna í afborganir á líftíma lánsins en þau hefðu gert án Leiðréttingarinnar. Í seinna dæminu er verðbólga 6% út lánstímann. Vegna Leiðréttingarinnar greiða hjónin um 22 milljónum króna minna í afborganir á líftíma lánsins en þau hefðu gert án Leiðréttingarinnar. Munurinn á greiðslum hjónanna ef verðbólga er 2% eða 6% er því um 12 milljónir króna. Flestum er kunnugt að það borgar sig alltaf að borga inn á verðtryggt lán, því það leiðir til þess að lægri verðbætur leggjast á lánið til framtíðar en án þeirrar inngreiðslu. Það má því vera öllum ljóst að verðbólga étur ekki upp ávinning heimilanna af Leiðréttingunni. Sá ávinningur heldur gildi sínu þótt verðbólga hækki, einfaldlega vegna þess að það sem hefur verið tekið í burtu hækkar ekki.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar