Erlendar umsagnir um nýja Stjórnarskrá Þorvaldur Gylfason skrifar 23. apríl 2015 00:01 Nýlega kom út bókin Lýðræðistilraunir (ritstj. Jón Ólafsson prófessor). Þar er m.a. að finna þrjár prýðilegar ritgerðir erlendra prófessora um stjórnarskrármálið, þeirra James Fiskin í Stanford-háskóla, Hélène Landemore í Yale-háskóla, Tom Ginsburg í Chicago-háskóla og Zachary Elkins í Texas-háskóla. Þau standa öll í fremstu röð í stjórnarskrárrannsóknum, og öll bera þau lof á nýju stjórnarskrána, tilurð hennar og efni.Ekkert ósamræmiFishkin segir: „…ferli við endurskoðun stjórnarskrár ætti, ef vel á að takast til, að vera þannig úr garði gert, að hún mótist af vilja almennings.…Stjórnarskrárferlið sýnir að vel er hægt að tengja almenningssamráð á netinu við fundi þar sem þátttakendur hittast og ræða saman augliti til auglitis.“ Um þjóðfundinn 2010 segir Fishkin: „Fullyrðinguna um að hópurinn hafi endurspeglað skoðanir landsmanna…er því miður ekki hægt að styðja með neinum haldbærum rökum.“ Þetta er furðuleg staðhæfing, því að fyrir liggur, að niðurstaða þjóðfundarins var í fullu samræmi við skoðanakannanir meðal almennings, 522 frambjóðenda til stjórnlagaþings og 25 þjóðkjörinna og þingskipaðra fulltrúa í stjórnlagaráði. Fullyrðing Fishkins ætti því aðeins rétt á sér, ef hægt væri að sýna fram á ósamræmi milli niðurstöðu þjóðfundarins 2010 og frumvarps stjórnlagaráðs frá 2011, en það hefur enginn gert, enda er það ekki hægt. Ritstjóri bókarinnar hefði átt að leiðrétta þessa meinlegu villu.Taumhald á sérfræðingumLandesmore færir rök að því, að „ferlið sem Ísland notaði við stjórnarskrárgerð feli í sér alla möguleika á því að semja góða stjórnarskrá, þ.e. stjórnarskrá sem samræmist hlutlægum gæðastöðlum.“ Hún segir: „…(i) ferlið leyfði almenna þátttöku, (ii) fulltrúafyrirkomulag í ferlinu var í samræmi við hvernig búseta, kynjahlutföll og viðhorf í samfélaginu dreifast…og (iii) ferlið var gagnsætt að mestu leyti.“ Hún fellur ekki í sömu gryfju og Fishkin, því að hún segir það „einkenni þjóðfundarins, að fulltrúarnir endurspegluðu þverskurð af þjóðfélaginu.“ Hún segir um þjóðaratkvæðagreiðslur um stjórnarskrár, að þær hafi þann höfuðkost, að þær „gefa fólki…færi á að hafna drögum sem það er ekki sátt við…[og] auka óneitanlega einnig á lögmæti ferlisins og gefa í raun til kynna að almenningur samþykki gildistöku nýrra stjórnskipunarlaga.“ Landesmore segir, að þátttaka almennings í ferlinu hafi „aldrei áður verið notuð í jafnflóknu og þýðingarmiklu verkefni og ritun nýrrar stjórnarskrár…Þetta tiltölulega mikla gagnsæi íslenska ferlisins er róttæk breyting frá því yfirbragði leyndar og torræðni, sem oftast einkennir stjórnarskrárgerð…Íslendingar höfðu látið í ljós skýran vilja til að hverfa frá leynisamningum í bakherbergjum og spilltum vinnubrögðum átakanna fyrir hrun.“ Og þannig „fékk almenningur meiri aðgang að stjórnarskrárskrifunum en önnur dæmi eru um.“ Um íslenzka lögfræðinga, sem Alþingi fól að leggja til orðalagsbreytingar, segir Landesmore: „Í sumum tilfellum breyttu þeir setningum þannig að merkingin brenglaðist…[og] voru afskipti íslensku sérfræðinganna ekki einvörðungu brot gegn vilja stjórnlagaráðs heldur drógu þau einnig úr gæðum tillagnanna…mikilvægt er að hafa taumhald á sérfræðingum.“ Höfuðpaurinn í hópnum er nú formaður stjórnarskrárnefndar Alþingis.Sólskin sem sótthreinsun Tom Ginsburg og Zachary Elkins taka undir með Jon Elster, prófessor í Columbia-háskóla, þegar hann segir hið augljósa: „Sé ferlið látið í hendur hins venjulega löggjafa [þ.e. Alþingis] er talin hætta á að stofnanalegir sérhagsmunir ráði niðurstöðunni.“ Þeir lofa ferlið fyrir að hafa verið „gagnsætt og opið fyrir almennri þátttöku allan tímann“ og vitna í gamlan bandarískan hæstaréttardómara, sem sagði: „Sólskinið er besta sótthreinsunin.“ Ginsburg og Elkins segja, að gagnsæið hafi „dregið úr hvatanum til að láta stjórnast af eiginhagsmunum auk þess sem eiginhagsmunahyggja var fordæmd af meðlimum stjórnlagaráðs.“ Þeir segja einnig: „Sterkustu rökin frá fræðilegu sjónarmiði fyrir þátttöku almennings varða það hlutverk stjórnarskrár að veita stjórnvöldum aðhald…Einn áhrifamikill skilningur á stjórnarskrám er að þær séu samfélagssáttmáli borgaranna, til þess gerður að takmarka ógnina af ríkisvaldi.“ Þeir taka réttilega eftir því, að „Alþingi Íslendinga hefði orðið sterkari stofnun með fullgildingu tillagnanna en það er nú.“ Þeir mæra einnig ýmis efnisatriði, sem litla athygli hafa vakið: „Mjög fáar stjórnarskrár ná yfir réttindi fatlaðra [og] hafa aðeins 25 stjórnarskrár [af 900 allar götur frá 1789, innskot mitt, ÞG] nokkru sinni veitt fötluðum slíka vernd.“ Þeir spyrja að endingu: „Hvers vegna stóðu borgararnir ekki vörð um [nýju stjórnarskrána] andspænis vanrækslu þingsins?“ Þeir svara: „Það er gríðarlega erfitt að viðhalda fjöldahreyfingu nema á miklum erfiðleikatímum.…Því miður virðist aldrei vera nógu mikið í húfi til að virkja þátttöku,…jafnvel á tímum netlýðræðis.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Nýlega kom út bókin Lýðræðistilraunir (ritstj. Jón Ólafsson prófessor). Þar er m.a. að finna þrjár prýðilegar ritgerðir erlendra prófessora um stjórnarskrármálið, þeirra James Fiskin í Stanford-háskóla, Hélène Landemore í Yale-háskóla, Tom Ginsburg í Chicago-háskóla og Zachary Elkins í Texas-háskóla. Þau standa öll í fremstu röð í stjórnarskrárrannsóknum, og öll bera þau lof á nýju stjórnarskrána, tilurð hennar og efni.Ekkert ósamræmiFishkin segir: „…ferli við endurskoðun stjórnarskrár ætti, ef vel á að takast til, að vera þannig úr garði gert, að hún mótist af vilja almennings.…Stjórnarskrárferlið sýnir að vel er hægt að tengja almenningssamráð á netinu við fundi þar sem þátttakendur hittast og ræða saman augliti til auglitis.“ Um þjóðfundinn 2010 segir Fishkin: „Fullyrðinguna um að hópurinn hafi endurspeglað skoðanir landsmanna…er því miður ekki hægt að styðja með neinum haldbærum rökum.“ Þetta er furðuleg staðhæfing, því að fyrir liggur, að niðurstaða þjóðfundarins var í fullu samræmi við skoðanakannanir meðal almennings, 522 frambjóðenda til stjórnlagaþings og 25 þjóðkjörinna og þingskipaðra fulltrúa í stjórnlagaráði. Fullyrðing Fishkins ætti því aðeins rétt á sér, ef hægt væri að sýna fram á ósamræmi milli niðurstöðu þjóðfundarins 2010 og frumvarps stjórnlagaráðs frá 2011, en það hefur enginn gert, enda er það ekki hægt. Ritstjóri bókarinnar hefði átt að leiðrétta þessa meinlegu villu.Taumhald á sérfræðingumLandesmore færir rök að því, að „ferlið sem Ísland notaði við stjórnarskrárgerð feli í sér alla möguleika á því að semja góða stjórnarskrá, þ.e. stjórnarskrá sem samræmist hlutlægum gæðastöðlum.“ Hún segir: „…(i) ferlið leyfði almenna þátttöku, (ii) fulltrúafyrirkomulag í ferlinu var í samræmi við hvernig búseta, kynjahlutföll og viðhorf í samfélaginu dreifast…og (iii) ferlið var gagnsætt að mestu leyti.“ Hún fellur ekki í sömu gryfju og Fishkin, því að hún segir það „einkenni þjóðfundarins, að fulltrúarnir endurspegluðu þverskurð af þjóðfélaginu.“ Hún segir um þjóðaratkvæðagreiðslur um stjórnarskrár, að þær hafi þann höfuðkost, að þær „gefa fólki…færi á að hafna drögum sem það er ekki sátt við…[og] auka óneitanlega einnig á lögmæti ferlisins og gefa í raun til kynna að almenningur samþykki gildistöku nýrra stjórnskipunarlaga.“ Landesmore segir, að þátttaka almennings í ferlinu hafi „aldrei áður verið notuð í jafnflóknu og þýðingarmiklu verkefni og ritun nýrrar stjórnarskrár…Þetta tiltölulega mikla gagnsæi íslenska ferlisins er róttæk breyting frá því yfirbragði leyndar og torræðni, sem oftast einkennir stjórnarskrárgerð…Íslendingar höfðu látið í ljós skýran vilja til að hverfa frá leynisamningum í bakherbergjum og spilltum vinnubrögðum átakanna fyrir hrun.“ Og þannig „fékk almenningur meiri aðgang að stjórnarskrárskrifunum en önnur dæmi eru um.“ Um íslenzka lögfræðinga, sem Alþingi fól að leggja til orðalagsbreytingar, segir Landesmore: „Í sumum tilfellum breyttu þeir setningum þannig að merkingin brenglaðist…[og] voru afskipti íslensku sérfræðinganna ekki einvörðungu brot gegn vilja stjórnlagaráðs heldur drógu þau einnig úr gæðum tillagnanna…mikilvægt er að hafa taumhald á sérfræðingum.“ Höfuðpaurinn í hópnum er nú formaður stjórnarskrárnefndar Alþingis.Sólskin sem sótthreinsun Tom Ginsburg og Zachary Elkins taka undir með Jon Elster, prófessor í Columbia-háskóla, þegar hann segir hið augljósa: „Sé ferlið látið í hendur hins venjulega löggjafa [þ.e. Alþingis] er talin hætta á að stofnanalegir sérhagsmunir ráði niðurstöðunni.“ Þeir lofa ferlið fyrir að hafa verið „gagnsætt og opið fyrir almennri þátttöku allan tímann“ og vitna í gamlan bandarískan hæstaréttardómara, sem sagði: „Sólskinið er besta sótthreinsunin.“ Ginsburg og Elkins segja, að gagnsæið hafi „dregið úr hvatanum til að láta stjórnast af eiginhagsmunum auk þess sem eiginhagsmunahyggja var fordæmd af meðlimum stjórnlagaráðs.“ Þeir segja einnig: „Sterkustu rökin frá fræðilegu sjónarmiði fyrir þátttöku almennings varða það hlutverk stjórnarskrár að veita stjórnvöldum aðhald…Einn áhrifamikill skilningur á stjórnarskrám er að þær séu samfélagssáttmáli borgaranna, til þess gerður að takmarka ógnina af ríkisvaldi.“ Þeir taka réttilega eftir því, að „Alþingi Íslendinga hefði orðið sterkari stofnun með fullgildingu tillagnanna en það er nú.“ Þeir mæra einnig ýmis efnisatriði, sem litla athygli hafa vakið: „Mjög fáar stjórnarskrár ná yfir réttindi fatlaðra [og] hafa aðeins 25 stjórnarskrár [af 900 allar götur frá 1789, innskot mitt, ÞG] nokkru sinni veitt fötluðum slíka vernd.“ Þeir spyrja að endingu: „Hvers vegna stóðu borgararnir ekki vörð um [nýju stjórnarskrána] andspænis vanrækslu þingsins?“ Þeir svara: „Það er gríðarlega erfitt að viðhalda fjöldahreyfingu nema á miklum erfiðleikatímum.…Því miður virðist aldrei vera nógu mikið í húfi til að virkja þátttöku,…jafnvel á tímum netlýðræðis.“