Jarla, Júlíhuld og Gígur samþykkt Birgir Olgeirsson skrifar 4. september 2015 16:24 Húna Stasía er hið besta nafn. Vísir/Getty Mannanafnanefnd birti í dag tíu úrskurði þar sem kveðið er á um hvað má og hvað má ekki heita og ber þar helst til tíðinda að konur mega nú heita Júlíhuld og Jarla og karlar geta borið nafnið Gígur. Nefndin barst erindi um að fá leyfi fyrir að heita kvenmannsnafninu Jarla og fékkst leyfi fyrir því vegna þess að Jarla tekur íslenskri beygingu í eignarfalli og verður þar að Jörlu. Sama átti við um kvenmannsnafnið Júlíuhuld en hins vegar var tökunafninu Anya hafnað. Til að slíkt tökunafn öðlist gildi samkvæmt vinnureglum nefndarinnar þarf það að hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Telst nafnið hafa öðlast hefði ef það er nú borið af að minnsta kosti fimmtán Íslendingum, það er nú borið af 10 – 14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð að minnsta kosti 30 ára aldri, það er nú borið af 5 – 9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð að minnsta kosti 60 ára aldri, það er nú borið af 1 – 4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910, það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur fyrir að minnsta kosti í tveimur manntölum frá 1703 til 1910. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands eru tvær stúlkur skráðar með eiginnafnið Anya sem uppfylla áðurnenfd skilyrði og eru þær fæddar árin 2002 og 2006. Nafnið kemur ekki fyrir í manntölum frá 1703 til 1920 og uppfyllir þar af leiðiandi ekki öll ákvæði fimmtu grinar laga um mannanöfn og því hafnað. Kvenmannsnafnið Húna var samþykkt sökum þess að það tekur íslenskri beygingu í eignarfalli og verður þar að Húnu. Sama á við um karlmannsnafnið Gígur og kvenmannsnafnið Stasía. Þá var kvenmannsnafnið Marzibil einnig samþykkt og karlmannsnafnið Willy en samkvæmt gögnum Þjóðskrár bera tveir karlar eiginnafnið Willy í þjóðskrá sem uppfylla skilyrði vinnulagsreglnanna og nafnið kemur jafnframt fyrir í manntali frá 1920. Mannanafnanefnd hafnaði karlmannsnafninu og rithættinum Bjarkarr, hafnaði kvenmannsnafninu Alexstrasza en samþykkti kvenmannsnafnið Alexstrasa. Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Mannanafnanefnd birti í dag tíu úrskurði þar sem kveðið er á um hvað má og hvað má ekki heita og ber þar helst til tíðinda að konur mega nú heita Júlíhuld og Jarla og karlar geta borið nafnið Gígur. Nefndin barst erindi um að fá leyfi fyrir að heita kvenmannsnafninu Jarla og fékkst leyfi fyrir því vegna þess að Jarla tekur íslenskri beygingu í eignarfalli og verður þar að Jörlu. Sama átti við um kvenmannsnafnið Júlíuhuld en hins vegar var tökunafninu Anya hafnað. Til að slíkt tökunafn öðlist gildi samkvæmt vinnureglum nefndarinnar þarf það að hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Telst nafnið hafa öðlast hefði ef það er nú borið af að minnsta kosti fimmtán Íslendingum, það er nú borið af 10 – 14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð að minnsta kosti 30 ára aldri, það er nú borið af 5 – 9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð að minnsta kosti 60 ára aldri, það er nú borið af 1 – 4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910, það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur fyrir að minnsta kosti í tveimur manntölum frá 1703 til 1910. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands eru tvær stúlkur skráðar með eiginnafnið Anya sem uppfylla áðurnenfd skilyrði og eru þær fæddar árin 2002 og 2006. Nafnið kemur ekki fyrir í manntölum frá 1703 til 1920 og uppfyllir þar af leiðiandi ekki öll ákvæði fimmtu grinar laga um mannanöfn og því hafnað. Kvenmannsnafnið Húna var samþykkt sökum þess að það tekur íslenskri beygingu í eignarfalli og verður þar að Húnu. Sama á við um karlmannsnafnið Gígur og kvenmannsnafnið Stasía. Þá var kvenmannsnafnið Marzibil einnig samþykkt og karlmannsnafnið Willy en samkvæmt gögnum Þjóðskrár bera tveir karlar eiginnafnið Willy í þjóðskrá sem uppfylla skilyrði vinnulagsreglnanna og nafnið kemur jafnframt fyrir í manntali frá 1920. Mannanafnanefnd hafnaði karlmannsnafninu og rithættinum Bjarkarr, hafnaði kvenmannsnafninu Alexstrasza en samþykkti kvenmannsnafnið Alexstrasa.
Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira