Jarla, Júlíhuld og Gígur samþykkt Birgir Olgeirsson skrifar 4. september 2015 16:24 Húna Stasía er hið besta nafn. Vísir/Getty Mannanafnanefnd birti í dag tíu úrskurði þar sem kveðið er á um hvað má og hvað má ekki heita og ber þar helst til tíðinda að konur mega nú heita Júlíhuld og Jarla og karlar geta borið nafnið Gígur. Nefndin barst erindi um að fá leyfi fyrir að heita kvenmannsnafninu Jarla og fékkst leyfi fyrir því vegna þess að Jarla tekur íslenskri beygingu í eignarfalli og verður þar að Jörlu. Sama átti við um kvenmannsnafnið Júlíuhuld en hins vegar var tökunafninu Anya hafnað. Til að slíkt tökunafn öðlist gildi samkvæmt vinnureglum nefndarinnar þarf það að hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Telst nafnið hafa öðlast hefði ef það er nú borið af að minnsta kosti fimmtán Íslendingum, það er nú borið af 10 – 14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð að minnsta kosti 30 ára aldri, það er nú borið af 5 – 9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð að minnsta kosti 60 ára aldri, það er nú borið af 1 – 4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910, það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur fyrir að minnsta kosti í tveimur manntölum frá 1703 til 1910. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands eru tvær stúlkur skráðar með eiginnafnið Anya sem uppfylla áðurnenfd skilyrði og eru þær fæddar árin 2002 og 2006. Nafnið kemur ekki fyrir í manntölum frá 1703 til 1920 og uppfyllir þar af leiðiandi ekki öll ákvæði fimmtu grinar laga um mannanöfn og því hafnað. Kvenmannsnafnið Húna var samþykkt sökum þess að það tekur íslenskri beygingu í eignarfalli og verður þar að Húnu. Sama á við um karlmannsnafnið Gígur og kvenmannsnafnið Stasía. Þá var kvenmannsnafnið Marzibil einnig samþykkt og karlmannsnafnið Willy en samkvæmt gögnum Þjóðskrár bera tveir karlar eiginnafnið Willy í þjóðskrá sem uppfylla skilyrði vinnulagsreglnanna og nafnið kemur jafnframt fyrir í manntali frá 1920. Mannanafnanefnd hafnaði karlmannsnafninu og rithættinum Bjarkarr, hafnaði kvenmannsnafninu Alexstrasza en samþykkti kvenmannsnafnið Alexstrasa. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Mannanafnanefnd birti í dag tíu úrskurði þar sem kveðið er á um hvað má og hvað má ekki heita og ber þar helst til tíðinda að konur mega nú heita Júlíhuld og Jarla og karlar geta borið nafnið Gígur. Nefndin barst erindi um að fá leyfi fyrir að heita kvenmannsnafninu Jarla og fékkst leyfi fyrir því vegna þess að Jarla tekur íslenskri beygingu í eignarfalli og verður þar að Jörlu. Sama átti við um kvenmannsnafnið Júlíuhuld en hins vegar var tökunafninu Anya hafnað. Til að slíkt tökunafn öðlist gildi samkvæmt vinnureglum nefndarinnar þarf það að hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Telst nafnið hafa öðlast hefði ef það er nú borið af að minnsta kosti fimmtán Íslendingum, það er nú borið af 10 – 14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð að minnsta kosti 30 ára aldri, það er nú borið af 5 – 9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð að minnsta kosti 60 ára aldri, það er nú borið af 1 – 4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910, það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur fyrir að minnsta kosti í tveimur manntölum frá 1703 til 1910. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands eru tvær stúlkur skráðar með eiginnafnið Anya sem uppfylla áðurnenfd skilyrði og eru þær fæddar árin 2002 og 2006. Nafnið kemur ekki fyrir í manntölum frá 1703 til 1920 og uppfyllir þar af leiðiandi ekki öll ákvæði fimmtu grinar laga um mannanöfn og því hafnað. Kvenmannsnafnið Húna var samþykkt sökum þess að það tekur íslenskri beygingu í eignarfalli og verður þar að Húnu. Sama á við um karlmannsnafnið Gígur og kvenmannsnafnið Stasía. Þá var kvenmannsnafnið Marzibil einnig samþykkt og karlmannsnafnið Willy en samkvæmt gögnum Þjóðskrár bera tveir karlar eiginnafnið Willy í þjóðskrá sem uppfylla skilyrði vinnulagsreglnanna og nafnið kemur jafnframt fyrir í manntali frá 1920. Mannanafnanefnd hafnaði karlmannsnafninu og rithættinum Bjarkarr, hafnaði kvenmannsnafninu Alexstrasza en samþykkti kvenmannsnafnið Alexstrasa.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira