Ekki með neina stæla Gunar Leó Pálsson skrifar 4. september 2015 08:00 Strákarnir í Diktu eru spenntir fyrir því að nýjasta platan þeirra komi út. „Við erum sjúklega stoltir af nýju plötunni, það liggur við að vera vandræðalegt hvað við erum stoltir af þessu,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, píanóleikari og annar gítarleikari hljómsveitarinnar Diktu sem sendir í dag frá sér nýja plötu sem ber nafnið Easy Street. Platan er fimmta breiðskífa sveitarinnar, sem hefur unnið að henni síðastliðin tvö ár. „Þetta tók tvö ár í vinnslu og við vorum meðvitaðir strax í byrjun um að við ætluðum að gera þetta svona. Við fórum tvær ferðir til Þýskalands til að vinna með upptökustjóranum Sky van Hoff og þegar við fórum í seinni Þýskalandsferðina héldum að við værum langt komnir en þá var mikið eftir. Upptökustjórinn kom til Íslands og var hér í rúman mánuð með okkur þótt hann hafi bara ætlað að vera í tvær vikur með okkur,“ útskýrir Haukur Heiðar spurður út í vinnuna á bak við plötuna. Hún er jafnframt fyrsta plata Diktu sem kemur út á vínyl. Platan er að miklu leyti rökrétt framhald af fyrri plötum sveitarinnar en þeir settu sér þó það markmið í byrjun að búa fyrst og fremst til góða popp/rokkplötu. „Við ætluðum að búa til góða popp/rokkplötu og ekki vera með neina stæla,“ segir Haukur Heiðar en hann spilar þó sérlega lítið á gítar á þessari plötu. „Ég spila rosa mikið á píanó, það er alveg hægt að telja nóturnar sem ég spila á gítarinn á þessari plötu,“ bætir Haukur Heiðar við og hlær. Eins og titillinn gefur til kynna eru textar plötunnar á ensku. „Ég lagði mikla vinnu í textana, eyddi miklu púðri og þeir eru sumir ansi persónulegir. Það er að finna ást og söknuð í textunum og það má segja að þeir fjalli um lífið í heild sinni og um að við eigum að njóta lífsins.“ Liðsmenn Diktu ætla að fagna nýju plötunni með tónleikum í Hörpu þann 9. september næstkomandi og á Græna hattinum á Akureyri þann 19. september. „Það er líka gaman að segja frá því að þetta er í fyrsta sinn sem við höldum sjálfir tónleika í Hörpu,“ bætir Haukur Heiðar við. Á tónleikunum verður nýja platan leikin í heild og þá verða einnig vinsælustu lög sveitarinnar leikin. Tónlist Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við erum sjúklega stoltir af nýju plötunni, það liggur við að vera vandræðalegt hvað við erum stoltir af þessu,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, píanóleikari og annar gítarleikari hljómsveitarinnar Diktu sem sendir í dag frá sér nýja plötu sem ber nafnið Easy Street. Platan er fimmta breiðskífa sveitarinnar, sem hefur unnið að henni síðastliðin tvö ár. „Þetta tók tvö ár í vinnslu og við vorum meðvitaðir strax í byrjun um að við ætluðum að gera þetta svona. Við fórum tvær ferðir til Þýskalands til að vinna með upptökustjóranum Sky van Hoff og þegar við fórum í seinni Þýskalandsferðina héldum að við værum langt komnir en þá var mikið eftir. Upptökustjórinn kom til Íslands og var hér í rúman mánuð með okkur þótt hann hafi bara ætlað að vera í tvær vikur með okkur,“ útskýrir Haukur Heiðar spurður út í vinnuna á bak við plötuna. Hún er jafnframt fyrsta plata Diktu sem kemur út á vínyl. Platan er að miklu leyti rökrétt framhald af fyrri plötum sveitarinnar en þeir settu sér þó það markmið í byrjun að búa fyrst og fremst til góða popp/rokkplötu. „Við ætluðum að búa til góða popp/rokkplötu og ekki vera með neina stæla,“ segir Haukur Heiðar en hann spilar þó sérlega lítið á gítar á þessari plötu. „Ég spila rosa mikið á píanó, það er alveg hægt að telja nóturnar sem ég spila á gítarinn á þessari plötu,“ bætir Haukur Heiðar við og hlær. Eins og titillinn gefur til kynna eru textar plötunnar á ensku. „Ég lagði mikla vinnu í textana, eyddi miklu púðri og þeir eru sumir ansi persónulegir. Það er að finna ást og söknuð í textunum og það má segja að þeir fjalli um lífið í heild sinni og um að við eigum að njóta lífsins.“ Liðsmenn Diktu ætla að fagna nýju plötunni með tónleikum í Hörpu þann 9. september næstkomandi og á Græna hattinum á Akureyri þann 19. september. „Það er líka gaman að segja frá því að þetta er í fyrsta sinn sem við höldum sjálfir tónleika í Hörpu,“ bætir Haukur Heiðar við. Á tónleikunum verður nýja platan leikin í heild og þá verða einnig vinsælustu lög sveitarinnar leikin.
Tónlist Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira