Svartamarkaðsbrask með miða á landsleikinn blómstrar Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2015 10:18 Jóhann vallarstjóri er með allt á hreinu. Íslendingar njóta þess að fá þúsund miða sem Kasakar nýta ekki. Á netmarkaðstorginu Bland eru miðar á landsleik Íslands og Kasakstan á sunnudaginn komnir upp í 25 þúsund krónur síðast þegar spurðist og fer verð hækkandi. Þjóðin er varla búin að jafna sig eftir glæstan sigur gegn Hollendingum í gær; en strax á sunnudag er leikur á Laugardagsvelli í riðlakeppni EM. Ísland – Kasakstan. Þar ræðst að öllum líkindum hvort Íslendingar komast í úrslitakeppnina sjálfa. Löngu er uppselt á leikinn og stefnir í mikla stemmningu. Þetta er stemmning sem margir vilja upplifa. Eftirspurn er því mikil eftir miðum á leikinn og þá blómstrar hinn svarti markaður.Varað við útprentuðum E-miðum Jóhann G. Kristinsson er vallarstjóri á Laugardalsvelli og þar stendur mikið til. Hann segir að aukin öryggisgæsla verði á vellinum, 130 manns að minnsta kosti og þá var verið að taka í notkun nýja miðaskanna í stúku austur, stúkan með bláu sætunum, sem á að veita aukið öryggi og skilvirkni. Að sögn Jóhanns hafa þeir ekki lent í því að þurfa að stöðva fólk með falsaða miða en þeir vara engu að síður við því að fólk kaupi útprentaða E-miða.Fáir frá Kasakstan væntanlegirSætin á Laugardalsvellinum eru rúmlega 9.700, og var uppselt klukkutíma eftir að opnað var fyrir miðasölu fyrir um hálfum mánuði. Athyglisvert er að Kasakstanir nýttu sér ekki þá miða sem þeim eru ætlaðir í almennri sölu. Erlend lið eiga rétt á 1050 miðum en í þessu tilfelli var það ekki nýtt. „Þeir eiga alltaf hundrað miða í VIP, eða í betri aðstöðu, en þeir nýttu ekki þessa 1050 miða. Þetta eru þrjú hólf í minni stúkunni, alltaf verið þar í endanum en nú eru Íslendingar í öllum. Fleiri Íslendingar sem njóta en vanalega, að koma á völlinn,“ segir Jóhann. „Það verður gaman ef við vinnum og gerum þetta með stæl. Okkar menn eru til alls líklegir og hafa sannað það, svo um munar.“Engin sala fyrir utan leikvanginn Eins og áður sagði hafa þeir á Laugardalsvelli ekki lent í því að þurfa að vísa fólki frá vegna falsaðra miða en allur er varinn þó góður. Þá hefur ekki myndast hefð fyrir því, að sögn Jóhanns, að menn komi sér fyrir utan leikvangs og falbjóði miða eins og víða þekkist erlendis. Helst að það komi þar fólk sem ekki getur nýtt sinn miða og vill losa sig við hann, og fátt eitt við það að athuga. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Á netmarkaðstorginu Bland eru miðar á landsleik Íslands og Kasakstan á sunnudaginn komnir upp í 25 þúsund krónur síðast þegar spurðist og fer verð hækkandi. Þjóðin er varla búin að jafna sig eftir glæstan sigur gegn Hollendingum í gær; en strax á sunnudag er leikur á Laugardagsvelli í riðlakeppni EM. Ísland – Kasakstan. Þar ræðst að öllum líkindum hvort Íslendingar komast í úrslitakeppnina sjálfa. Löngu er uppselt á leikinn og stefnir í mikla stemmningu. Þetta er stemmning sem margir vilja upplifa. Eftirspurn er því mikil eftir miðum á leikinn og þá blómstrar hinn svarti markaður.Varað við útprentuðum E-miðum Jóhann G. Kristinsson er vallarstjóri á Laugardalsvelli og þar stendur mikið til. Hann segir að aukin öryggisgæsla verði á vellinum, 130 manns að minnsta kosti og þá var verið að taka í notkun nýja miðaskanna í stúku austur, stúkan með bláu sætunum, sem á að veita aukið öryggi og skilvirkni. Að sögn Jóhanns hafa þeir ekki lent í því að þurfa að stöðva fólk með falsaða miða en þeir vara engu að síður við því að fólk kaupi útprentaða E-miða.Fáir frá Kasakstan væntanlegirSætin á Laugardalsvellinum eru rúmlega 9.700, og var uppselt klukkutíma eftir að opnað var fyrir miðasölu fyrir um hálfum mánuði. Athyglisvert er að Kasakstanir nýttu sér ekki þá miða sem þeim eru ætlaðir í almennri sölu. Erlend lið eiga rétt á 1050 miðum en í þessu tilfelli var það ekki nýtt. „Þeir eiga alltaf hundrað miða í VIP, eða í betri aðstöðu, en þeir nýttu ekki þessa 1050 miða. Þetta eru þrjú hólf í minni stúkunni, alltaf verið þar í endanum en nú eru Íslendingar í öllum. Fleiri Íslendingar sem njóta en vanalega, að koma á völlinn,“ segir Jóhann. „Það verður gaman ef við vinnum og gerum þetta með stæl. Okkar menn eru til alls líklegir og hafa sannað það, svo um munar.“Engin sala fyrir utan leikvanginn Eins og áður sagði hafa þeir á Laugardalsvelli ekki lent í því að þurfa að vísa fólki frá vegna falsaðra miða en allur er varinn þó góður. Þá hefur ekki myndast hefð fyrir því, að sögn Jóhanns, að menn komi sér fyrir utan leikvangs og falbjóði miða eins og víða þekkist erlendis. Helst að það komi þar fólk sem ekki getur nýtt sinn miða og vill losa sig við hann, og fátt eitt við það að athuga.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira