
Nærri borginni var herstöð þar sem vígamennirnir handsömuðu um fjögur þúsund tilvonandi flugmenn í íraska hernum þar sem þeir voru við þjálfun. Þeir voru óvopnaðir, en talið er að vígamennirnir hafi myrt allt að 1.700 þeirra sem voru sjítar.
Fyrir ári síðan voru birt myndbönd sem sýndu vígamenn raða hermönnum upp og skjóta þá niður. Íraski herinn frelsaði Tikrit í byrjun apríl og uppgröfturinn hófst fljótlega eftir það.
„Við höfum grafið upp leifar 597 píslarvotta,“ sagði Mohammed al-Bayati, mannréttindaráðherra Írak, á blaðamannafundi í morgun.