Erlent

Sex þorp urðu fyrir aurskriðu

Samúel Karl Ólason skrifar
Stórar aurskriður eru algengar í Nepal.
Stórar aurskriður eru algengar í Nepal. Vísir/EPA
Gífurlega stór aurskriða fór yfir sex þorp í Nepal og talið er að minnst 15 séu látnir. Skriðan féll þegar íbúar voru sofandi á heimilum sínum í nótt eftir miklar rigningar. Nokkurra er enn saknað en héraðið þar sem skriðan féll er mjög einangrað og er í um 500 kílómetra fjarlægð frá Kathmandu, höfuðborg Nepal.

Næsti bær er í um fimm klukkustunda göngufæri við góðar aðstæður. Björgunaraðilar hafa átt erfitt með að komast á vettvang vegna rigningar og þoku. Þar að auki hafa þyrlur átt erfitt með að lenda vegna mikillar þoku.

Skriður sem þessar eru algengar í Nepal á monsún tímabilinu sem nær frá júní fram í september, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Íbúar Nepal eru enn að jafna sig og endurbyggja eftir stóra jarðskjálfta sem minnst 8.700 manns létu lífið í. Þá ollu skjálftarnir miklum skemmdum á byggingum og innviðum og fóru vegir víða í sundur í Nepal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×