Sterkir bakhjarlar Silicor Materials Ingvar Garðarsson skrifar 11. júní 2015 07:00 Nú er í undirbúningi uppbygging sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga, sem er stærsta fjárfesting á Íslandi frá því ráðist var í byggingu álversins á Reyðarfirði. Þetta verkefni er hins vegar gjörólíkt; annars vegar er það fyrsta stóra verkefnið á sviði hátækniiðnaðar hér á landi og hins vegar verður verksmiðjan umhverfisvæn. Það hefur því verið áhugavert að fylgjast með umræðu um verkefnið að undanförnu. Þar hafa komið fram eðlilegar spurningar sem bæði varða umhverfisáhrif verksmiðjunnar en einnig illa grundvallaðar vangaveltur um áreiðanleika fyrirtækisins og verkefnisins.Umhverfisvæn verksmiðja Bæði opinberar eftirlitsstofnanir og virtir ráðgjafar á sviði umhverfismála hafa eytt öllum efasemdum um umhverfisáhrif verksmiðjunnar með því að staðfesta að hún verði umhverfisvæn og að hún falli vel að kröfum Íslendinga í þeim efnum. Þegar það lá fyrir fór umræðan að snúast um að efast um fyrirtækið Silicor Materials. Hefur þar verið talað um dökka fortíð fyrirtækisins, rætt er um kennitöluflakk og jafnvel ýjað að því að fyrirtækið hafi þurft að flýja Norður-Ameríku. Slíkur málflutningur stenst hins vegar enga skoðun.„Enn á sömu kennitölunni“ Á heimasíðu Silicor er saga fyrirtækisins rakin. Þar kemur fram að fyrirtækið byggir á grunni tveggja fyrirtækja sem runnu saman undir nýju nafni eins og algengt er þegar tvö fyrirtæki renna saman. Engu að síður hefur verið reynt að gera það tortryggilegt að fyrirtækið hafi tekið upp nýtt nafn við samrunann þrátt fyrir að það sé alvanalegt að slíkt sé gert, bæði á Íslandi og annars staðar. Félagið er „enn á sömu kennitölunni“ þrátt fyrir nafnabreytingar. Á heimasíðunni kemur einnig fram að vegna viðskiptastríðs á milli Bandaríkjanna og Kína þurfti fyrirtækið að leita að stað utan Norður-Ameríku fyrir verksmiðju sína þar sem helsti markaðurinn fyrir framleiðslu fyrirtækisins er í Kína. Í umræðunni hefur einnig verið reynt að gera þetta tortryggilegt þrátt fyrir að augljóst sé að ekkert útflutningsfyrirtæki getur starfað ef 60% tollar eru inn á helsta markað þess.Umfangið kallar á könnun áreiðanleika Fram hefur komið að uppbygging verksmiðjunnar á Grundartanga felur í sér 120 milljarða króna fjárfestingu og mun það fjármagn koma að stærstum hluta að utan. Við sem störfum í viðskiptalífinu vitum að svo stórar fjárfestingar kalla á að áreiðanleiki verkefnisins og eigenda þess sé kannaður í þaula. Komið hefur fram í fjölmiðlum að danski lífeyrissjóðurinn ATP, einn af íhaldssamari lífeyrissjóðum Norðurlanda, hefur verið einn helsti bakhjarl þessa verkefnis undanfarin ár. Þá liggur einnig fyrir að verkefnið muni sækja lán sín til Þróunarbanka Þýskalands, KfW, og annarra þýskra fjármálastofnana sem þykja bæði íhaldssamar og kröfuharðar. Það að þessar fjármálastofnanir standi að baki verkefninu segir margt um móðurfélagið Silicor. Hvarflar það að einhverjum að slíkar fjármálastofnanir kanni ekki áreiðanleika félagsins og verkefna þess í þaula áður en þær ákveða að taka þátt í verkefni í lokuðu hagkerfi norður við íshaf? Einnig hefur komið fram að þýska stórfyrirtækið SMS Siemag hefur starfað náið með Silicor undanfarin fimm ár við að þróa þá tækni sem verksmiðjan mun byggja á og mun sjá henni fyrir öllum vélbúnaði. Um er að ræða fyrirtæki með 150 ára sögu sem byggir á þýskri varkárni og nákvæmni. Slíkt fyrirtæki færi vart að ganga til samstarfs við Silicor án þess að kanna viðskiptasögu og líklega hvers einasta einstaklings sem þar kemur að málum. Halda menn að nú þegar hið þýska félag ákveður að selja búnað fyrir 70 milljarða kr. til Íslands sé það ekki gert að vel ígrunduðu máli?Umræða byggi á staðreyndum Það er ljóst að uppbygging sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga stendur á traustum grunni og nýtur stuðnings sterkra bakhjarla. Það er gott að virk umræða fari fram um verkefni sem þetta bæði í samfélaginu og viðskiptalífinu. Slík umræða verður þó að vera sanngjörn, upplýst og umfram allt byggja á staðreyndum. Við sem leitum eftir því að endurreisa atvinnulíf og opið hagkerfi á Íslandi eigum að bjóða erlenda fjárfesta velkomna, sérstaklega ef þeir hafa jafn góð verkefni í huga og með jafn sterka bakhjarla og Silicor gerir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Nú er í undirbúningi uppbygging sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga, sem er stærsta fjárfesting á Íslandi frá því ráðist var í byggingu álversins á Reyðarfirði. Þetta verkefni er hins vegar gjörólíkt; annars vegar er það fyrsta stóra verkefnið á sviði hátækniiðnaðar hér á landi og hins vegar verður verksmiðjan umhverfisvæn. Það hefur því verið áhugavert að fylgjast með umræðu um verkefnið að undanförnu. Þar hafa komið fram eðlilegar spurningar sem bæði varða umhverfisáhrif verksmiðjunnar en einnig illa grundvallaðar vangaveltur um áreiðanleika fyrirtækisins og verkefnisins.Umhverfisvæn verksmiðja Bæði opinberar eftirlitsstofnanir og virtir ráðgjafar á sviði umhverfismála hafa eytt öllum efasemdum um umhverfisáhrif verksmiðjunnar með því að staðfesta að hún verði umhverfisvæn og að hún falli vel að kröfum Íslendinga í þeim efnum. Þegar það lá fyrir fór umræðan að snúast um að efast um fyrirtækið Silicor Materials. Hefur þar verið talað um dökka fortíð fyrirtækisins, rætt er um kennitöluflakk og jafnvel ýjað að því að fyrirtækið hafi þurft að flýja Norður-Ameríku. Slíkur málflutningur stenst hins vegar enga skoðun.„Enn á sömu kennitölunni“ Á heimasíðu Silicor er saga fyrirtækisins rakin. Þar kemur fram að fyrirtækið byggir á grunni tveggja fyrirtækja sem runnu saman undir nýju nafni eins og algengt er þegar tvö fyrirtæki renna saman. Engu að síður hefur verið reynt að gera það tortryggilegt að fyrirtækið hafi tekið upp nýtt nafn við samrunann þrátt fyrir að það sé alvanalegt að slíkt sé gert, bæði á Íslandi og annars staðar. Félagið er „enn á sömu kennitölunni“ þrátt fyrir nafnabreytingar. Á heimasíðunni kemur einnig fram að vegna viðskiptastríðs á milli Bandaríkjanna og Kína þurfti fyrirtækið að leita að stað utan Norður-Ameríku fyrir verksmiðju sína þar sem helsti markaðurinn fyrir framleiðslu fyrirtækisins er í Kína. Í umræðunni hefur einnig verið reynt að gera þetta tortryggilegt þrátt fyrir að augljóst sé að ekkert útflutningsfyrirtæki getur starfað ef 60% tollar eru inn á helsta markað þess.Umfangið kallar á könnun áreiðanleika Fram hefur komið að uppbygging verksmiðjunnar á Grundartanga felur í sér 120 milljarða króna fjárfestingu og mun það fjármagn koma að stærstum hluta að utan. Við sem störfum í viðskiptalífinu vitum að svo stórar fjárfestingar kalla á að áreiðanleiki verkefnisins og eigenda þess sé kannaður í þaula. Komið hefur fram í fjölmiðlum að danski lífeyrissjóðurinn ATP, einn af íhaldssamari lífeyrissjóðum Norðurlanda, hefur verið einn helsti bakhjarl þessa verkefnis undanfarin ár. Þá liggur einnig fyrir að verkefnið muni sækja lán sín til Þróunarbanka Þýskalands, KfW, og annarra þýskra fjármálastofnana sem þykja bæði íhaldssamar og kröfuharðar. Það að þessar fjármálastofnanir standi að baki verkefninu segir margt um móðurfélagið Silicor. Hvarflar það að einhverjum að slíkar fjármálastofnanir kanni ekki áreiðanleika félagsins og verkefna þess í þaula áður en þær ákveða að taka þátt í verkefni í lokuðu hagkerfi norður við íshaf? Einnig hefur komið fram að þýska stórfyrirtækið SMS Siemag hefur starfað náið með Silicor undanfarin fimm ár við að þróa þá tækni sem verksmiðjan mun byggja á og mun sjá henni fyrir öllum vélbúnaði. Um er að ræða fyrirtæki með 150 ára sögu sem byggir á þýskri varkárni og nákvæmni. Slíkt fyrirtæki færi vart að ganga til samstarfs við Silicor án þess að kanna viðskiptasögu og líklega hvers einasta einstaklings sem þar kemur að málum. Halda menn að nú þegar hið þýska félag ákveður að selja búnað fyrir 70 milljarða kr. til Íslands sé það ekki gert að vel ígrunduðu máli?Umræða byggi á staðreyndum Það er ljóst að uppbygging sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga stendur á traustum grunni og nýtur stuðnings sterkra bakhjarla. Það er gott að virk umræða fari fram um verkefni sem þetta bæði í samfélaginu og viðskiptalífinu. Slík umræða verður þó að vera sanngjörn, upplýst og umfram allt byggja á staðreyndum. Við sem leitum eftir því að endurreisa atvinnulíf og opið hagkerfi á Íslandi eigum að bjóða erlenda fjárfesta velkomna, sérstaklega ef þeir hafa jafn góð verkefni í huga og með jafn sterka bakhjarla og Silicor gerir.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun