Körfubolti

Loksins vann Knicks án Carmelo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
New York Knicks vann sinn fyrsta leik án Carmelo Anthony, þegar þeir báru sigur úr býtum gegn Detroit. Knicks hafði tapað öllum sextán leikjum sínum fyrir leikinn í kvöld án Carmelo sem er frá út tímabilið vegna meiðsla, en það breyttist með 121-115 sigri á Detroit.

Jafnt var eftir venjulegan leiktíma 95-95 og aftur var jafnt eftir fyrstu framlengingu, 105-105. Því þurfti að framlengja í annað skiptið þar sem Knicks-menn reyndust sterkari. Andrea Bargnani spilaði vel fyrir Knicks og skoraði 25 stig og tók tólf fráköst. Greg Monroe var stigahæstur hjá Detroit með 28 stig og þrettán fráköst.

Russell Westbrook heldur áfram að fara á kostum fyrir Oklahoma sem tapaði gegn Portland í nótt. Westbrook gerði sér lítið fyrir og skilaði 40 stigum, þrettán fráköstum og ellefu stoðsendingum í hús, en lið hans þurfti að sætta sig við þriggja stiga tap; 112-115.

Meistararnir i San Antonio Spurs unnu góðan sigur á Sacramento Kings, 107-96. Tony Parker var stigahæstur hjá Spurs með 19 stig, en Ben McLemore skoraði 21 fyrir Sacramento.

LeBron James spilaði ekki með Cleveland sem tapaði nokkuð óvænt gegn Indiana, 93-86. J. R. Smith var stigahæstur hjá Cleveland með 21 stig, en í liði Indiana voru margar sem lögðu lóð sín á vogaskálarnar. Rodney Stuckey var stigahæstur með 19 stig.

Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan, sem og nokkur skemmtileg myndbönd.

Leikir næturinnar:

Cleveland - Indiana 86-93

Washington - Philadelphia 81-89

Orlando - Atlanta 88-95

Charlotte - Boston 98-106

New York - Detroit 121-115

Golden State - Toronto 113-89

Miami - New Orleans 102-104

Minnesota - Chicago 89-96

Brooklyn - Houston 98-102

LA Clippers - Memphis 97-79

Utah - Denver 104-82

San Antonio - Sacramento 107-96

Milwaukee - LA Lakers 93-103

Oklahoma - Portland 112-115

Rusell var í stuði í nótt: Frábær stoðsending og troðsla í lagi: Topp-10 í nótt:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×