Brottvísun til Íraks rædd Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. febrúar 2015 10:00 Krekar Í Noregi þykja öfgaskoðanir hans ýmist ógnvekjandi eða hlægilegar.fréttablaðið/EPA Norsk stjórnvöld hafa átt í viðræðum við stjórnvöld í Írak um það hvort hægt verði að senda öfga-íslamistann múlla Krekar þangað frá Noregi. Til þessa hefur ekki þótt óhætt að senda hann þangað af ótta við að hann kynni að verða dæmdur til dauða þar í landi. Að sögn dagblaðsins Verdens Gang hefur Jøran Kallmyr, aðstoðarráðherra í norska dómsmálaráðuneytinu, verið í Írak undanfarið til að finna lausn á þessu. Krekar, sem heitir Nadsjmúddín Faradsj Ahmad, var á fimmtudagskvöldið handtekinn eina ferðina enn fyrir hótanir og fyrir að hvetja fólk til afbrota. Þetta gerðist eftir að norska ríkissjónvarpið birti langt viðtal við hann, þar sem hann sagðist telja mennina sem réðust á ritstjórnarskrifstofur franska skoptímaritsins Charlie Hebdo í París nýverið vera hetjur. Þeir myrtu tólf manns, þar á meðal nokkra helstu skopteiknara blaðsins. Hann segir skopteiknara, sem hafi teiknað skopmyndir af Múhameð spámanni, vera réttdræpa: „Af því hann hefur ráðist á gildi okkar, siðareglur okkar og trú, þá á hann að deyja,“ sagði Krekar, en tók þó fram að ekki mætti nota sprengjur sem gætu valdið dauða saklausra. Krekar var fyrir fáum vikum látinn laus úr fangelsi eftir að hafa afplánað dóm fyrir sömu sakir: að hafa haft í hótunum við Ernu Solberg forsætisráðherra og fleiri ráðamenn. Leiðtogar múslima í Noregi og víðar segja fráleitt að málflutningur hans njóti trúverðugleika meðal íslamskra fræðimanna. Í viðtali við norska ríkisútvarpið segir sænski teiknarinn Lars Vilks, sem líklega var helsta skotmark morðárásar í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum, að hótanir á borð við þær, sem Krekar hefur í frammi, séu að verða æ algengari: „Það eru margir sem leggjast á sveif með Krekar.“ Danski skopteiknarinn Kurt Westergaard, sem teiknaði eina af skopmyndunum af Múhameð sem birtust í dagblaði árið 2006, segist gjarnan vilja hitta Krekar. „Hann er velkominn í heimsókn til mín,“ hefur norska útvarpið eftir honum. „Eða við gætum hist í mosku til að spjalla.“ Norski teiknarinn Per Elvestuen segir múlla Krekar alls ekki vekja hjá sér ótta: „Nei. Múlla Krekar er ríkistrúður. Allt hans framferði er skammarlegt í hvaða samhengi sem er.“ Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Norsk stjórnvöld hafa átt í viðræðum við stjórnvöld í Írak um það hvort hægt verði að senda öfga-íslamistann múlla Krekar þangað frá Noregi. Til þessa hefur ekki þótt óhætt að senda hann þangað af ótta við að hann kynni að verða dæmdur til dauða þar í landi. Að sögn dagblaðsins Verdens Gang hefur Jøran Kallmyr, aðstoðarráðherra í norska dómsmálaráðuneytinu, verið í Írak undanfarið til að finna lausn á þessu. Krekar, sem heitir Nadsjmúddín Faradsj Ahmad, var á fimmtudagskvöldið handtekinn eina ferðina enn fyrir hótanir og fyrir að hvetja fólk til afbrota. Þetta gerðist eftir að norska ríkissjónvarpið birti langt viðtal við hann, þar sem hann sagðist telja mennina sem réðust á ritstjórnarskrifstofur franska skoptímaritsins Charlie Hebdo í París nýverið vera hetjur. Þeir myrtu tólf manns, þar á meðal nokkra helstu skopteiknara blaðsins. Hann segir skopteiknara, sem hafi teiknað skopmyndir af Múhameð spámanni, vera réttdræpa: „Af því hann hefur ráðist á gildi okkar, siðareglur okkar og trú, þá á hann að deyja,“ sagði Krekar, en tók þó fram að ekki mætti nota sprengjur sem gætu valdið dauða saklausra. Krekar var fyrir fáum vikum látinn laus úr fangelsi eftir að hafa afplánað dóm fyrir sömu sakir: að hafa haft í hótunum við Ernu Solberg forsætisráðherra og fleiri ráðamenn. Leiðtogar múslima í Noregi og víðar segja fráleitt að málflutningur hans njóti trúverðugleika meðal íslamskra fræðimanna. Í viðtali við norska ríkisútvarpið segir sænski teiknarinn Lars Vilks, sem líklega var helsta skotmark morðárásar í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum, að hótanir á borð við þær, sem Krekar hefur í frammi, séu að verða æ algengari: „Það eru margir sem leggjast á sveif með Krekar.“ Danski skopteiknarinn Kurt Westergaard, sem teiknaði eina af skopmyndunum af Múhameð sem birtust í dagblaði árið 2006, segist gjarnan vilja hitta Krekar. „Hann er velkominn í heimsókn til mín,“ hefur norska útvarpið eftir honum. „Eða við gætum hist í mosku til að spjalla.“ Norski teiknarinn Per Elvestuen segir múlla Krekar alls ekki vekja hjá sér ótta: „Nei. Múlla Krekar er ríkistrúður. Allt hans framferði er skammarlegt í hvaða samhengi sem er.“
Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira