Rosalega erfitt að vera burtu frá mömmu Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. febrúar 2015 06:00 Kristófer Acox er mikill gormur. Hann treður hraustlega og tekur fráköst eins og enginn sé morgundagurinn í vörn og sókn. Fréttablaðið/getty „Tímabilið hefur ekki gengið nógu vel hjá okkur, sérstaklega ekki í okkar riðli. Við spiluðum ágætlega fyrri hluta vetrar en seinni hlutinn hefur ekki verið nógu góður.“ Þetta segir Kristófer Acox, 21 árs gamall Vesturbæingur og körfuboltakappi sem spilar með Furman-háskólanum í Karólínuríki í Bandaríkjunum, í viðtali við Fréttablaðið. Kristófer og félagar spila í nokkuð sterkum suðurriðli efstu deild háskólaboltans vestanhafs. Furman hefur unnið átta leiki og tapað 20 og er með árangurinn 5-12 innan síns riðils. Sjálfum hefur Kristófer gengið mjög vel. Hann spilar sem framherji og er mjög öflugur í loftinu sem skilar honum mörgum fráköstum. Svo mörgum reyndar að hann er frákastahæstur í suðurriðlinum. Hann tók 17 slík í sigurleik liðsins aðfaranótt föstudags. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu,“ segir Kristófer sem er ætlað að hirða boltann upp við spjaldið. „Maður hefur sitt hlutverk í liðinu hérna úti. Ég er ekkert bara í fráköstum. Það er náttúrlega mikið lagt í varnarleikinn hérna og ég tel mig þokkalega góðan varnarmann.“Kristófer sækir að körfunni.Síðast sáu íslenskir körfuboltaáhugamenn Kristófer spila með uppeldisfélagi sínu KR veturinn 2012/2013. Hann heillaði alla með troðslum sínum og háloftatilþrifum, en lengi hefur verið vitað að þarna er á ferð mikill íþróttamaður. Hann segist vera orðinn enn betri en þá og kunna leikinn betur. „Ég hef vaxið mikið líkamlega og hef meiri leikskilning. Ég missti mikinn tíma út í fyrra þegar ég meiddist, en þetta er fyrsta heila tímabilið mitt eftir meiðslin. En já, ég ég tek miklum framförum,“ segir Kristófer. Kristófer nýtur mikilla forréttinda að spila í bandaríska háskólaboltanum. Fyrir utan að spila í sterkri deild fær hann líka öflugt nám, en Furman er einkaskóli þar sem mikið er lagt upp úr náminu. Álagið er þó mikið á íþróttanámsmenn. „Það er alveg fáránlegt,“ segir hann og dæsir. „Við æfum sex sinnum í viku þó þeim hafi aðeins fækkað eftir að tímabilið hófst. Hérna er æft tvo og hálfan tíma í senn sem maður þurfti að venjast, svo er maður að lyfta, í aukaæfingum, á skotæfingum, svo eru tímar í skólanum og heimavinna. Þetta er mikið álag en auðvitað þess virði því maður er ekki að borga fyrir námið. Ég get ekki kvartað.“ Háskólaíþróttamenn í Bandaríkjunum fá ekkert borgað og eiga sumir erfitt með að komast af í skólunum, en Kristófer hefur það ágætt. „Ég og nokkrir aðrir í liðinu sóttum um styrk. Þá fær maður ákveðna upphæð á mánuði og svo erum á fríu hæði hérna. Maður getur borðað eins og maður vill en hér fær maður ekkert íslenskt lambakjöt sko,“ segir Kristófer og hlær. „Maður þarf ekkert að eyða miklu hérna því maður fær allan fatnað frítt. Ég hef það bara mjög fínt.“Með mömmu og pabba.Saknar mömmu Kristófer er sonur Terry Acox sem spilaði með ÍA í byrjun níunda áratugs síðustu aldar. Hann ólst hinsvegar alfarið upp hjá móður sinni, Ednu Maríu Jacobsen, sem hann saknar mikið. „Það er rosalega erfitt að vera í burtu frá henni. Við höfum verið svo náin allt mitt líf,“ segir Kristófer einlægur. Hann var ekki búinn að sjá hana síðan í ágúst í fyrra þegar mamma mætti til Furman í byrjun febrúar og sá strákinn spila heimaleiki gegn tveimur af bestu liðum riðilsins. Hann spilaði mjög vel í báðum leikjunm, sérstaklega þeim síðari þegar hann bauð upp á tvennu með 10 stigum og 13 fráköstum. „Það var gott að geta eytt smá tíma með henni. Þjálfararnir spurðu mig hvort hún gæti ekki bara flutt hingað því ég spilaði svo vel með mömmu í stúkunni,“ segir Kristófer. Það er þó bót í máli að hann hefur endurnýjað kynnin við föður sinn sem býr skammt frá Furman. „Það er mjög gott að vera í kringum hann. Hann býr hérna í tveggja tíma fjarlægð og reynir að sjá alla heimaleikina. Það hjálpar til að vera með pabba hérna,“ segir Kristófer.Ætlaði heim Það getur verið einmannalegt fyrir íslenskan strák að lifa og hrærast í ríflega 2.500 manna skóla í Karólínuríki. Kristófer reynir að halda reglulegu sambandi við vini og móður sína. „Tæknin hjálpar náttúrlega mikið. Ég tala við mömmu daglega á Facebook sem og alla vinina. Það hjálpar mér mjög mikið. En mikið verður gott að komast heim í sumar og hitta allt fólkið,“ segir hann. Hann viðurkennir að lífið geti verið erfitt svona einangraður frá öllu sem hann þekkir. „Það er það alveg klárlega. Ég var mjög tæpur á því að fara aftur hingað út eftir meiðslin. Ég þurfti náttúrlega að eyða sumrinu hérna fastur í skólanum og komst ekkert heim,“ segir Kristófer sem langaði heim síðasta haust. „Eftir að vera hérna úti allt sumarið var heimþráin orðin mikil í september. Ég ætlaði aftur heim en ákvað að reyna að þrauka. Nú er ég ákveðinn að klára þetta ár og þau tvö sem ég á eftir. Maður verður bara að þrauka. Þetta er erfitt en maður verður að fórna einhverju,“ segir Kristófer Acox. Körfubolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira
„Tímabilið hefur ekki gengið nógu vel hjá okkur, sérstaklega ekki í okkar riðli. Við spiluðum ágætlega fyrri hluta vetrar en seinni hlutinn hefur ekki verið nógu góður.“ Þetta segir Kristófer Acox, 21 árs gamall Vesturbæingur og körfuboltakappi sem spilar með Furman-háskólanum í Karólínuríki í Bandaríkjunum, í viðtali við Fréttablaðið. Kristófer og félagar spila í nokkuð sterkum suðurriðli efstu deild háskólaboltans vestanhafs. Furman hefur unnið átta leiki og tapað 20 og er með árangurinn 5-12 innan síns riðils. Sjálfum hefur Kristófer gengið mjög vel. Hann spilar sem framherji og er mjög öflugur í loftinu sem skilar honum mörgum fráköstum. Svo mörgum reyndar að hann er frákastahæstur í suðurriðlinum. Hann tók 17 slík í sigurleik liðsins aðfaranótt föstudags. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu,“ segir Kristófer sem er ætlað að hirða boltann upp við spjaldið. „Maður hefur sitt hlutverk í liðinu hérna úti. Ég er ekkert bara í fráköstum. Það er náttúrlega mikið lagt í varnarleikinn hérna og ég tel mig þokkalega góðan varnarmann.“Kristófer sækir að körfunni.Síðast sáu íslenskir körfuboltaáhugamenn Kristófer spila með uppeldisfélagi sínu KR veturinn 2012/2013. Hann heillaði alla með troðslum sínum og háloftatilþrifum, en lengi hefur verið vitað að þarna er á ferð mikill íþróttamaður. Hann segist vera orðinn enn betri en þá og kunna leikinn betur. „Ég hef vaxið mikið líkamlega og hef meiri leikskilning. Ég missti mikinn tíma út í fyrra þegar ég meiddist, en þetta er fyrsta heila tímabilið mitt eftir meiðslin. En já, ég ég tek miklum framförum,“ segir Kristófer. Kristófer nýtur mikilla forréttinda að spila í bandaríska háskólaboltanum. Fyrir utan að spila í sterkri deild fær hann líka öflugt nám, en Furman er einkaskóli þar sem mikið er lagt upp úr náminu. Álagið er þó mikið á íþróttanámsmenn. „Það er alveg fáránlegt,“ segir hann og dæsir. „Við æfum sex sinnum í viku þó þeim hafi aðeins fækkað eftir að tímabilið hófst. Hérna er æft tvo og hálfan tíma í senn sem maður þurfti að venjast, svo er maður að lyfta, í aukaæfingum, á skotæfingum, svo eru tímar í skólanum og heimavinna. Þetta er mikið álag en auðvitað þess virði því maður er ekki að borga fyrir námið. Ég get ekki kvartað.“ Háskólaíþróttamenn í Bandaríkjunum fá ekkert borgað og eiga sumir erfitt með að komast af í skólunum, en Kristófer hefur það ágætt. „Ég og nokkrir aðrir í liðinu sóttum um styrk. Þá fær maður ákveðna upphæð á mánuði og svo erum á fríu hæði hérna. Maður getur borðað eins og maður vill en hér fær maður ekkert íslenskt lambakjöt sko,“ segir Kristófer og hlær. „Maður þarf ekkert að eyða miklu hérna því maður fær allan fatnað frítt. Ég hef það bara mjög fínt.“Með mömmu og pabba.Saknar mömmu Kristófer er sonur Terry Acox sem spilaði með ÍA í byrjun níunda áratugs síðustu aldar. Hann ólst hinsvegar alfarið upp hjá móður sinni, Ednu Maríu Jacobsen, sem hann saknar mikið. „Það er rosalega erfitt að vera í burtu frá henni. Við höfum verið svo náin allt mitt líf,“ segir Kristófer einlægur. Hann var ekki búinn að sjá hana síðan í ágúst í fyrra þegar mamma mætti til Furman í byrjun febrúar og sá strákinn spila heimaleiki gegn tveimur af bestu liðum riðilsins. Hann spilaði mjög vel í báðum leikjunm, sérstaklega þeim síðari þegar hann bauð upp á tvennu með 10 stigum og 13 fráköstum. „Það var gott að geta eytt smá tíma með henni. Þjálfararnir spurðu mig hvort hún gæti ekki bara flutt hingað því ég spilaði svo vel með mömmu í stúkunni,“ segir Kristófer. Það er þó bót í máli að hann hefur endurnýjað kynnin við föður sinn sem býr skammt frá Furman. „Það er mjög gott að vera í kringum hann. Hann býr hérna í tveggja tíma fjarlægð og reynir að sjá alla heimaleikina. Það hjálpar til að vera með pabba hérna,“ segir Kristófer.Ætlaði heim Það getur verið einmannalegt fyrir íslenskan strák að lifa og hrærast í ríflega 2.500 manna skóla í Karólínuríki. Kristófer reynir að halda reglulegu sambandi við vini og móður sína. „Tæknin hjálpar náttúrlega mikið. Ég tala við mömmu daglega á Facebook sem og alla vinina. Það hjálpar mér mjög mikið. En mikið verður gott að komast heim í sumar og hitta allt fólkið,“ segir hann. Hann viðurkennir að lífið geti verið erfitt svona einangraður frá öllu sem hann þekkir. „Það er það alveg klárlega. Ég var mjög tæpur á því að fara aftur hingað út eftir meiðslin. Ég þurfti náttúrlega að eyða sumrinu hérna fastur í skólanum og komst ekkert heim,“ segir Kristófer sem langaði heim síðasta haust. „Eftir að vera hérna úti allt sumarið var heimþráin orðin mikil í september. Ég ætlaði aftur heim en ákvað að reyna að þrauka. Nú er ég ákveðinn að klára þetta ár og þau tvö sem ég á eftir. Maður verður bara að þrauka. Þetta er erfitt en maður verður að fórna einhverju,“ segir Kristófer Acox.
Körfubolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira