Baráttan gegn spilltu viðskiptaumhverfi Ásgeir Brynjar Torfason og Jenný Stefanía Jensdóttir skrifar 28. febrúar 2015 07:00 Spilling í viðskiptalífinu getur birst með margvíslegum hætti; mútuþægni, mútum, þjófnaði, fjárkúgun, samráði, fölsun ársreikninga og svikum hvers konar. Algengt form spillingar í viðskiptum er þegar stjórnendur og starfsmenn misnota stöðu sína til persónulegs ávinnings. Stundum geta hvatakerfin verið þannig uppbyggð að stjórnendur og starfsmenn missa sjónar á góðum gildum og langtímamarkmiðum fyrirtækisins, því allt kapp er lagt á að gíra upp skammtímahagnað til að ná bónusmarkmiðum. Áhrif spillingar eru margvísleg og alltaf skaðleg fyrir neytendur og hagkerfið í heild sinni. Spilling í viðskiptum hefur skaðleg áhrif á traust í samfélaginu, laskar orðspor og áreiðanleika í viðskiptum þannig að væntingar viðskiptavina um heiðarleika og heilindi minnka.Góðir stjórnarhættir Góðir stjórnarhættir eru menningarbundnir og birtast á mismunandi hátt en vondir stjórnarhættir verða oft fyrst sýnilegir þegar vandamál og krísur koma upp. Spilling grefur almennt undan trausti, en traust er ein mikilvægasta undirstaða viðskipta. Til að samningar að baki viðskiptum haldi þarf annars vegar lög og reglu en hins vegar traust manna á milli, traust um réttar upplýsingar, réttar vörur, réttar innihaldslýsingar o.s.frv. Reikningsskil eru gerð út frá fjárhagsupplýsingum en byggja jafnframt á skilningi þess að treysta megi því að ársreikningar séu gerðir á ábyrgan, sannferðugan og réttan hátt. Sé ekki hægt að treysta því mun kerfið hrynja. Límið sem heldur viðskiptalífinu saman er því fyrst og fremst gagnkvæmt traust, en spilling og hvers konar svik tærir og grefur undan traustinu, þannig að fjármálakerfið í heild getur auðveldlega hrunið.Óhagkvæmni Þegar fréttist af spillingu innan fyrirtækis tapar það virðingu viðskiptavina, traustið brestur og orðsporið laskast. Stjórnendur verða að eyða dýrmætum tíma og fjármagni til að endurvinna glatað traust og orðspor, til að viðhalda mikilvægustu rekstrarforsendu sinni, viðskiptavininum. Sektargreiðslur, lögfræði- og ráðgjafarkostnaður getur þannig líka orðið mikill og dregið úr hagkvæmri nýtingu á fjármagni og mannauði. Auk þess að leiða til óhagkvæmrar nýtingar á fjármagni og mannauði getur spilling haft í för með sér ýmis alvarleg hagræn áhrif fyrir allt hagkerfið. Þannig getur kostnaður vegna starfsmanna með vitneskju um spillingu verið hár, því það þarf annaðhvort að hækka viðkomandi í tign og launum eða gera starfslokasamning gegn þögn og afskiptaleysi. Á endanum greiðir neytandinn alltaf kostnað við spillingu, því fyrirtækin verða að fleyta spillingarkostnaði út í verðlagið.Viðbrögð og aðgerðir Þó að flestum sé efst í huga fjármálahrunið 2008 þegar talað er um spillingu í viðskiptalífinu, þá voru framin afdrifarík svik í tengslum við fjármálakrísuna árið 2001, sérstaklega hjá bandaríska orkusölufyrirtækinu Enron. Í framhaldinu voru gerðar ýmsar breytingar á reglugerðarumhverfi skráðra fyrirtækja. Árið 2004 er sérstaklega merkilegt í baráttunni við spillingu í viðskiptum að tvennu leyti. Það ár ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að bæta við tíunda ákvæðinu eða „boðorði gegn spillingu“ í alheimsviðskiptasáttmála sinn. Sáttmálinn tekur á mannréttindum, vinnuafli, umhverfi í tengslum við viðskipti og loks spillingu með yfirlýsingu um að spilling sé nú álitin ein stærsta hindrun gegn sjálfbærri þróun með tærandi áhrifum á öll samfélög. Nýr alþjóðlegur endurskoðunarstaðall (ISA 240) var einnig samþykktur árið 2004. Staðallinn tekur sérstaklega til fjársvika og fölsunar ársreikninga en hugmyndin þar að baki endurspeglar viðbrögð endurskoðendastéttarinnar við Enron-málinu. Ein stærsta endurskoðunarskrifstofa heims á þeim tíma, Arthur Andersen, tók fullan þátt í stórfelldum svikum Enron, sem urðu til þess að fjölmargir töpuðu sparnaði og lífsviðurværi sínu. Markmið með staðlinum felst aðallega í grundvallarhugarfarsbreytingu endurskoðandans, þannig að hann megi ekki gera ráð fyrir að stjórnendur fyrirtækja segi satt og rétt frá, enda þótt hann hafi aldrei haft ástæðu til að véfengja þá áður. Gerð er krafa um að endurskoðandi beiti faglegri tortryggni eða efahyggju (e. professional scepticism) í öllu endurskoðunarferlinu, og geri ráð fyrir möguleika á rangfærslum í bókhaldi, sem gefi ranga mynd af stöðu fyrirtækisins.Að standa reikningsskil gjörða sinna Ein helsta ástæða þess að ríkjum eða fyrirtækjum farnast vel er talin vera samþætting á trausti og ábyrgð. Þetta á við allt síðan á dögum ítölsku borgríkjanna við Flórens, á gullöld Hollands og í Bretlandi á 18. og 19. öld. Öll þessi svæði blómstruðu vegna þess að ábyrgð og ábyrgðarskylda (e. accountability) voru grundvallarhugtök í menningu þeirra og reikningsskil (e. accounting) voru einnig samþætt öllu námsefni, við trúarsetningar, siðlega breytni og stjórnmálakenningar. Fjárhagsleg ábyrgðarskylda forstjóra og stjórnarmanna fyrirtækja er jafn mikilvæg í nútímalegu hagkerfi, bæði fyrir eigendur og viðskiptavini. Þess vegna á siðleysi og spilling í viðskiptum ekki að geta borgað sig. Til þess að svo megi verða þurfa viðskiptareglur og lög að vera skýr og einföld, en eftirlit með þeim jafnframt öflugt og skilvirkt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Spilling í viðskiptalífinu getur birst með margvíslegum hætti; mútuþægni, mútum, þjófnaði, fjárkúgun, samráði, fölsun ársreikninga og svikum hvers konar. Algengt form spillingar í viðskiptum er þegar stjórnendur og starfsmenn misnota stöðu sína til persónulegs ávinnings. Stundum geta hvatakerfin verið þannig uppbyggð að stjórnendur og starfsmenn missa sjónar á góðum gildum og langtímamarkmiðum fyrirtækisins, því allt kapp er lagt á að gíra upp skammtímahagnað til að ná bónusmarkmiðum. Áhrif spillingar eru margvísleg og alltaf skaðleg fyrir neytendur og hagkerfið í heild sinni. Spilling í viðskiptum hefur skaðleg áhrif á traust í samfélaginu, laskar orðspor og áreiðanleika í viðskiptum þannig að væntingar viðskiptavina um heiðarleika og heilindi minnka.Góðir stjórnarhættir Góðir stjórnarhættir eru menningarbundnir og birtast á mismunandi hátt en vondir stjórnarhættir verða oft fyrst sýnilegir þegar vandamál og krísur koma upp. Spilling grefur almennt undan trausti, en traust er ein mikilvægasta undirstaða viðskipta. Til að samningar að baki viðskiptum haldi þarf annars vegar lög og reglu en hins vegar traust manna á milli, traust um réttar upplýsingar, réttar vörur, réttar innihaldslýsingar o.s.frv. Reikningsskil eru gerð út frá fjárhagsupplýsingum en byggja jafnframt á skilningi þess að treysta megi því að ársreikningar séu gerðir á ábyrgan, sannferðugan og réttan hátt. Sé ekki hægt að treysta því mun kerfið hrynja. Límið sem heldur viðskiptalífinu saman er því fyrst og fremst gagnkvæmt traust, en spilling og hvers konar svik tærir og grefur undan traustinu, þannig að fjármálakerfið í heild getur auðveldlega hrunið.Óhagkvæmni Þegar fréttist af spillingu innan fyrirtækis tapar það virðingu viðskiptavina, traustið brestur og orðsporið laskast. Stjórnendur verða að eyða dýrmætum tíma og fjármagni til að endurvinna glatað traust og orðspor, til að viðhalda mikilvægustu rekstrarforsendu sinni, viðskiptavininum. Sektargreiðslur, lögfræði- og ráðgjafarkostnaður getur þannig líka orðið mikill og dregið úr hagkvæmri nýtingu á fjármagni og mannauði. Auk þess að leiða til óhagkvæmrar nýtingar á fjármagni og mannauði getur spilling haft í för með sér ýmis alvarleg hagræn áhrif fyrir allt hagkerfið. Þannig getur kostnaður vegna starfsmanna með vitneskju um spillingu verið hár, því það þarf annaðhvort að hækka viðkomandi í tign og launum eða gera starfslokasamning gegn þögn og afskiptaleysi. Á endanum greiðir neytandinn alltaf kostnað við spillingu, því fyrirtækin verða að fleyta spillingarkostnaði út í verðlagið.Viðbrögð og aðgerðir Þó að flestum sé efst í huga fjármálahrunið 2008 þegar talað er um spillingu í viðskiptalífinu, þá voru framin afdrifarík svik í tengslum við fjármálakrísuna árið 2001, sérstaklega hjá bandaríska orkusölufyrirtækinu Enron. Í framhaldinu voru gerðar ýmsar breytingar á reglugerðarumhverfi skráðra fyrirtækja. Árið 2004 er sérstaklega merkilegt í baráttunni við spillingu í viðskiptum að tvennu leyti. Það ár ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að bæta við tíunda ákvæðinu eða „boðorði gegn spillingu“ í alheimsviðskiptasáttmála sinn. Sáttmálinn tekur á mannréttindum, vinnuafli, umhverfi í tengslum við viðskipti og loks spillingu með yfirlýsingu um að spilling sé nú álitin ein stærsta hindrun gegn sjálfbærri þróun með tærandi áhrifum á öll samfélög. Nýr alþjóðlegur endurskoðunarstaðall (ISA 240) var einnig samþykktur árið 2004. Staðallinn tekur sérstaklega til fjársvika og fölsunar ársreikninga en hugmyndin þar að baki endurspeglar viðbrögð endurskoðendastéttarinnar við Enron-málinu. Ein stærsta endurskoðunarskrifstofa heims á þeim tíma, Arthur Andersen, tók fullan þátt í stórfelldum svikum Enron, sem urðu til þess að fjölmargir töpuðu sparnaði og lífsviðurværi sínu. Markmið með staðlinum felst aðallega í grundvallarhugarfarsbreytingu endurskoðandans, þannig að hann megi ekki gera ráð fyrir að stjórnendur fyrirtækja segi satt og rétt frá, enda þótt hann hafi aldrei haft ástæðu til að véfengja þá áður. Gerð er krafa um að endurskoðandi beiti faglegri tortryggni eða efahyggju (e. professional scepticism) í öllu endurskoðunarferlinu, og geri ráð fyrir möguleika á rangfærslum í bókhaldi, sem gefi ranga mynd af stöðu fyrirtækisins.Að standa reikningsskil gjörða sinna Ein helsta ástæða þess að ríkjum eða fyrirtækjum farnast vel er talin vera samþætting á trausti og ábyrgð. Þetta á við allt síðan á dögum ítölsku borgríkjanna við Flórens, á gullöld Hollands og í Bretlandi á 18. og 19. öld. Öll þessi svæði blómstruðu vegna þess að ábyrgð og ábyrgðarskylda (e. accountability) voru grundvallarhugtök í menningu þeirra og reikningsskil (e. accounting) voru einnig samþætt öllu námsefni, við trúarsetningar, siðlega breytni og stjórnmálakenningar. Fjárhagsleg ábyrgðarskylda forstjóra og stjórnarmanna fyrirtækja er jafn mikilvæg í nútímalegu hagkerfi, bæði fyrir eigendur og viðskiptavini. Þess vegna á siðleysi og spilling í viðskiptum ekki að geta borgað sig. Til þess að svo megi verða þurfa viðskiptareglur og lög að vera skýr og einföld, en eftirlit með þeim jafnframt öflugt og skilvirkt.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun