Grískur ráðherra segir ljóst að ríkisstjórnin þurfi að fá traustsyfirlýsingu frá þinginu Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2015 23:36 Alexis Tsipras tók við embætti forsætisráðherra Grikklands í janúar síðastliðinn eftir að Syriza vann stórsigur í kosningum og hefur hann staðið í stórræðum síðan. Vísir/AFP Gríska ríkisstjórnin mun líklega fá grískan þingheim til að greiða atkvæði um traustsyfirlýsingu við ríkisstjórnina innan skamms. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Gríski orkumálaráðherrann Panos Skourletis segir það liggja í augum uppi að boða verði til slíkrar atkvæðagreiðslu í kjölfar þess að þriðjungur þingflokks Syriza-flokks Alexis Tsipras forsætisráðherra sat hjá eða greiddi atkvæði gegn samningi grískra stjórnvalda við lánardrottna sína á föstudaginn. Tsipras neyddist til að reiða sig á stuðning stjórnarandstöðuþingmanna til að ná fram stuðningi við samkomulagið. Vinstrisinnuðustu þingmenn flokksins hafa ekki sýnt nein merki um að þeir muni styðja þær niðurskurðar- og aðhaldsaðgerðir sem Grikklandsstjórn hefur nú heitið að ráðast í í skiptum fyrir 86 milljarða evra lán. Skourletis segir í samtali við Reuters vel mögulegt að boðað verði til þingkosninga, lýsi meirihluti þings yfir vantrausti á stjórn Tsipras. Panagiotis Kouroublis heilbrigðisráðherra hefur einnig látið hafa eftir sér að nýjar kosningar væru góð leið til að ná fram pólitískum stöðugleika í landinu.Samningurinn við Grikki felur í sér að þeir fá samtals 86 milljarða evra, eða jafnvirði rúmlega 12.000 milljarða króna. Á móti þurfa Grikkir að hagræða enn frekar í ríkisrekstri með því meðal annars að selja ríkiseignir, herða skattheimtu, hætta að greiða bændum eldsneytisstyrki og hækka lífeyrisaldur, svo nokkuð sé nefnt. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Gríska ríkisstjórnin mun líklega fá grískan þingheim til að greiða atkvæði um traustsyfirlýsingu við ríkisstjórnina innan skamms. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Gríski orkumálaráðherrann Panos Skourletis segir það liggja í augum uppi að boða verði til slíkrar atkvæðagreiðslu í kjölfar þess að þriðjungur þingflokks Syriza-flokks Alexis Tsipras forsætisráðherra sat hjá eða greiddi atkvæði gegn samningi grískra stjórnvalda við lánardrottna sína á föstudaginn. Tsipras neyddist til að reiða sig á stuðning stjórnarandstöðuþingmanna til að ná fram stuðningi við samkomulagið. Vinstrisinnuðustu þingmenn flokksins hafa ekki sýnt nein merki um að þeir muni styðja þær niðurskurðar- og aðhaldsaðgerðir sem Grikklandsstjórn hefur nú heitið að ráðast í í skiptum fyrir 86 milljarða evra lán. Skourletis segir í samtali við Reuters vel mögulegt að boðað verði til þingkosninga, lýsi meirihluti þings yfir vantrausti á stjórn Tsipras. Panagiotis Kouroublis heilbrigðisráðherra hefur einnig látið hafa eftir sér að nýjar kosningar væru góð leið til að ná fram pólitískum stöðugleika í landinu.Samningurinn við Grikki felur í sér að þeir fá samtals 86 milljarða evra, eða jafnvirði rúmlega 12.000 milljarða króna. Á móti þurfa Grikkir að hagræða enn frekar í ríkisrekstri með því meðal annars að selja ríkiseignir, herða skattheimtu, hætta að greiða bændum eldsneytisstyrki og hækka lífeyrisaldur, svo nokkuð sé nefnt.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira