Þetta var annar leikurinn í röð sem Ögmundur heldur hreinu í en það gerði hann einnig í markalausu jafntefli við Elfsborg í síðustu umferð.
Þetta var fyrsti sigur Hammarby síðan 13. júlí en liðið er í 12. sæti deildarinnar.
Guðmundur Svansson, ljósmyndari, var á vellinum í dag og tók myndirnar sem fylgja fréttinni.
Arnór Smárason skoraði seinna mark Helsingsborg í 2-0 sigri á Halmstads.
Þetta var annað mark Skagamannsins fyrir Helsingborg í fjórum deildarleikjum í sumar en hann kom inn á sem varamaður á 64. mínútu. Sjö mínútum seinna kom Jere Uronen Helsingborg í 1-0 og á 78. mínútu bætti Arnór við marki.
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Helsingborg sem er í 7. sæti deildarinnar.
Þá lék Arnór Ingvi Traustason allan leikinn fyrir Norrköping sem gerði 1-1 jafntefli við Åtvidabergs á útivelli.
Norrköping er í 4. sæti deildarinnar með 39 stig, tveimur stigum á eftir toppliði IFK Göteborg.



