Afstýra hefði mátt tjóni ef stjórnvöld hefðu unnið heimavinnuna Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. ágúst 2015 19:15 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur að ríkisstjórn Íslands hafi vanmetið tjónið af gagnaðgerðum Rússa vegna stuðnings við viðskiptaþvinganir gagnvart þeim. Tjónið gæti numið 10-15 milljörðum króna á ári bara vegna uppsjávarfisks, þ.e. makríls og loðnu. „Við höfum kvartað yfir því að það hafi ekki verið gætt að því að hafa samráð við þá sem hafa hagsmuna að gæta og þessir hagsmunir hafi verið vanmetnir. Hugsanlega hefði átt að leita leiða til að afstýra því tjóni sem við sjáum að er að verða nú þegar vegna þessara aðgerða. Við teljum að minnsta kosti að betri greining á hagsmunum hefði átt að fara fram og þá hefðu menn getað tekið þessa ákvörðun af betri yfirvegun,“ segir Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Íslenskir fiskútflytjendur hafa þegar orðið fyrir tjóni vegna innflutningsbannsins á íslensk matvæli í Rússlandi. „Það er nærtækast að benda á að HB Grandi átti að taka upp af 500 tonn af loðnuhrognum sem áttu að fara til Rússlands. Núna þarf að selja þau tonn annars staðar og ekkert gefið að sama verð fáist fyrir þau á öðrum mörkuðum. Sjálfir höfum við fengið nokkrar afpantanir í dag af fiski sem átti að selja og ljóst að kaupendur eru bara að sækja sér verðlækkun í ljósi ástandsins,“ segir Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood. Í þessum töluðu orðum er íslenskt skip á leið til Pétursborgar með makríl. „Mér þykir ólíklegt að það fái að losa farminn í Pétursborg og við verðum líklega að losa farminn í annarri höfn í Evrópu og finna nýja kaupendur að fiskinum. Það er ekki sjálfgefið að finna nýja kaupendur að makrílnum og við fáum ekki sama verðmæti úr farminum eins og við hefðum annars fengið.“Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood.Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við telja að tjón íslenskra fiskútflytjenda sé að lágmarki 10-15 milljarðar króna ári ef Rússlandsmarkaður er lokaður. Á síðasta ári fluttu íslensk fyrirtæki út vörur til Rússlands fyrir rúmlega 29 milljarða króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Langstærstur hluti upphæðarinnar er uppsjávarfiskur eins og makríll og loðna. Gunnar Bragi Sveinsson og Federica Mogherini utanríkismálastjóri ESB ræddu stöðuna á símafundi á föstudag. Þar var ákveðið að hefja sérstakar viðræður á vettvangi embættismanna Íslands og ESB um þá serstöku stöðu sem er uppi og hvernig sé hægt að bregðast við vegna þess tjóns sem íslensk fyrirtæki verða fyrir vegna stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir ESB ríkjanna og vesturveldanna. Spyrja má, er það rétti vettvangurinn, er rétt að þessar viðræður fari fram á vettvangi embættismanna? Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður þessum viðræðum haldið áfram á pólitískum vettvangi. „Fyrsta snerting,“ ef svo má segja, var símafundur Gunnars Braga og Mogherini. Síðan taka embættismenn upp þráðinn. Stefnt er að því að þessar viðræður embættismanna hefjist í þessari viku en þær hafa ekki verið tímasettar. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur að ríkisstjórn Íslands hafi vanmetið tjónið af gagnaðgerðum Rússa vegna stuðnings við viðskiptaþvinganir gagnvart þeim. Tjónið gæti numið 10-15 milljörðum króna á ári bara vegna uppsjávarfisks, þ.e. makríls og loðnu. „Við höfum kvartað yfir því að það hafi ekki verið gætt að því að hafa samráð við þá sem hafa hagsmuna að gæta og þessir hagsmunir hafi verið vanmetnir. Hugsanlega hefði átt að leita leiða til að afstýra því tjóni sem við sjáum að er að verða nú þegar vegna þessara aðgerða. Við teljum að minnsta kosti að betri greining á hagsmunum hefði átt að fara fram og þá hefðu menn getað tekið þessa ákvörðun af betri yfirvegun,“ segir Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Íslenskir fiskútflytjendur hafa þegar orðið fyrir tjóni vegna innflutningsbannsins á íslensk matvæli í Rússlandi. „Það er nærtækast að benda á að HB Grandi átti að taka upp af 500 tonn af loðnuhrognum sem áttu að fara til Rússlands. Núna þarf að selja þau tonn annars staðar og ekkert gefið að sama verð fáist fyrir þau á öðrum mörkuðum. Sjálfir höfum við fengið nokkrar afpantanir í dag af fiski sem átti að selja og ljóst að kaupendur eru bara að sækja sér verðlækkun í ljósi ástandsins,“ segir Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood. Í þessum töluðu orðum er íslenskt skip á leið til Pétursborgar með makríl. „Mér þykir ólíklegt að það fái að losa farminn í Pétursborg og við verðum líklega að losa farminn í annarri höfn í Evrópu og finna nýja kaupendur að fiskinum. Það er ekki sjálfgefið að finna nýja kaupendur að makrílnum og við fáum ekki sama verðmæti úr farminum eins og við hefðum annars fengið.“Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood.Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við telja að tjón íslenskra fiskútflytjenda sé að lágmarki 10-15 milljarðar króna ári ef Rússlandsmarkaður er lokaður. Á síðasta ári fluttu íslensk fyrirtæki út vörur til Rússlands fyrir rúmlega 29 milljarða króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Langstærstur hluti upphæðarinnar er uppsjávarfiskur eins og makríll og loðna. Gunnar Bragi Sveinsson og Federica Mogherini utanríkismálastjóri ESB ræddu stöðuna á símafundi á föstudag. Þar var ákveðið að hefja sérstakar viðræður á vettvangi embættismanna Íslands og ESB um þá serstöku stöðu sem er uppi og hvernig sé hægt að bregðast við vegna þess tjóns sem íslensk fyrirtæki verða fyrir vegna stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir ESB ríkjanna og vesturveldanna. Spyrja má, er það rétti vettvangurinn, er rétt að þessar viðræður fari fram á vettvangi embættismanna? Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður þessum viðræðum haldið áfram á pólitískum vettvangi. „Fyrsta snerting,“ ef svo má segja, var símafundur Gunnars Braga og Mogherini. Síðan taka embættismenn upp þráðinn. Stefnt er að því að þessar viðræður embættismanna hefjist í þessari viku en þær hafa ekki verið tímasettar.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Sjá meira