Segir ágreining geta skapað úlfúð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2015 10:47 Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Anton Brink Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að ósamkomulag innan ríkisstjórna sé aldrei af hinu góða og það gæti skapað úlfúð sem hafi áhrif á önnur mál. Stjórnarflokkarnir virðast ekki stíga í sama takt þegar kemur að viðskiptabanni Rússa á Ísland sem var sett á fyrir helgi. „Um leið og menn byrja að senda aðra tóna sín á milli brestur ákveðið þegjandi samkomulag sem oftast er í farsælli ríkisstjórn um að leysa ágreiningsefni í kyrrþey sín á milli. Það grefur undan trúverðugleika stjórnarinnar og getur skapað úlfúð á milli flokka,“ segir Gunnar Helgi. Óhætt er að segja að viðbrögð forkálfa ríkisstjórnarinnar, Gunnars Braga Sveinsonar utanríkisráðherra, annarsvegar og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra vegna viðskiptabanns Rússa á Ísland hafa verið mismunandi. Gunnar Bragi virðist standa heilshugar á bakvið aðgerðir Íslands á meðan Bjarni Benediktsson segir það vera mikið álitamál hvað Ísland sé að gera með stuðningi sínum við viðskiptaþvinganir ESB og annarra vestrænna ríkja.Flokkarnir þurfa að fara að sýna sérstöðu sína Gunnar Helgi telur að einn og sér sé ágreiningur ríkisstjórnarflokkana um viðskiptabannið ekki skaðlegur en láti menn hann dreifast yfir í önnur mál sé það annað mál. „Það hefur verið frekar friðsamlegt í kringum þessa stjórn og eitt og sér er þetta ekki mjög skaðlegt en ef menn láta þetta dreifast yfir á önnur mál, eins og t.d. stjórn fiskveiða þá getur það skapað úlfúð.“ Á síðasta þingi hætti Sigurður Ingi Jóhannson, sjávarútvegsráðherra, við að leggja fram frumvarp um fiskveiðistjórnun sem hafði verið í vinnslu. Ríkisstjórnarflokkarnir gátu að sögn Sigurðar ekki komið sér saman um hvaða aðili ætti að fara með forræði yfir veiðiréttinum. Flokkarnir ákváðu að leggja frumvarpið í bleyti. Spurður um mögulegar ástæður fyrir ágreiningi ríkisstjórnaflokkanna í þessu máli segir Gunnar að það styttist í kosningar og að flokkarnir þurfi að fara að sýna sérstöðu sína. „Nú förum við inn í seinni part kjörtímabils og þá verður hvatinn meiri hjá flokkum til þess að gefa merki til kjósenda um að þeir standi við sín mál og að þeir hafi skilað einhverju í ríkisstjórninni.“ Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Mikið álitamál hvað Íslendingar eru að gera með stuðningi við viðskiptaþvinganir Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum. 16. ágúst 2015 20:02 Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Unnur Brá Konráðsdóttir segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. 17. ágúst 2015 09:57 Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15 Nei, Pútín Með þessum aðgerðum, sem beinast að fjórum smáríkjum, er stórveldið að þreifa fyrir sér. 15. ágúst 2015 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að ósamkomulag innan ríkisstjórna sé aldrei af hinu góða og það gæti skapað úlfúð sem hafi áhrif á önnur mál. Stjórnarflokkarnir virðast ekki stíga í sama takt þegar kemur að viðskiptabanni Rússa á Ísland sem var sett á fyrir helgi. „Um leið og menn byrja að senda aðra tóna sín á milli brestur ákveðið þegjandi samkomulag sem oftast er í farsælli ríkisstjórn um að leysa ágreiningsefni í kyrrþey sín á milli. Það grefur undan trúverðugleika stjórnarinnar og getur skapað úlfúð á milli flokka,“ segir Gunnar Helgi. Óhætt er að segja að viðbrögð forkálfa ríkisstjórnarinnar, Gunnars Braga Sveinsonar utanríkisráðherra, annarsvegar og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra vegna viðskiptabanns Rússa á Ísland hafa verið mismunandi. Gunnar Bragi virðist standa heilshugar á bakvið aðgerðir Íslands á meðan Bjarni Benediktsson segir það vera mikið álitamál hvað Ísland sé að gera með stuðningi sínum við viðskiptaþvinganir ESB og annarra vestrænna ríkja.Flokkarnir þurfa að fara að sýna sérstöðu sína Gunnar Helgi telur að einn og sér sé ágreiningur ríkisstjórnarflokkana um viðskiptabannið ekki skaðlegur en láti menn hann dreifast yfir í önnur mál sé það annað mál. „Það hefur verið frekar friðsamlegt í kringum þessa stjórn og eitt og sér er þetta ekki mjög skaðlegt en ef menn láta þetta dreifast yfir á önnur mál, eins og t.d. stjórn fiskveiða þá getur það skapað úlfúð.“ Á síðasta þingi hætti Sigurður Ingi Jóhannson, sjávarútvegsráðherra, við að leggja fram frumvarp um fiskveiðistjórnun sem hafði verið í vinnslu. Ríkisstjórnarflokkarnir gátu að sögn Sigurðar ekki komið sér saman um hvaða aðili ætti að fara með forræði yfir veiðiréttinum. Flokkarnir ákváðu að leggja frumvarpið í bleyti. Spurður um mögulegar ástæður fyrir ágreiningi ríkisstjórnaflokkanna í þessu máli segir Gunnar að það styttist í kosningar og að flokkarnir þurfi að fara að sýna sérstöðu sína. „Nú förum við inn í seinni part kjörtímabils og þá verður hvatinn meiri hjá flokkum til þess að gefa merki til kjósenda um að þeir standi við sín mál og að þeir hafi skilað einhverju í ríkisstjórninni.“
Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Mikið álitamál hvað Íslendingar eru að gera með stuðningi við viðskiptaþvinganir Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum. 16. ágúst 2015 20:02 Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Unnur Brá Konráðsdóttir segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. 17. ágúst 2015 09:57 Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15 Nei, Pútín Með þessum aðgerðum, sem beinast að fjórum smáríkjum, er stórveldið að þreifa fyrir sér. 15. ágúst 2015 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Bjarni Benediktsson: Mikið álitamál hvað Íslendingar eru að gera með stuðningi við viðskiptaþvinganir Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum. 16. ágúst 2015 20:02
Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Unnur Brá Konráðsdóttir segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. 17. ágúst 2015 09:57
Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15
Nei, Pútín Með þessum aðgerðum, sem beinast að fjórum smáríkjum, er stórveldið að þreifa fyrir sér. 15. ágúst 2015 07:00