Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2015 11:22 Sá stutti í fylgd hermanna þegar hann var handtekinn í fyrra. Vísir/cnn Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða „Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. Mexíkósk löggæsluyfirvöld hafa blásið til mikillar leitar en Guzman er alræmdur langt út fyrir landsteinana sem leiðtogi einhverra alræmdustu glæpasamtakana þar í landi. Sá stutti stýrði Sinaloa-glæpasamtökunum áður en hann var handtekinn árið 2014 en samtökin smygla gífurlegu magni eiturlyfja milli Mexíkó og Bandaríkjanna. Samtökin eru til að mynda sögð ábyrg fyrir hinum mikla heróínfaraldri sem nú geisar á norðausturströnd Bandaríkjanna, er fram kemur á vef CNN um málið. Veldi Sinaloa-samtakanna og Guzmans er metið á rúmlega 130 milljarða króna og talið er að átök gengisins hafi dregið meira en hundrað þúsund manns til dauða á síðastliðnum áratug.Víðfrægt yrkisefni heima fyrir Talið er að mexíkóska lögreglan einblíni nú á nærliggjandi flugvelli í leit sinni að Guzman sem er ekki óvanur því að stinga af undan löggunni. Guzman hafði verið á flótta undan yfirvöldum í meira um 13 ár áður en hann var klófestur í fyrra. Þá hafði hann strokið úr hámarksöryggisfangelsi, rétt eins og hann gerði í morgun, og faldi sig þá í óhreinum þvotti sem var verið að flytja til hreinsunar utan fangelsisins. Síðast sást til hans í gærkvöldi í sturtuklefa í hámarksöryggisfangelsinu, þar sem honum var haldið. Þegar fangaverðir litu inn í klefa hans í gærkvöld var hann á bak og burt. Sá stutti ber nafn með rentu, en hann er talinn rétt rúmlega 160 sentímetrar á hæð. Hann er svo frægur í Mexíkó að um hann hafa verið skrifaðar metsölubækur og þá hefur hann verið yrkisefni í fjölmörgum dægurlagatextum. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða „Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. Mexíkósk löggæsluyfirvöld hafa blásið til mikillar leitar en Guzman er alræmdur langt út fyrir landsteinana sem leiðtogi einhverra alræmdustu glæpasamtakana þar í landi. Sá stutti stýrði Sinaloa-glæpasamtökunum áður en hann var handtekinn árið 2014 en samtökin smygla gífurlegu magni eiturlyfja milli Mexíkó og Bandaríkjanna. Samtökin eru til að mynda sögð ábyrg fyrir hinum mikla heróínfaraldri sem nú geisar á norðausturströnd Bandaríkjanna, er fram kemur á vef CNN um málið. Veldi Sinaloa-samtakanna og Guzmans er metið á rúmlega 130 milljarða króna og talið er að átök gengisins hafi dregið meira en hundrað þúsund manns til dauða á síðastliðnum áratug.Víðfrægt yrkisefni heima fyrir Talið er að mexíkóska lögreglan einblíni nú á nærliggjandi flugvelli í leit sinni að Guzman sem er ekki óvanur því að stinga af undan löggunni. Guzman hafði verið á flótta undan yfirvöldum í meira um 13 ár áður en hann var klófestur í fyrra. Þá hafði hann strokið úr hámarksöryggisfangelsi, rétt eins og hann gerði í morgun, og faldi sig þá í óhreinum þvotti sem var verið að flytja til hreinsunar utan fangelsisins. Síðast sást til hans í gærkvöldi í sturtuklefa í hámarksöryggisfangelsinu, þar sem honum var haldið. Þegar fangaverðir litu inn í klefa hans í gærkvöld var hann á bak og burt. Sá stutti ber nafn með rentu, en hann er talinn rétt rúmlega 160 sentímetrar á hæð. Hann er svo frægur í Mexíkó að um hann hafa verið skrifaðar metsölubækur og þá hefur hann verið yrkisefni í fjölmörgum dægurlagatextum.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira