Erlent

Fundi aflýst með skömmum fyrirvara

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Alexander Stubb, fjármálaráðherra Finnlands, ávarpaði fréttamenn í aðdraganda fundar fjármálaráðherranna í dag.
Alexander Stubb, fjármálaráðherra Finnlands, ávarpaði fréttamenn í aðdraganda fundar fjármálaráðherranna í dag. vísir/epa
Hætt hefur verið við fund leiðtoga Evrópusambandsins sem fyrirhugaður var í Brussel í dag.

Boðað var til fundar allra 28 ríkja sambandsins í dag með það fyrir augum að ákveða örlög Grikkja, hvort þeir yrðu áfram innan Evrópusambandsins eða þyrftu frá að hverfa.

Sjaldgæft er að fallið sé frá boðuðum fundum með svo skömmum fyrirvara en hann átti að hefast klukkan 9 í morgun.

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, tilkynnti á samskiptasíðunni Twitter að hann hefði afboðað leiðtoga sambandsins á fundinn sem fyrirhugaður var í dag, en fjármálaráðherrarnir halda fundi sínum áfram klukkan tvö.

Fundi þeirra var frestað í nótt eftir langar en árangurslitlar viðræður þar sem tekist var á um tillögur Grikkja til lausnar á skuldavanda landsins. Er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC sagði Jeroen Dijsselbloem, leiðtogi evruhópsins, fund gærkvöldsins hafa verið „mjög erfiðan.“ Tillögurnar sem þar voru ræddar fela meðal annars í sér 13 milljarða evra niðurskurð, skattahækkanir og lífeyrisgreiðslulækkanir. Tillögurnar svipa margt til þeirra og gríska þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu um síðustu helgi.

Ekki eru allir á einu máli um hvort Grikkjum sé treystandi fyrir framkvæmd þeirra og var það mál manna eftir fund fjármálaráðherranna í gær að mikillar tortryggni gætti í þeirra röðum.


Tengdar fréttir

Er öll von úti fyrir Grikkland?

"Fólk var að vonast eftir því að Syriza flokkurinn myndi ekki innleiða frekari aðhaldsaðgerðir en það lítur út fyrir að það verði raunin.“

Tillögur Grikkja ræddar

Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×